Breytt litróf í pólitíkinni á ný!

Ný könnun um fylgi flokkanna var birt í gær,þ.e. frá MMR.Þá breyttist litrófíð í pólitíkinni enn á ný.Aðaltíðindin voru þau,að Samfylkingin var orðin þriðji stærsti flokkurinn og nýr flokkur Sigmundar Davíðs,Miðflokkurinn fór upp fyrir Framsókn og fékk rúm 7%,

Útkoman var þessi; VG var með 24,7 %,Sjálfstæðisflokkur með 23,5 % og Samfylkingin með 10,4%.Samfylkingin var m.ö.o. komin upp fyrir Pirata og Framsókn.Piratar voru með 10 %,Flokkur fólksins með 8,5%,Framsókn með 6,4%,Viðreisn með4,9% og Björt framtíð með 2,5% Samkvæmt þessu er ljóst,að Miðflokkur Sigmundar Davíðs hefur dregið fylgi frá Framsókn. 

 

Björgvin Guðmundsson


Almannatryggingar á Íslandi reka lest slíkra trygginga á Norðurlöndum!

Alþýðuflokkurinn,Sjálfstæðisflokkurinn og Sósialistaflokkurinn komu almannatryggingunum á fót 1946.Alþýðuflokkurinn setti það sem skilyrði fyrir þátttöku í stjórninni,að almannatryggingar yrðu stofnsettar.Ólafur Thors sem var forsætisráðherra lýsti því yfir,að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu og hann sagði,að þær ættu að taka til allra án tillits til stéttar eða efnahags.Af hálfu Alþýðuflokksins voru Emil Jónsson og Finnur Jónsson í stjórninni.Í fyrstu voru íslensku almannatryggingarnar í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu en síðan voru þær látnar drabbast niður og í dag reka þær lest slíkra trygginga á Norðurlöndum.Það er ekki síst vegna neikvæðrar afstöðu Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár og áratugi til almannatrygginganna að tryggingarnar hafa drabbast niður. Með hliðsjón af þessu er það furðulegt,að Óli Björn Kárason,þingmaður Sjálfstæðisflokksins skuli skrifa grein í Morgunblaðið um að  Sjálfstæðisflokkurinn og síðustu íhaldsstjórnir hans hafi verið að vinna einhver afrek til eflingar almannatryggingum.Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði fylgt fordæmi Ólafs Thors frá nýsköpunarstjórninni hefði slíkt ef til vill verið rétt en svo er ekki vegna misviturra stjórnmálamanna sem halda um stjórnvölinn í flokknum í dag og lengi undanfarið.Óli Björn  nefnir sem dæmi um afrek Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði,að um síðustu áramót hafi með nýjum lögum um almannatryggingar kjör aldraðra verið bætt meira en áður í marga áratugi.Og hver var hækkun lífeyris um áramót? Jú lífeyrir aldraðra í hjónabandi og sambúð var þá hækkaður um 12 þúsund kr á mánuði eftir skatt,6,5%.Hækkun einhleypra var örlítið hærri. En Óli Björn sjálfur fékk sem þingmaður á síðasta ári 45% kauphækkun og laun hans hækkuðu um hátt á fjórða hundrað þúsund  kr og fóru í 1,1 milljón kr á mánuði. Lífeyrir aldraðra fór í 197 þús á mánuði eftir skatt.Þingmenn hafa verið að taka sér afturvirkar hækkanir á undanförnum árum en þeir felldu að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar hækkanir. Sjálfsagt hefur Óli  Björn greitt atkvæði gegn því að aldraðir og öryrkjar fengju slíka hækkun.

Almannatryggingarnar fóru vel af stað. En það er búið að eyðileggja þær í dag.Sjálfstæðisflokkurinn á stærsta þáttinn í því skemmdarverki. En því miður hafa allir flokkar komið eitthvað að því verki.

Björgvin Guðmundsson


Framboð Sigmundar Davíðs getur haft mikil áhrif!

Stærstu tíðindin í íslenskum stjórnmálum í dag er tilkynning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að hann væri að ganqa úr Framsóknarflokknum og að stofna nýjan stjórnmálaflokk.Í gærdag bárust síðan fregnir af því,að allmargir málsmetandi Framsóknarmenn hefðu sagt sig úr Framsóknarflokknum,þar eð þeir ætluðu að fylgja Sigmundi.Stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar sagði sig öll úr Framsóknarflokknum eins og hún lagði sig. Hún ætlar að fylgja Sigmundi Davíð.Nokkrir formenn framsóknarfélaga úti á landi tilkynntu úrsögn sína úr flokknum. Þeir ætluðu aðp fylgja Sigmundi Davíð. Þorsteinn Sæmundsson fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins tilkynnti,að hann hefði ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum.Hann fylgir Sigmundi Davíð.

Erfitt er að segja í dag um það hvaða áhrif framboð Sigmundar Davíð muni hafa á úrslit kosninganna og sérstaklega hvaða áhrif það muni hafa á fylgi Framsóknarflokksins.Reikna má með, að framboðið muni valda Framsóknarflokknum talsverðum skaða.Einnig er líklegt að framboðið hafi áhrif á fylgi annarra flokka,þ.e. það taki eitthvað fylgi frá öðrum flokkum einnig.Mitt mat er það,að framboð Sigmundar Davíðs muni fá a.m.k. 5 þingmenn.Gangi það eftir gæti það haft áhrif á á myndun ríkisstjórnar.

Björgvin Guðmundsson

 


Bjarni lækkaði frítekjumarkið um áramót; lofar nú að hækka það aftur eftir kosningar!

Bjarni Ben  lækkaði frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund kr á mánuði um síðustu áramót.Á kosningafundi í gær lofaði hann að hækka frítekjumarkið aftur nærri því eins mikið og það var lækkað eða í 1oo þúsund kr eftir kosningar.Hann er nýbúinn að segja við Þorstein Víglundsson félagsmálaráðherra að hann megi ekki hækka þetta strax. Ekki séu til peningar! Hann lét Þorstein segja,að hann gæti ef til vill hækkað þetta á 5 árum,þ.e. skv 5 ára áætlun!Nú hefur Bjarni fundið peninga. Þetta er staðfesting á því sem baráttumenn aldraðra hafa sagt. Það eru nógir peningar til. En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur kosið að halda peningunum frá öldruðum og öryrkjum; hefur kosið að halda lífeyrinum við  fátæktarmörk og nánast bannað þeim að vinna.Það hefur verið níðst á kjörum aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


Tillaga Bjarna um stjórnarskrána er fráleit!

Árið 2012 lagði ríkisstjórn Samfylkingar og VG fram tillögu um nýja stjórnarskrá,sem lögð var fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu það ár.Nýja stjórnarskráin hafði verið samþykkt í stjórnlagaráði og afgreidd þar samhljóða. Meðal annars var í nýju stjórnarskránni gert ráð fyrir,að aflaheimildir yrðu boðnar upp á uppboðsmarkaði og markaðsverð látið ráða.60 %  þjóðarinnar samþykkti nýju stjórnarskrána. En Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir afgreiðslu stjórnarskrárinnar á alþingi.Flokkurinn gat ekki sætt sig við að aðrir flokkar hefðu frumkvæði að breytingum á stjórnarskránni.Flokkurinn vildi fá að ráða breytingum sjálfur og að þær yrðu sem minnstar. Nú hefur Bjarni Ben lagt til ,að gerðar verði mjög litlar breytingar á stjórnarskránni og þær afgreiddar á 12 áruum. Það er fráleitt og kemur ekki til greina. Ég vona,að félagshyggjuflokkarnir afgreiði stjórnarskrána,sem þjóðin samþykkti í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Björgvin Guðmundsson


Hver er stefna VG?

Stjórnmálaflokkarnir búa sig nú undir kosningar og samhliða er strax farið að hugsa um það hvernig stjórn er æskilegast að fá eftir næstu kosningar.Ég hef sett fram þá skoðun,að æskilegast væri að fá félagshyggjustjórn eftir kosningar. Forustuflokkur í slíkri stjórn yrði væntanlega VG.

En hver er stefna VG? Er VG róttækur vinstri flokkur.Er það vegna slíkrar stefnu,að VG mælist nú hár í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.Eða er það af öðrum ástæðum sem VG gengur vel í skoðanakönnunum? Ég tel að kjörþokki formannsins,Katrínar Jakobsdóttur eigi stærsta þáttinn í velgengni VG í skoðanakönnunum.Hins vegar tel ég stefnu flokksins alls ekki mjög róttæka vinstri stefnu.Til dæmis hefur flokkurinn ekki verið fús til þess að gera róttækar breytingar á fiskveiðistjórnarfyrirkomulaginu ( kvótakerfinu) og VG hefur heldur ekki viljað gera miklar breytingar á landbúnaðarkerfinu.Ég hef heldur ekki talið stefnu VG í málefnum aldraðra og öryrkja nógu róttæka. En þrátt fyrir þessar athugasemdir tel ég VG að sjálfsögðu vinstri flokk og félagshyggjuflokk.( Umhverfisvernd er ekki vinstri stefna að mínu mati).Nauðsynlegt er að mínu mati,að allir félagshyggjuflokkarnir taki sig á í málefnum aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

 


Ríkið endurgreiði öldruðum allar eldri skerðingar!

 

Lífskjör aldraðra og öryrkja ,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggngum, eru óviðunandi .Það er engin leið að lifa af þessum lífeyri.Hann er svo lágur.Eldri borgari í sambúð eða hjónabandi hefur 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Þetta er ekki prentvilla.Upphæðin er ekki hærri en þetta. Þessi upphæð dugar ekki fyrir nauðsynlegustu útgjöldum enda langt undir neysluviðmiði velferðarrráðuneytisis og meðaltalsúgjöldum einstaklinga og heimila samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar. Það undarlega við þessar tölur er það, að þær eru tiltölulega nýjar eða frá síðustu áramótum.En þá voru sett ný lög um almannatryggingar eftir 10 ára undirbúningsstarf.Og niðustaðan fyrir aldraða og öryrkja var sú,sem skýrt er frá í upphafi þessarar greinar.Hvers vegna? Hver er skýringin á því, að stjórnvöld halda lífeyri aldraðra og öryrkja svona niðri? Ekki hafa fengist svör við því.

Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar

Kjör aldraðra,sem hafa lélegan lífeyrissjóð, eru lítið betri. Algengt er, að verkafólk og iðnmenntað fólk hafi 100 þúsund kr úr lífeyrissjóði á mánuði..Þeir,sem eru betur settir í þessum hópi eru ef til vill með 150-2oo þúsund úr lífeyrissjóði á mánuði. En sjóðfélagar í þessum lífeyrissjóðum sæta miklum skerðingum hjá almannatryggingum.M.ö.o: Sá sem hefur lífeyri úr lífeyrissjóði má sæta því að lífeyrir hans hjá almannatryggingum sé skertur verulega.Útkoman er svipuð og að farið sé beint inn í lífeyrissjóðina og lífeyrir þar skertur.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var því lýst yfir, að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar. Á það hafa eldri borgarar,sjóðfelagar, treyst.En við þetta hefur ekki verið staðið.Dæmi er um, að eldri borgari, sem aldrei hefur greitt neitt í lífeyrisjóð, hafi fengið jafnmikið frá almannatryggingum og sá sem alla tíð hefur greitt í lífeyrissjóð.Það er vegna skerðinganna.

Skerðingin verði afnumun!.

Byggst hefur upp mikil óágægja með lífeyrsssjóðina síðustu árin. Ef ríki og alþingi koma ekki til móts við sjóðfélaga getur illa farið.Ég tel að stefna eigi að því að skerðing lífeyris sjóðfélaga hjá TR vegna lífeyrissjóða verði afnumin.Það má gera það í áföngum. En það verður að afnema skerðinguna.Síðan þarf líka að greiða sjóðfélögum til baka það sem tekið hefur verið af þeim síðustu ár og áratugi.Miðað við forsöguna tel ég, að það haf verið ólögmætt að skerða lífeyrisgreiðslur eldri borgara (sjóðfelaga) jafnmikið og gert hefur verið undanfarna áratugi.Það verður því að endurgreiða eldri borgurum þessar fjárhæðir. –Það skiptir engu máli þó endurgreiðslan verði kostnaðarsöm fyrir ríkið.Áður hefur ríkið sparað sér mikla fjármuni með því að stunda umræddar skerðingar.Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu.



Björgvin Guðmundsson


Birt í Mbl. 21.sept.2017
 

Sjálfstæðisflokkurinn viðriðinn spillingarmál!

 

 Spurning er hvort Sjálfstæðisflokkurinn er stjórntækur eftir að hann varð að hrökklast frá vegna trúnaðarbrests í ríkisstjórninni út af kynferðisafbrotamálum og meðmælabréfum með uppreist æru til kynferðisafbrotamanna.Í samsteypustjórninni, sem hefur sagt af sér, varð Sjálfstæðisflokkurinn uppvis að því að láta   eigin ráðherra fá trúnaðarskjöl um kynferðisafbrotamál en synja meðráðherrum sínum um skjölin á þeim forsendum,að þau væru trúnaðarmál.

Jafnframt sýndi það sig í fráfarandi samsteypustjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði þar með harðri hendi og kúgaði samstarfsflokkana.Samstarfsflokkarnir,Björt framtíð og Viðreisn, komu engum málum fram og þeir réðu engu.Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki ráðið meira þó hann hefði verið einn í stjórn! Það laðar ekki aðra flokka til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, þegar þeir hafa séð hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hagar sér við samstarfsflokkana.Tekið skal fram, að fráfarandi ríkisstjórn var fyrsta ríkisstjórnin, sem Bjarni Benediktsson myndar og veitir forstöðu.Stjórn hans entist aðeins í 8 mánuði; það er einhver styttsta ríkisstjórnin á lýðveldistímanum.

Sjálfstæðisflokkurin hefur löngum verið tengdur við alls konar spillingarmál. Málið, sem felldi ríkisstjórnina nú, er aðeins eitt nýtt slíkt mál. Fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar,sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veitti upphaflega forstöðu, hrökklaðist frá vegna spillingarmála. Í ljós kom, að Sigmundur Davíð forsætisráðherra og kona hans voru í svonefndum Panamaskjölum,sem upplýstu hverjir geymdu fjármuni í skattaskjólum. Í ljós kom,að Bjarni Benediktson fjármálaráðherra var einnig í Panamaskjölunum.Panamakjölin felldu Sigmund Davíð en Bjarni Benediktsson stóð þau af sér.Rétt er sð halda því til haga,að ekki er unnt að fá neinar upplýsingar um skattaakjól.Menn geta verið með marga milljarða í skjóli þar en sagt eigin skattyfirvöldum, að þeir séu með örlitla upphæð þar.Engin leið er að fá það rétta fram.Það eitt að setja fjármuni í skattaskjól er alvarlegt mál og sýnir,að ætlunin var að komast hjá lögbundnum skattgreiðslum.Það þýðir hærri skatta á aðra þegna landsins

Björgvin Guðmundsson

 


Bragð er að þá barnið finnur!

Á sjónvarpsstöðinni INN hefur lengi verið umræðuþáttur,sem hefur verið einstakur að því leyti,að allir þáttakendur hafa verið úr sama flokki,þ.e. Sjálfstæðisflokknum.Fyrir nokkrum dögum heyrði ég hlut úr þættinum.Þáttakendur voru þá Jón Kristinn stjórnmálafræðingur,Hallur Hallsson blaðamaður og Ingvi Hrafn þáttastjórnandi,sem stýrði þættinum.Rætt var m.a. um stjórnarslitin og stjórnmálaástandið.Það,sem vakti athygli mína, voru ummæli Jóns Kristins um málefni aldraðra. Jón Kristinn sagði,að það væri góðæri í landinu og það væri furðulegt, að í svo góðu ástandi væri ekki verið að bæta kjör aldraðra í landinu.Þeir hefðu það slæmt og ættu að fá hlutdeild í góðærinu.Þetta þóttu mér athyglisverð ummæli frá manni, sem er í framvarðarsveit Sjálfstæðisflokksins. Slíkir menn eru vanir að gapa upp í foringjana og éta upp eftir þeim,að aldraðir hafi það gott; kjör þeirra hafi verið bætt svo mikið! En það má segja vegna ummmæla Jóns Kristins: Bragð er að þá barnið finnur.

Björgvin Guðmundsson


Einræðisstefna Bjarna kom honum í koll!

Það er mikil ólga í þjóðfélaginu út af kynferðisafbrotum og uppreist æru til kynferðisafbrotamanna.Það er gífurleg óánægja í Bjartri framtíð og Viðreisn út af þessum málum og út af trúnaðarbresti milli Sjálfstæðisflokksins og samstarfsflokkanna.En ég tel,að stjórnin hefði ekki enst lengi þó þetta mál hefði ekki komið til.Vinnubrögð Bjarna og Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfsflokkunum voru slík,að stjórnin bar dauðann í sér. Bjarni stjórnaði ríkisstjórninni eins og einræðisherra.Hann tilkynnti samstarfsflokkunum strax á fyrsta fundi,að ekki yrðu látnir neinir nýir peningar í innviðina.Hann boðaði strax sveltistefnu og gaf samstarfsflokkunum langt nef.Óttar átti ekki að fá neina nýja peninga í heilbrigðismálin.Eins var með önnur stefnumál samstarfsflokkanna eins og þjóðaratkvæði um aðildarviðræður að ESB; þeim var ítt út af borðinu.Bjarni lagði aðaláherslu á að sýna vald sitt  í ríkisstjórninni en ekki að taka neitt tillit til samstarfsflokkanna. Þannig er ekki unnt að reka samsteypustjórn. Bjarni virðist ekki hafa kunnað til verka. Hann hefði átt að kynna sér vinnubrögð Ólafs Thors og Bjarna Ben eldri.Ef hann hefði gert það hefði stjórnin enst lengur.

Það var búið að reka stjórnina þannig,að það mátti ekkert út af bera. Þegar kynferðisafbrotamálin komu upp var þetta búið. Sjálfstæðisflokkurinn verður að finna sér annan leiðtoga.Bjarni þarf að taka sér frí. Sennilega yrði Guðlaugur Þór miklu betri. Hann er manneskulegur og yfirvegaður.

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband