Tímabært að gerbreyta kjörum aldraðra til hins betra!

 

Hvað eiga eldri borgarar og öryrkjar, sem hafa eingöngu „strípaðan“ lífeyri frá TR,  að lepja  dauðann úr skel lengi? Ríkisstjórnin segir, að það sé góðæri í landinu. Alla vega er uppsveifla í efnahagslífinu.Gífurlegur ferðamannastraumur á stærsta þáttinn í þeirri uppsveiflu.Væri ekki rétt á meðan uppsveiflan er að koma lífeyrismálum aldraðra og öryrkja í viðunandi horf ? Ég tel svo vera. Notum uppsveifluna til þess að búa betur að öldruðum og öryrkjum.Hættum að láta lífeyrisfólk „lifa“ af 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt. Hækkum þá uphæð í 320 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Það er lágmark til þess að geta  lifað mannsæmandii lífi.

Á næsta ári hækka lágmarkslaun á mánuði í 300 þúsund kr  fyrir skatt.Það er of lítið.Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að hafa að lágmarki  400 þúsund fyrir skatt.Og að sjálfsögðu eiga lágmarkslaun að vera a.m.k .þessi fjárhæð.Telur einhver þetta of mikið til þess að lifa af? Nei, þetta er ekki of mikið.Þetta er aðeins brot af launum þingmanna, ráðherra og embættismanna.En ráðamenn í þessu landi vilja hafa mismunun í launum; þeir vilja hafa ójöfnuð í landinu.Ég er andvígur því.Ég vil stuðla að auknum jöfnuði  í þjóðfélaginu.Og ég tel, að launamismunur sé orðinn alltof mikill. Það þarf að draga úr honum á ný.Við höfum ekkert að gera við svona mikinn launamun; við höfum ekkert að gera við svona mikinn ójöfnuð,. 197 þúsund kr- 230 þúsund á mánuði eftir skatt eru þær uphæðir,sem ríkisvaldið skammtar eldri borgurum og öryrkjum,sem eingöngu hafa tekjur frá  TR.,eftir því hvort um gifta eða einhleypa er að ræða.Þetta eru skammarlega lágar upphæðir og furðulegt, að ríkisstjórn og alþingi láti sér sæma að skammta þeim lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja svo smánarlegar upphæðir.

 

Þeir eldri borgarar, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem eingöng.u hafa tekjur frá almannatryggingum.Það er vegna skerðinganna.Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn.Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru yfirleitt mun betur settir en hinir sem búa i leiguhúsnæði eða skuldugu eigin húsnæði.

 

Ríkisvaldið fer illa með sína eldri borgara,sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Í stað þess, að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld kvíða margir þeirra morgundeginum vegna slæmra kjara.Er ekki kominn tími til þess að breyta þessu.Er ekki tímabært að gerbreyta kjörum eldri borgara; skapa þeim góð kjör á efri árum.Ég tel það.

 

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

Fréttablaðið 31.ágúst 2017

 

 

 

 

 

 

 v


Sjálfstæðisflokkurinn næði ekki meirihluta í Rvk.!

 

 

Eitt dagblaðið í Reykjavík sló því upp í 5 dálka forsíðufyrirsögn í gær,að Sjálfstæðisflokkurinn væri í yfirburðastöðu í Reykjavík.Blaðið byggði á því,að flokkurinn hafði mælst stærstur í skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins,með 34,2% atkvæða.Ekki er ég sammála þessu mati blaðsins.Það eina sem skiptir hér verulegu máli eru líkur Sjálfstæðisflokksins á því að ná meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, flokkurinn einn eða í samstarfi við aðra.Slíkir möguleikar eru ekki í sjónmáli. Meirihlutinn  heldur velli í Rvk í skoðanakönnun blaðsins..Flokkar meirihlutans fá fylgi í könnuninni sem hér segir: Samfylkingin 13,7%,VG 17,8%,Piratar 12,4%  og Björt framtíð  2,7%.Auk þess fékk Flokkur fólksins 7,1% og Framsókn 3%. –Ef staða Sjálfstæðisflokksins er góð í Reykjavík er engin þörf á því fyrir flokkinn að skipta um leiðtoga.Það má þá líta svo á,að leiðtoginn hafi staðið sig vel.Auk þess má taka fram,að alltof langt er til kosninga til þess að skoðanakönnun í dag geti talist marktæk.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Hækka á lífeyri um a.m.k. 40 þúsund kr á mánuði!

 

Ég hef skrifað um það,að fyrsta verk alþingis þegar það kemur saman 12.september eigi að vera að leiðrétta kjör aldraðra og 0ryrkja.Kjörin eru svo slæm í dag,að ekki er unnt að lifa af þeim.

Hvað er hæfilegt að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja mikið í september sem áfangahækkun?Lágmarkshækkun að mínu mati er 40 þúsund kr hækkun lífeyris á mánuði eftir skatt.Lífeyrir mundi þá hækka í 237 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hjá þeim,sem eru í hjónbandi eða sambúð. Einhleypir mundu hækka í 268.734 krónur á mánuði eftir skatt.Jafnframt hækkun lifeyris tel ég að leiðrétta eigi frítekjumark vegna atvinnutekna til fyrra horfs,þ.e. í 109 þúsund krónur á mánuði,eins og frítekjumarkið var fyrir 1.janúar 2017.

Til samanburðar má geta þess að laun þingmanna hækkuðu um 338.254 2016 eða um 45%.Laun þingmanna hækkuðu þá úr 762.940 kr á mánuði í 1.1o1.194 kr á mánuði.Það er fyrir utan aukagreiðslur. Laun ráðherra hækkuu þá í 1.826.273 kr. á mánuði og laun forsætisráherra hækkuðu í rúmar 2 millj. Kr. á mánuði.

Björgvin Guðmundsson

 


Viljum við taka á móti flóttamönnum ?

 

 

 

Nokkur ágreiningur er hér á landi um afstöðuna til flóttamanna.Enda þótt flóttamenn og aðrir innflytjendur  hafi misjafna réttarstöðu hér er í umræðunni lítill greinarmunur gerður á flóttamönnum.Annað hvort eru menn hlynntir komu erlendra flóttamanna til landsins eða þeir eru andvígir því; sá fyrirvari er þó oftast hafður á, að menn vilji ,að Ísland taki á móti litlum hóp illra stæðra flóttamanna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum okkar.

 Ég tel,að Ísland eigi að taka á móti álíka mörgum flóttamönnum hlutfallslega eins og hin Norðurlöndin.Efnahagur okkar er svipaður.Reynsla okkar af móttöku kvótaflóttamanna er nokkuð góð.Við höfum valið þessa flóttamenn sjálfir.Valið hefur tekist nokkuð vel.Við höfum yfirleitt fengið hingað flóttamenn sem reynst hafa vel og aðlagast  ágætlega íslensku samfélagi.

Deilurnar eru sennilega mestar um hælisleitendur,sem koma hingað að eigin frumkvæði t.d pólitískir flóttamenn.Þeir þurfa oft að bíða lengi eftir niðurstöðu yfirvalda.Stefnt er að því að afgreiða mál þeirra á  6 mánuðum en oft  vill það dragast miklu  lengur. Margir gagnrýna,að slíkum hælisleitendum skuli séð fyrir húsnæði og framfærslu á meðan þeir bíða.En ef afgreiðsla mála þeirra dregst meira en eðlilegt getur talist er eðlilegt að  þeim sé haldið uppi á meðan.Ef um mjög efnað fólk er að ræða er heimilt að láta hælisleitendur greiða hluta  kostnaðar eða allan kostnaðinn.

Sumir segja,að hælisleitendur og flóttamenn fái óeðlilega mikla fyrirgreiðslu hér,of mikinn styrk; fjárframlög til þeirra komi niður á öðrum velferðarmálum hér svo sem lífeyri til aldraðra og öryrkja.Ég tel þetta vera ýkjur.Ég reikna ekki með,að framlög til aldraðra og öryrkja mundu neitt aukast þó öll framlög til hælisleitenda  og flóttamanna væru felld niður í dag.

 Íslensk stjórnvöld eru jafn neikvæð gagnvart öldruðum og öryrkjum hvort sem kreppa eða uppsveifla er í efnahagslífinu.Við eigum þess vegna að hætta neikvæðri  umfjöllun um flóttamenn og hælisleitendur.Við höfum gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar um að aðstoða þessa hópa. Og Ísland er ríkt land,sem ræður  vel við þetta verkefni.En er það ekki rannsóknarefni,að enda þótt uppsveifla sé í þjóðfélaginu,margra mánaða biðlisti eftir nýjum bílum,allar ferðir uppseldar til útlanda,öll eyðsla í hámarki á vörum og þjónustu,byggingarstarfsemi í hæstu hæðum,þar á meðal hótelbyggingar, skuli  samt ekkert gert til þess að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja myndarlega.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


Felagsmálaráðherra setti fram rangar tölur!

Síðasta vor spurði Smári Mc Carthy þingmaður Pirata félagsmálaráðherra um nýju lögin um almannatryggingar.Þingmaðurinn spurði hvað greiðslur almannatrygginga hefðu aukist mikið til aldraðra og öryrkja vegna laganna.Í stað þess að svara fyrirspurninni rétt nefndi ráðherrann auknar tekjur lífeyrisþega vegna fjármagnstekna,atvinnutekna og greiðslna úr lífeyrissjóðum auk greiðslna frá TR.M.ö.o. ráðherrann bætti við alls óskyldum greiðslum til þess að fá hærri prósentur.Á þennan hátt fékk ráðherrann út yfir 20% tekjuaukningu.En meirihluti þessarar aukningar stafar af öðrum tekjum en tekjum frá almannatryggingum.Tekjur  frá TRjukust um 6,4% um áramót hjá giftm eldri borgurum og um 11,1 % hjá  einhleypum eldri borgurum .

Björgvin Guðmundsson 


Oddviti Framsóknar í borgarstjórn segir af sér!

Oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum og þar með sem fulltrúi flokksins í borgarstjórn.Ástæðan er deilur milli hennar og flokksforustunnar um stefnuna í innflytjendamálum.Sveinbjörg gagnrýndi "mikil" framlög til skólagöngu barna hælisleitenda.Flokksforustan taldi þá gagnýni ekki samræmast stefnu Framsóknarflokksins.Hinn borgarfulltrúi Framsóknar,Guðfinna,var heldur ekki ánægður með stefnu Sveinbjargar í innflytjendamálum.

Í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sveinbjörg talsvert af atkvæðum út á þá stefnu sína að gagnrýna ríkjandi stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda.Margt benti til þess að hún ætlaði að reyna sömu leið aftur.En flokksforusta Framsóknar var ekki sátt við það.Sveinbjörg valdi af þeim sökum þá leið að yfirgefa flokkinn.Hinn valkosturinn hefði verið sá að vera kyrr í flokknum og berjast fyrir sjónarmiðum sínum og reyna að afla þeim fylgis.Ef til vill erfiðari leið.

Björgvin Guðmundsson

 


Breyta þarf tekjuskiptingunni!

 

Uppsláttarfrétt Mbl  þess efnis,að opinberir starfsmenn hefðu fengið 31-34 % launahækkun frá 2014 hefur farið fyrir brjóstið á hagfræðingum og hægri mönnum..Hafinn hefur verið upp söngur um að opinberir starfsmenn mættu ekki hafa forustu um launahækkanir,heldur ætti það að vera ASÍ og síðan hefur verið hamrað á því,að ekki mætti hækka laun umfram aukningu þjóðarframleiðslu.Þetta eru allt gamalkunnar fullyrðingar.En ég hef eftirfarandi við þær að athuga:
Íslenskir launamenn geta ekki samþykkt og tekið upp eitthvað SALEK samkomulag,SALEK kerfi fyrr en tekjuskiptingunni hefur verið breytt í þjóðfélaginu.Það verður að byrja á því að breyta tekjuskiptingunni launamönnum og lífeyrisþegum í hag.Í dag hafa launamenn og lífeyrisþegar svo lág kjör,að engin leið er að lifa af þeim kjörum.Ekkert SALEK samkomulag kemur til greina fyrr en búið er að leiðrétta tekjuskiptinguna.Það er fyrsta mál á dagskrá.Á meðan tekjuskiptingin hefur ekki verið leiðrétt þýðir ekkert að tala um að hækka lægstu laun um lága prósentu í stíl við aukningu þjóðarframleisðslu.Grunnurinn er rangur.Það verður að byrja á því að leiðrétta hann.

Björgvin Guðmundsson

 
 
 
 

Alþingi bæti kjör aldraðra og öryrkja strax

Nú eru rétt 3 vikur þar til alþingi kemur saman.Ég hef minnst á það áður, að þegar alþingi kemur saman getur það leiðrétt kjör aldraðra og öryrkja.Sú leiðræétting þolir enga bið. Það er ekki unnt að lifa af lægsta lífeyrinum,hann er svo lágur,að hann dugar ekki fyrir öllum útgjöldum.Ég er er tala um þá aldraða og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum; engan lífeyrissjóð,aðeins „strípaðan“ lífeyri.Lífeyrir þessa fólks er 197 kr ámánuði eftir skatt  og  230 þúsund á mánuði eftir skatt.Það er ekki mjög stór hópur,sem er á þessum erfiðu kjörum og því er það ekki dýrt fyrir ríkið að bæta kjör þessa hóps.

Aðalatriðið er að bæta kjör þessa hóps strax.Það þolir enga bíð.Það er ekki unnt að tefja málið í nefnd á alþingi.Það er heldur ekki unnt að setja málið í langa athugun í ráðuneytunum.Það liggja allar upplýsingar fyrir.Það er nýbúið að leggja fyrir alþingi frumvarp um ný lög almannatrygginga og mikla greinargerð með frumvarpinu.Þar liggja því allar nauðsynlegar upplýsingar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Aldraðir þurfa ekki eina nefndina enn; þeir þurfa athafnir,kjarabætur strax!

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd,starfshóp til þess að ræða við Félag eldri borgara í Reykjavík um kjaramálin.Þetta er gamalkunnug aðferð til þess að tefja málin og drepa þeim á dreif.Ríkisstjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekkert gert á þeim tíma til þess að bæta kjör aldraðra; ekki eitt einasta atriði.Viðreisn og Björt framtíð lofuðu að greiða fyrir atvinnuþáttöku aldraðra.En það hefur verið gert þveröfugt.1.janúar var frítekjumark vegna atvinnutekna skert,lækkað úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þúsund kr á mánuði.Það eru einu efndirnar.

Nú skipar ríkisstjórnin 3 ráðherra frá Viðreisn og Bjartri framtíð i starfshóp með fullltrúum FEB í Rvk til þess að fjalla um kjaramáln.Sagt er,að nefndin eigi að skila áliti um áramót.Mér kæmi ekki á óvart þó þessi nefnd mundi sofa fram á mitt næsta ár.Ég er búinn að starfa það lengi að kjaramálum aldraðra,að ég man eftir fleiri en einni slíkri nefnd og það hefur aldrei komið neitt út úr þeim.Það hefur verið kjaftað og drukkið kaffi en framkvæmdir hafa engar verið,einhver smá hungurlús sem skipti engu máli.Það verður eins nú,jafnvel verra.

Eldri borgarar þurfa ekki kjaftanefnd.Þeir þurfa framkvæmdir og þeir þurfa framkvæmdir strax,kjarabætur strax.Viðreisn lofaði að greiða fyrir atvinnuþátttöku aldraðra.Hún lofaði líka kjarabótum fyrir aldraða.Það á strax í dag að auka frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra í 1o9 þúsund kr á mánuði. Og það á strax og þing kemur saman 12.september að  hækka lífeyri aldraðra og öryrkja svo unnt verði að lifa af honum.Aldraðir og öryrkjar,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggngum,geta ekki lifað af þessum lífeyri.Það verður að hækka hann strax 12.september.Það á ekki að svæfa það mál til áramóta.Ráðherrar og þingmenn þurftu ekku að bíða.Þeir fengu miklar kjarabætur strax og langt til baka.Nú geta Viðreisn og Björt framtíð efnt kosningaloforð sín strax í dag og um leið og þing kemur saman.

Björgvin Guðmundsson

 


Hvenær fá aldraðir og öryrkjar hlutdeild í uppsveiflunni?

Á kreppuárunum eftir bankahrunið 2008 þurftu aldraðir og öryrkjar að taka á sig kjaraskerðingu.Aðeins þeir lífeyrisþegar,sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatryggingum sluppu.Hagsmunir þeiraa voru varðir.En þeir lægst launuðu fengu kjarabætur þrátt fyrir kreppuna.Ég sagði þá,að ekki ætti fremur að skerða kjör lífeyrisþega en lægst launaða verkafólk.Undandfarið hafa margir hálaunamenn fengið miklar kauphækkanir t.d. ráðherrar,þingmenn og háttsettir embættismenn.Kauphækkanir þeirrra hafa verð réttlættar með því,að þeir hefðu tekið á sig byrðar í kreppunni og væru nú að fá leiðréttingu.En hvers vegna fá aldraðir og 0ryrkjar ekki leiðréttingu á sömu forsendum? Er ekki kominn tími til þess,að lífeyrisþegar fái hlutdeild í uppsveiflunni og er ekki tímabært að bæta öldruðum  og öryrkjum fórnirnar,sem þeir færðu í kreppunni?

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband