Brýnasta málið að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja!

Nýr forseti Íslands verður settur í embætti á morgun,Guðni Th Jóhannesson.Aðeins hálfur mánuður er þar til alþingi kemur saman.Alþingiskosningar verða i oktober.En ekkert bólar samt á því, að ríkisstjórnin ætli að standa við kosningaloforð sín við aldraða og öryrkja frá alþingiskosningunum 2013.Ekkert bendir til þess að ríkisstjórnin ætli að bæta kjör aldraðra og öryrkja þannig að unnt verði að lifa af þeim.

Ég hef bent á það áður,að ef ríkisstjórn og alþingi reynist ekki fært um að bæta kjör aldraðra og öryrkja þannig að unnt verði að lifa af þeim þá verði nýr forseti Íslands að taka í taumana.Fráfarandi forseti,Ólafur Ragnar Grímsson,gagnrýndi það harðlega að öldruðum og öryrkjum væru ekki búin mannsæmandi kjör. Ég er þess fullviss,að nýr forseti mun láta málið til sín taka,leysi þing og stjórn það ekki. Núverandi stjórn og alþingi hefur aðeins nokkra daga enn til stefnu.Það verður að koma fram fyrir miðjan mánuð hvort meiningin er að lyfta kjörum aldrðra og öryrkja upp þannig að unnt verði að lifa af þeim. Í dag er það ekki mögulegt. 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir einhleypinga dugar ekki fyrir öllum útgjöldum.Oftast verða læknisheimsóknir og lyf útundan en stundum er ekki nóg fyrir mat. Úr þessu verður að leysa strax.Ástandið er eins hjá hjónum og sambúðarfólki. Þar er upphæðin 185 þúsund á mánuði eftir skatt. Það dugar ekki.Þetta þarf að  vera fyrsta mál á sumarþinginu,þegar það kemur saman.Ekkert mál er brýnna.Hækka þarf lífeyrinn um rúmlega 50 þúsund á mánuði.Það er lágmark.

Björgvin Guðmundsson


Frumvarp um afnám verðtryggingar komið fram

 

 

 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður Samfylkingar hefur upplýst, að hún hafi i janúar sl  lagt fram frumvarrp til laga um afnám verðtryggingar.Framsóknarflokkurinn sýndi málinu engan áhuga.Áður en Sigríður Ingibjörg lagði málið fram hafði hún reynt í heilt ár að fá Sigmund Davíð þáverandi forsætisráðherra til þess að  ræða við sig um verðtrygginguna í sérstakri umræðu á þinginu. En Sigmundur Davíð var ófáanlegur til þess. Sigríður er því mjög hissa á því, að nú hafi  Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknar fengið áhuga á málinu hálfu ári eftir að málið var lagt fram í þinginu.Það er einnig undrunarefni,að Sigmundur Davíð skyldi ekki fá áhuga á verðtryggingarmálinu fyrr en nú eftir að það hefur legið í þinginu i rúmt hálft ár.

 Af því,sem hér hefur verið sagt er ljóst, að áhugi Sigmundar Davíðs og Silju Daggar á verðtryggingarmálinu er ekki ósvikinn.Sennilega er þeim báðum ljóst,að Sjálfstæðisflokkuinn er andvígur afnámi verðtryggingar.Og þess vegna er málflutningur þeirra fyrst og fremst áróður, kosningaáróður en ekki til þess að koma málinu fram.Á þetta reynir í þinginu við umræður um frumvarp Sigríðar Ingibjargar.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Kjarabætur aldraðra og öryrkja tímabærar!

Í ræðu sinni 17.júní  á þessu ári sagði Sigurður Ingi forsætisráðherra fátæktinni stríð á hendur. Hann sagði,að enginn ætti að þurfa að búa við fátækt á Íslandi.Með því að segja þetta var hann einnig að lýsa því yfir,að aldraðir og öryrkjar ættu ekki að þurfa að búa við 185 þúsund krónur á mánuði, eftir skatt,einhleypir,þeir sem einungis hefðu tekjur frá almannatryggingum.Þetta voru skýr orð  hjá Sigurði Inga. Gallinn er aðeins sá,að hann hefur ekki fylgt þessum orðum eftir.Maður veit þess vegna ekki hve mikill hugur fylgdi máli.En orðum fylgir ábyrgð.Forsætisráðherra getur ekki sagt fátækt stríð á hendur án þess að gera nokkuð í málinu.En því miður vill það brenna við hér á landi,að ráðamenn mæla falleg orð,sem þeir meina misjafnlega mikið með.

Eldri borgarar og öryrkjar gera kröfu til þess að forsætisráðherra hafi frumkvæði að því að kjör þessa fólks verði bætt myndarlega eins og gefið var til kynna í ræðu hans 17.júní.Það er tímabært,að kjörin verði bætt á þinginu,þegar það kemur saman eftir hálfan mánuð. Ég tel,að lífeyrir eigi þá að hækka í 321 þúsund á mánuði hjá einhleypum eftir skatt og samsvarandi hjá öðrum.Þetta er miðað við,að ekki sé um aðrar tekjur að ræða. Þetta er lágmark til þess að unnt sé að lifa mannsæmandi lífi af því.

 

 

Björgvin Guðmundsson


Segist vilja afnema verðtrygginguna fyrir kosningar!

Viðtal var tekið við Sigmund Davíð formann  Framsóknarflokksins á Útvarpi Sögu síðasta miðvikudag.Þar endurtók Sigmundur Davíð það sem hann hafði sagt við RÚV,að hann vildi afnema verðtrygginguna áður en efnt yrði til kosninga.En bætti því nú við,að bæta þyrft einnig kjör aldraðra og öryrkja áður en kosið yrði!Sigmundur Davið sagði nú í fyrsta sinn,að aldraðir og öryrkjar hefðu dregist  aftur úr.

Spurningin er þessi: Er unnt að taka mark á Sigmundi Davíð nú frekar en áður.Eins og ég hef margoft bent á hefur hann ekki uppfyllt kosningaloforðin,sem hann gaf eldri borgurum í kosningunum 2013 en þá lofaði hann og Framsóknarflokkurinn að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það þarf að hækka lífeyri um 23% til þess að standa við það loforð. Sigmundur Davíð getur lagt til við ríkisstjórnina strax á morgun,að lífeyrir verði hækkaður strax um  23% vegna loforðs beggja stjórnarflokkanna 2013. Það þarf ekki að bíða neitt með það.Ríkisstjórnin getur lýst því yfir strax á morgun að það verði fyrsta mál hennar á þinginu eftir hálfan mánuð að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 23%. Það þarf ekki að fresta kosningum út af því. 

Varðandi afnám verðtryggingar er málið ef til vill snúnara. Sjálstæðisflokkurinn er á móti því máli. Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að snúa Sjálfstæðisflokkinn niður í því máli síðustu 3 árin og ég hef ekki trúa á að það breytist nú.

 

Björgvin Guðmundsson


Alþingi bæti kjör aldraðra og öryrkja!

 

Um þetta leyti í fyrra skoraði ég á alþingi að bæta kjör aldraðra og öryrkja það mikið, að þau dygðu til sómasamlegrar framfærslu.Ég gerði þetta í grein í Fréttablaðinu. Ég benti á, að  þeir aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hefðu lífeyri almannatryggnga  hefðu ekki fyrir öllum útgjöldum og gætu ekki leyst út lyfin sín eða yrðu að sleppa því að fara til læknis þó nauðsynlegt væri. Ég skoraði á alþingi að leysa málið strax. Ég var svo grænn, að ég hélt að alþingi mundi taka rögg á sig,  gera þverpólitíska sátt og afgreiða kjarabætur til aldraðra og öryrkja í allsherjar sátt.. Með því hefði álit á alþingi stóraukist. Á því hefði ekki verið vanþörf á.

 

EKKERT GERÐIST

 

Ekkert gerðist. Alþingi gerði ekki neitt.Alþingi hafði engan áhuga á að leysa vanda aldraðra og öryrkja.Alþingi hefur greinilega fundist þægilegra, að aðhafast ekkert .Það hefði verið talsverð vinna að koma á þverpólitískri sátt .Ég skrifaði líka forseta alþingis,Einari K. Guðfinnssyni; bað um að hann hefði forgöngu fyrir því, að alþingi samþykkti kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja.Forseti alþingis brást líka. Hann stakk bréfinu undir stól.Hann hafði sama hátt á og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá öldruðum og öryrkjum. Þeir stinga bréfunum ofan í skúffu.

ALÞNGI BRÁST Í FYRRA

Alþingi brást öldruðum og öryrkjum  í fyrra.Til þess að kóróna ósómann felldi alþingi við afgreiðslu fjárlaga að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og öðrum í þjóðfélaginu. Davíð Oddsyni fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins ofbauð þetta. Hann gagnrýndi það í  í sjónvarpinu við umræður um forsetaembættið, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá afturvirkar kjarabætur í fyrra eins og aðrir.

 

NÝ ÁSKORUN Á ALÞINGI

 

Ástandið er enn þannig í kjaramálum þeirra aldraðra og öryrkja,sem eingöngu verða að reiða sig á lífeyri frá almannatryggingum, að þeir eiga ekki fyrir öllum útgjöldum.Þeir hafa ekki nóg til framfærslu. Ég vil því enn á ný skora á alþingi að leysa mál þessa fólks. Ég skora á alþingi að hækka lífeyri þessa hóps þannig, að dugi til framfærslu.Ég tel, að hækka þurfi lífeyrinn um 50 þúsund krónur á mánuði að lágmarki til þess að lífeyrir dugi til sómasamlegrar framfærslu. Hækka á verst stadda hópinn um þessa fjárhæð og aðrir aldraðir og öryrkjar hækki hlutfallslega. Ég skora á alþingi að gera þverpólitíska sátt til þess að leysa framfærsluvanda aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 28.júlí 2016

 

 


Hvaða flokkar standa með öldruðum og öryrkjum?

Hvaða flokkar standa með kjarabótum til handa öldruðum og örykjum í næstu kosningum? Það er spurningin,sem aldraðir og öryrkjar þurfa að svara fyrir næstu þingkosningar.Einnig má spyrja: Hvaða frambjóðendur vilja styðja bætt kjör aldraðra og öryrkja.Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að kjósa aðra frambjóðendur eða flokka en þá sem vilja bæta kjör þeirra. Og best er að láta reyna á þetta strax og þing kemur saman í ágúst.Reynslan af loforðum er ekki góð,a.m.k. ekki af loforðum,sem núverandi stjórnarflokkar gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir þingkosningarnar 2013.Þau loforð voru flestöll svikin og hafa ekki verið efnd enn í dag.

Ekki er unnt að trúa neinum nýjum loforðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um bætt kjör aldraðra og öryrkja.Þessir flokkar verða að láta verkin tala í kjaramálum aldraðra og öryrkja á þeim stutta tíma,sem eftir er af þinginu. Að mínu mati verða þessir flokkar að efna öll kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá síðustu kosningum áður en  til greina kemur að hlusa á ný loforð frá þessum flokkum.En auk þess hefur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir,að lífeyrir aldraðra og öryrkja megi ekki vera hærri en lágmarkslaun verkafólks.Í dag er lífeyrir sá sami og lágmarkskaunin. Bjarni vill halda lífeyri þar,þ,e. halda honum niðri við fátækramörk.Þannig hefur Bjarni tekið afstöðu gegn þeim öldruðum og öryrkjum sem verst eru staddir.Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn hefur því komið sér út úr húsi hjá öldruðum og 0ryrkjum.

Nú eru aðrir flokkar að undirbúa stefnu sína fyrir væntanlegar þingkosningar. Aldraðir og öryrkjar þurfa að kynna sér hana,fá að fylgjast með til þess að þeir geti ákveðið hvern og hverja á að styðja. Best er,að flokkarnir flytji tilllögur um kjarabætur til aldraðra og öryrkja strax á þinginu í næsta mánuði. Þetta tekur ekki langan tíma.Og falleg loforð eru varasöm.Best er að fá efndir strax fyrir kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson


Hver höndin upp á móti annarri í Framsókn!

Sigmundur Davíð berst gegn haustkosningum enda þótt Sigurður Ingi forsætisráðherra hafi samþykkt þær og hann hefur þingrofsvaldið.Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar á Norðurlandi eystra segir,að Sigmundur Davíð sé að reyna að sprengja stjórnarsamstarfið.Svo ekki er friðinum fyrir að fara í flokknum.Þar er hver höndin upp á móti annarri.

 

Björgvin Guðmundsson


Staðið verði við kosningaloforðin strax!

Það er ekki nóg fyrir aldraða að setja fram ný stefnumál.Það þarf líka að standa við gömlu kosningaloforðin. Það munar um framkvæmd þeirra í kjaramálunum:

1.Kjaragliðnunin.Leiðrétta þarf lífeyri aldraðra og öryrkja strax á þinginu í næsta mánuði vegna kjaragliðnunarinnar 2009-2013 en báðir stjórnarflokkarnir  lofuðu þessari leiðréttingu. Við hana verða þeir að standa. Þetta stóra loforð hefur átt stóran þátt í að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013.

2. Framkvæma þarf loforð Bjarna Benediktssonar um afnám tekjutengingar.

3.Ljúka þarf afturköllun kjaraskerðingar frá 2009.Og ekki gengur að taka til baka það,sem núverandi ríkisstjórn afturkallaði 2013, svo sem grunnlífeyri og frítekjumark atvinnutekna.Grunnlífeyrir á að haldast en núverandi ríkisstjórn hyggst afnema hann.

Nú eru síðustu forvöð af standa við kosningaloforðin.Það verður að gera það í næsta mánuði,þegar þingið kemur saman.Kjósendur munu fylgjast með því.

 

Björgvin Guðmundsson


Helstu baráttumál aldraðra í dag!

Helstu baráttumál aldraðra í kjaramálum í dag eru þessi:

Lífeyrir verði hækkaður um a.m.k.  50 þúsund krónur á mánuði hjá þeim,sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum og hækki hlutfallslega hjá öðrum. Hækkun þessi gildi einnig fyrir öryrkja.

Allar tekjutengingar verði afnumdar: Hætt verði að skerða lífeyri almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Gildi einnig fyrir öryrkja.

Hætt verði að skerða lífeyri almannatrygginga vegna atvinnutekna og fjármagnstekna.Gildi einnig fyrir öryrkja.

Atvinnutekjur aldraðra og öryrkja verði skattfrjálsar.

Þetta eru helstu baráttumálin í kjaramálum.Eins og þetta er í dag er bæði verið að skerða tekjur   aldraðra og öryrkja mikið vegna atvinnu með því að skerða lífeyri TR en einnig  er verið að skerða tekjurnar vegna skatta.Afnema þarf hvort tveggja.Það á heldur ekki að rífa af lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum þó aldraðir eigi nokkrar krónur í banka.Tökum dæmi: Eldri borgari selur íbúð og ætlar sð kaupa minni íbúð í staðinn eins og verið er að hvetja til.Hann geymir aurana í banka á meðan hann leitar að minni íbúð. En þá ryðjast stjórnvöld inn í bankabók hans í bankanum rétt á meðan og skerða lífeyri hans hjá TR mikið . Þetta er siðlaust.Og þetta verður að stöðva.

 

Björgvin Guðmundsson


Framkvæmd lífeyrismála aldraðra hér brot á mannréttindum!

Ég geri eftirfarandi athugasemdir við framkvæmd lífeyrismála (almannatryggingar og lífeyrissjóði)aldraðra og öryrkja og tel hana brjóta í bága við mannréttindi:

1.Lífeyrir aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum,dugar ekki til framfærslu.Samkvæmt 76.grein stjórnarskrárinnar eiga þeir,sem þess þurfa að fá aðstoð frá ríkinu.Ég tel hina naumu skömmtun til aldraðra og öryrkja brot á þessari grein og mannréttindabrot.

2.Lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum er verulega skertur vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Með þeirri framkvæmd njóta aldraðir og öryrkjar ekki lífeyris úr lífeyrissjóðum að fullu,þegar þeir fara á eftirlaun.Það er eins og eignaupptaka. Eignaupptaka er einnig brot á stjórnarskránni.Ég tel það ganga á svig við manréttindi að taka af öldruðum og öryrkjum lífeyri,sem þeir hafa safnað alla ævi.Launþegum var sagt,þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir, að þeir ættu að  vera viðbót við almannatryggingar en ekki valda skerðingu á lífeyri þeirra.

3.Aldraðir,sem fara út á vinnumarkaðinn,þegar þeir komast á eftirlaun, sæta  miklum skerðingum lífeyris almannatrygginga og skattlagningu vegna atvinnutekna.Ég tel það mannréttindabrot.

4.Ef aldraðir og öryrkjar leggja fjármuni í banka t.d. vegna þess að þeir skipta í minni íbúð eru fjármagnstekjur látnar valda skerðingu lífeyris hjá almannatryggingum.Ríkisvaldið fer inn í bankareikninga aldraðra og öryrkja til þess að geta skert lífeyri vegna fjármagnstekna!Ég tel það mannréttindabrot.

5.Þegar eldri borgarar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests er allur lífeyrir þeirra tekinn ófrjálsri hendi af af Tryggingastofnun og kostnaður við vist á hjúkrunarheimili  greiddur af þessum lífeyri.Þetta er ekkert borið undir sjúklingana. Síðan skammtar Tryggingastofnun sjúklingum á hjúkrunarheimilum nauma  vasapeninga,sem þó eru tekjutengdir og skertir,ef viðkomandi sjúklingur hefur einhverjar tekjur.Þetta er algert mannréttindabrot. Á hinum Norðurlöndunum halda eldri borgarar sínum lífeyri þegar þeir fara á hjúkrunarheimili og greiða sjálfir fyrir kostnaðinn þar.

Fleiri atriði mætti nefna,sem eru mannréttindabrot í framkvæmd lífeyrismála aldraðra og öryrkja á Íslandi.

 

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband