Færsluflokkur: Bloggar

Almannatryggingar áttu að vera fyrir alla

 

Árið 1944 tók við völdum ríkisstjórn,sem kölluð var Nýsköpunarstjórnin.Í ríkisstjórninni sátu þessir flokkar: Alþýðuflokkur,Sjálfstæðisflokkur og Sósialistaflokkur.Alþýðuflokkurinn setti það skilyrði fyrir aðild að stjórninni, að sett yrðu lög um almannatryggingar.Það var samþykkt.Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, var forsætisráðherra.Lög um almannatryggingar voru sett 1946 og sagði Ólafur Thors þá, að þau ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags. Ólafur sagði ennfremur, að almannatryggingalögin ættu að vera framsækin og íslensku almannatryggingarnar að verða í fremstu röð slíkra trygginga  í Evrópu.Og þetta gekk eftir í fyrstu. Almannatryggingarnar íslensku voru fyrstu árin í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu.En síðan fóru þær að dragast aftur úr.  

Íslendingar reka lestina í dag 

Og í  dag reka Íslendingar lestina, þegar slíkar tryggingar eru bornar saman.Hvað hefur gerst? Hvers vegna hefur Ísland ekki getað haldið í við hin löndin á þessu sviði? Er Það vegna þess að efnahagur Íslands sé í kalda koli?.Eða er það vegna þess að Íslendingar séu svo fátækir? Svarið er nei. Ísland er 11.ríkasta landið í heimi í dag.Og ráðherrarnir tala stöðugt um, að hagvöxtur sé mjög mikill hér, meiri en í grannlöndunum og efnahagsmál séu í mjög góðu lagi hér! 

Stjórnmálamennirnir hafa brugðist 


Það er íslenskum stjórnmálamönnum að kenna, að  Ísland hefur dregist aftur úr öðrum þjóðum á sviði lífeyrismála aldraðra, þ.e. varðandi greiðslur ríkisins til eftirlauna aldraðra.Það er sama  hvort litið er á Norðurlönd eða OECD. Framlög ríkisins til eftirlauna aldraðra eru miklu minni hér  en á hinum Norðurlöndunum eða hjá OECD ríkjum. Það,sem á stóran þátt í þessari útkomu, er mikil skerðing ríkisins á lífeyri almannatrygginga  til aldraðra  vegna greiðslna  til þeirra úr lífeyrissjóðum.Slíkar skerðingar eru miklu meiri hér en á hinum Norðurlöndunum.Stjórnmálamenn hafa fallið fyrir þeirri freistingu að grípa til slíkra skerðinga til þess að spara fyrir ríkið.


Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við TR 

Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var meiningin, að þeir yrðu hrein viðbót við almannatryggingar.Alþýðusamband Íslands lýsti því yfir 1969, að svo ætti að vera og margir verkalýðsleiðtogar  staðfesta, að þessi hafi verið meiningin.Margir eldri borgarar á eftirlaunaaldri  telja það hrein svik , að vikið skuli hafa verið frá þessu.

 

Stöðva verður skerðingu lífeyris!

Brýnt er að stöðva skerðingu lífeyris almannatrygginga til eldri borgara, sem fá lífeyri úr lífeyrissjóðum af tveimur ástæðum:1) vegna þess,að gert var ráð fyrir því í upphafi ,að lífeyrissjóðir yrðu hrein viðbót við almannatryggingar 2) vegna þess að það er réttlætimál að afnema umrædda skerðingu. Bæta má við þriðju ástæðunni.Hún er sú,að það kostar ríkið lítið sem ekkert að afnema þessa skerðingu

 

Staðan er misjöfn 

Að mínu ,mati er staða margra eldri borgara mjög slæm í dag.Verst er staða þeirra, sem ekki hafa neinn lífeyrissjóð.Þar er um að ræða talsverðan hóp  fólks ,t.d. heimavinnandi húsmæður,sem misst hafa maka sinn  eða hafa verið einhleypar og hafa ekki greitt í í lífeyrissjóð, einyrkja, sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóð eða sáralítið,eldri borgara,sem misst hafa heilsuna og lífeyrisþega, sem greitt hafa í lífeyrissjóði, sem orðið hafa gjaldþrota.-  Ófaglært verkafólk og ýmsir iðnaðarmenn eru í lélegum lífeyrissjóðum.Það bætist síðan við, að þessir aðilar sæta skerðingu tryggingalífeyris frá TR vegna lífeyrissjóða. Þessir aðilar eru nokkru betur settir en þeir sem hafa engan lífeyrissjóð en það munar ekki mjög miklu. En best eru þeir settir,sem hafa góðan lífeyrissjóð,hafa skuldlítið eða skuldlaust húsnæði eða varasjóð, t.d. vegna sölu eigna.

Brýnt er að bæta kjör þeirra,sem eru illa staddir. 

Ég hef oft bent á,að staða eldri borgara er betri á hinum Norðurlöndunum en hér enda greiðslur ríkisins til eftirlauna mun minni hér ,ef miðað er við hlutfall ad vergri landsframleiðslu.Grunnlífeyrir er greiddur á hinum Norðurlöndunum en hér hefur hann verið lagður niður. Ljóst er að ráðamenn hér vilja breyta almannatryggingum í fátækraframfærslu sem er þverröfugt við það sem ákveðið var í upphafi og kom skýrt fram í yfirlýsingu Ólafs Thors 1946.Þessu hefur ekki verið breytt lögformlega.Athyglisvert er,að á hinum Norðurlöndunum og víða í Evrópu hlakka eldri borgarar til þess að komast á eftirlaun sem fyrst en hér vilja eldri borgarar fá að vinna sem lengst.Þeir telja sig ekki hafa efni á því að fara á eftirlaun!

Björgvin Guðmundsson

Mbl.20.des.2018

 

 

 

Hótar að afturkalla lítið sem ekki neitt!

 
 
Á forsíðu Mbl í dag hótar fjármálaráðherra að afturkalla sáralitlar lækkanir á tekjuskatti (lítið sem ekkert) sem lofað hafði verið. Samtök atvinnulífsins hafa ekkert boðið í kjaraviðræðunum,ekki einu sinni 1% en BB finnst samt öruggara að hóta verkalýðshreyfingunni því strax,af ef samið verði um meiri launahækkanir en grundvöllur er fyrir að hans áliti þá verði litlar sem engar lækkanir á tekjuskatti afturkallaðar!.M.ö.o: Áður en SA býður þetta 1 prósent,sem verður tilboð atvinnurekenda hótar ríkisstjórnin að afturkalla þessa hungurlús skattalækkana,sem boðin hafði verið.BB er greinilega ekki nógu ánægður með KJ forsætisráðherra þó hún hafi sagt,að hún vissi ekki hvort grundvöllur væri fyrir nokkrum launahækkunum.En það var ekki nóg.Það þarf enn neikvæðari afstöðu að áliti BB. Spurning er hvar ríkisstjórnin verður staðsett á litrófinu: Hægri,miðju,últrahægri eða hvað?
 
Björgvin Guðmundsson

Launahækkanir: Þingmenn 70%,aldraðir 23,8%!

 

Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur hækkað miklu minna en laun undanfarin ár.Lífeyrir hefur dregist aftur úr í launaþróuninni enda þótt tilskilið sé í lögum,að lífeyrir fylgi launaþróun.Það hefur verið farið á svig við þetta lagaákvæði og níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum.Það er því alrangt sem haft er eftir fjármálaráðherra um þetta efni í DV fyrir skömmu.En þar var fullyrt,að aldraðir og öryrkjar hefðu fengið meiri hækkanir en aðrir launahópar.Engar tölur voru nefndar í þeirri grein og því erfitt að henda reiður á það hvað maðurinn var að fara.En þetta voru allt rangfærslur.Allt var rangt,sem haft var eftir ráðherranum.
 
Á tímabilinu 2015 til 2016,bæði ár meðtalin,hækkuðu laun þingmanna um 70%. En lífeyrir hækkaði aðeins um 23,8.Laun þingmanna hækkuðu um 450.000 kr. En lífeyrir hækkði aðeins um 46 þús kr hjá giftum ellilífeyrisþegum og sambúðarfólki. Kjararáð hækkaði laun alþingismanna þrisvar sinnum á einu ári 2015 til 2016. Þingfararkaup hækkaði um tæplega 70%.. Á kjördag 2016 hækkaði Kjararáð þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent, þ.e. um 338.254 krónur á mánuði. Mánaðarlaun alþingismanna eru eftir það 1.101.194 krónur á mánuði.
Í nóvember 2015 tók Kjararáð ákvörðun um að hækka laun skjólstæðinga sinna afturvirkt, frá 1. Mars 2015. Þingfararkaup hækkaði þá um 9,3% og fór úr 651.446 krónum í 712 þúsund krónur. Þingfararkaupið hækkaði svo aftur frá og með 1. júní það ár um 7,15% og fór í 762.940 krónur.Með 45% hækkuninni hækkaði kaupið um 338.254 kr og fór í 1,1 milljón kr.
Ef litið er á hækkun kaups láglaunafólks í samanburði við hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja verður svipað upp á teningnum: Lágmarkslaun hækkuðu miklu meira en lífeyrir. Á tímabilinu 2015-2018 hækkuðu lágmarkslaun um 40%. Sem fyrr segir hækkaði lífeyrir aðeins um 23,8%.Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% 14.mai 2015 eða um 31 þús kr á mánuði og fóru í 245 þús á mánuði en alls hækkuðu lágmarkslaun um 40% á næstu 3 árum þ.e. til 2018 og fóru í 300 þús á mánuði.-Það,sem skiptir þó mestu máli er,að stjórnmálamenn halda lífeyri niðri við fátæktarmörk,svo ekki er unnt að lifa af honum ( 243 þús á mán hjá einhleypum öldruðum eftir skatt)
Framangreindar staðreyndir leiða í ljós,að það hefur verið níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum og er gert enn. Þar hefur engin breyting orðið á þó „róttæki sósialistaflokkurinn“ hafi gengið í lið með íhaldi og framsókn!
 
Björgvin Guðmundsson
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Strandar málið á forsætisráðherra?



Ellert B.Schram situr á þingi um skeið sem varaþingmaður Samfylkingarinnar.Hann spurði fjármálaráðherra að því í gær hvort ekki væri unnt að bæta kjör lægst launuðu aldraðra,þ.e. þeirra ,sem eingöngu hefðu lífeyri frá almannatryggingum; staða þeirra væri mjög slæm.Bjarni svaraði og sagði,að þetta væri einmitt sá hópur,sem hann vildi aðstoða! En á hverju stendur þá?Strandar málið á forsætisráðherra? Menn hafa talið,að málið strandaði á fjármálaráðherra en ef svo er ekki hver stöðvar þá málið? Er það forsætisráherra eða Sigurður Ingi? Gott væri að tá svar við því Allt árið hefur verið íttt á ríkisstjórnina: að bæta kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja.Og allt árið hafa svörin vertið undanbrögð.Fyrsta svarið var: Þetta verður athugað í vor.Vorið leið og ekkerr gerðist.Ríkisstjórnin skipaði starfshóp,sem átti að leysa málið; ekkert hefur komið frá honum.Ellert hélt,að hækkun lífeyris mundi koma fram í fjárlögum.Það gerðist ekki. Raunhækkun í þeim er engin.En nú kemur fjármálaráðherra fram og segist endilega vilja bæta kjör lægst launuðpu eldri borgara.Er hann að gera grín að alþingi? Er hann að gera grín að Félagi eldri borgara í Rvk sem allt árið hefur beðið eftir aðgerðum,sem mundu bæta kjör aldraðra.Er ekki lágmark að stjórnmálamennirnir tali þannig,að unnt sé að taka þá alvarlega?Eða er alþingi leikhús?

Björgvin Guðmundsson


Mikið bruðl og óhóf hjá ríkisstjórn og þingmönnum

 

Birtar hafa verið upplýsingar um mikla aukningu ríkisframlaga til stjórnmálaflokkanna. Þeir fengu 648 millj kr í ár og munu fá 40 millj kr meira næsta ár.Ráðnir verða 17 nýir aðstoðarmenn flokkanna á kostnað ríkisins og þannig má áfram telja.Bruðlið er óhóflegt.Á sama tíma sést,að bruðlið hjá þingmönnum ætlar engan endi að taka.Þingmenn fá óhóflegar greiðslur.Þeir fá 1,1 milljón kr á mánuði í laun þó þeir geri ekkert; sitji og taki ekki til máls eða flytji enga tillögu.En ef þeir taka að sér einhver aukastörf,eins og formennsku í nefnd,varaforsetastörf þingsins eða formennsku í flokki fá þeir miklar aukagreisðlur.Þingmaður sem tekur að sér formennsku í nefnd fær 165 þús kr. aukalega á mánuði,einnig ef hann er varaforseti alþingis. Formaður í flokki fær 550 þús.kr á mánuði í aukagreiðslu frá skattgreiðendum.Hvers vegna eiga skattgreiðendur að greiða þóknun flokksformanna.Er ekki eðlilegra að flokkarnir sjálfir greiði það? Síðan eru alls konar aukagreiðslur: Styrkur til að kaupa farsíma,aksturspeningar,sem hafa verið misnotaðir,skrifstofustyrkir og alls konar ferðastyrkir. Venjulegir ríkistarfsmenn fá dagpeninga,þegar þeir fara til útlanda á vegum ríkisins og verða að greiða allan kostnað með dagpeniingunum en þingmenn geta sent reikning fyrir hótelkostnaði til alþingis en fengið samt hálfa dagpeningaupphæð! Ráðherrar senda hótelreikninginn heim en fá samt fulla dagpeninga. Það eru engin takmörk fyrir bruðlinu.-Ráðherrar hafa fjölgað aðstoðarm0nnum mikið.Þegar fyrstu aðstoðarráðherrar voru ráðnir átti að vera einn hjá hverjum ráðherra á deildarstjóralaunum en í dag eru margir aðstoðarmenn hjá hverjum ráðherra á launum sem skaga hátt upp í ráðherralaun.Bruðl.Bruðl!
Á sama tíma og ríkisstjórn og þingmenn velta sér í peningum og óhófi geta þeir ekki samþykkt lífeyri fyrir aldraða og öryrkja,sem dugar til framfærslu Svo naumt er skammtað,að lífeyrir þeirra lægst launuðu dugar ekki fyrir lyfjum og læknishjálp og stundum ekki fyrir mat!!

 
Björgvin Guðmundsson

Lífeyrir á að hækka um 1-2%?

Margir undrast það hvers vegna lífeyrir aldraðra hefur ekki hækkað um 1 krónu allt þetta ár og raunar ekkert hækkað fyrir frumkvæði stjórnarinnar allt frá valdatöku KJ.Og víst er þetta undrunarefni.En skýringin liggur fyrir: Samtök atvinnulífsins segja,að ekki sé svigrúm fyrir meiri launahækkun en 1-2%.Og KJ segir,að ekki sé víst,að svigrúm sé fyrir neinum launahækkunum.BB leggur þá línu,að ekki megi hækka lífeyri neitt áður en samið verði á almennum vinnumarkaði.Ef SA og KJ tekjst að halda launahækkunum niðri við 1-2% mun lífeyrir heldur ekki hækka meira en 1-2%.Eftir þessu er beðið!

Björgvin Guðmundsson


Theresa May stóðst vantraustið en er í klúðri með Brexit

Í gærkveldi fór fram atkvæðagreiðsla í þingflokki íhaldsmanna í Bretlandi um það hvort Therea May nyti áfram trausts sem leiðtogi og forsætisráðherra. Hún stóðst vantraustið með 200:117 atkvæðum En hættan er samt ekki liðin hjá.May hefur enn ekki komið Brexit í gegnum þingið; talið að meirihluti þingmanna sé á móti samningum,sem May kom með frá ESB og nú er hætta á að Verkamannaflokkurinn leggi fram vantrauststillögu í þinginu á stjórn May,sem gæti farið í gegn.
Útganga Breta úr ESB hefur frá upphafi verið eitt klúður.Bretar ætluðu upphaflega að fara úr ESB þannig,að þeir losnuðu við að taka við miklum fjölda innflytjenjda en gætu áfram fleytt rjómann af samningi við ESB. EN þeir komust fljótlega að því að þetta var ekki hægt.Samningurinn sem Theresa May fékk við ESB var aðeins hálf útganga og varla það.Samningurinn gerir ráð fyrir,að Bretland verði áfram í tollabandalaginu en það var ekki meining þeirra,þegar þegar þeir samþykktu Brexit.Þetta þýðir t.d. að þeir gætu ekki gert fríverslunarsamninga við aðrar þjóðir eins oig þeir gerðu sér vonir um. - ESB er tollabandalag en auk þess mjög víðtækt samstarf um frelsin fjögur, viðskipti,fjármagnsflutninga,frjálsa för og frjálsa þjónustu.Auk þess er margvíslegt annað samstarf.Bretum var strax gert ljóst,að þeir gætu ekki komið sér undan ábyrgð af flóttamönnum.Þeir verða að taka á móti öllum innflytjendum frá fyrrverandi samveldislöndum, bundnir af samþykktum Sþ eins ig aðrir og sem Evrópuþjóð verða þeir að axla ábyrgð af flóttamannavandamálinu í Evrópu.Um leið og þeir fóru að semja við ESB um eiitthvað áframhaldandi samstarf kom flóttamannavandamálið einnig á dagskrá.-Þingmenn íhaldsins,sem samþykkty Brexit eru ekki ánægðir með samning May um að vera áfram í tollabandalagi ESB. Talið er að samningurinn verði felldur. Hvernig May leysir það mál er ráðgáta. Talið er að hún haldi ekki leiðtogasætinu lengi.
 
Björgvin Guðmundsson

Aldraðir og öryrkjar sniðgengnir á alþingi!

Fjárlög fyrir árið 2019 hafa verið afgreidd.Þar kemur vel fram hver forgangsröð ríkisstjórnarinnar er:Lægst launuðu aldraðir og öryrkjar eru algerlega sniðgengnir.Þeir hafa ekki fengið eina krónu í hækkun á árinu 2018 frá ríkisstjórninni og þeir fá ekki eina krónu í raunhækkun árið 2019.Hins vegar fá útgerðarmenn 4 milljarða í jólagjöf frá ríkisstjórninni til þess að þeir geti haldið áfram að fjárfesta í öðrum atvinnugreinum; þeir eru að hagnast óeðlilega m.a. vegna þess að þeir greiða ekki eðlilegt afgjald fyrir afnotin af sameiginlegri auðlind þjóðarinar.
Samfylkingin,Ágúst Ólafur Ágústsson,flutti mjög róttæka breytingatillögu við fjárlögin í fjárlaganefnd;lögðu til,að framlag til aldraðra hækkaði um 4 milljarða og framlag til reksturs hjúkrunarheimila yrði stórhækkað í samræmi við óskir Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þessar tillögur voru felldar af stjórnarflokkunum; engu líkara en þeir séu á móti öldruðum og öryrkjum-Á sama tíma og ríkisstjórnin heldur lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk eykst bruðlið á alþingi stöðugt.Framlög til stjórnmálaflokkanna voru hækkuð mikið við afgreiðslu fjárlaga; þá voru til peningar.Og ekkert lát er á aukagreiðslum til þingmanna.Ég hef lagt til,að þær verði felldar niður, þar eð fasta kaupið,þingfararkaupið,er orðið svoi hátt.Fasta kaupið er 1,1 milljón kr á mánuði, það dugar og ekki þarf neinar aukagreiðpslur til viðbótar.Formenn nefnda fá 15% álag á þingfararkaup til viðbótar,formenn stjórnmálaflokka fá 50 % álag til viðbótar. Til samanburðar má nefna,að aldraðir og öryrkjar hafa aðeins 239 þús kr fyrir skatt,giftir en 204 þús kr eftir skatt. Þingmenn sem ekki vilja leiðrétta þessa hungurlús ættu að reyna að lifa á þessari upphæð!
 
Björgvin Guðmundsson
 

Stöðva á allt ofbeldi og taka á því,einnig gagnvart öryrkjum!

Háværar raddir eru uppi um það,að taka þurfi á því ofbeldi,sem þingmennirnir,sem voru drukknir á Klausturbar beittu gagnvart öðrum þingmönnum.Ég tek undir það.En ekki er síður ástæða til þess að taka á því ofbeldi,sem stjórnvöld beita öryrkja í krónu móti krónu skerðingar málinu.Það ofbeldi hefur nú staðið í 23 mánuði og ekkert lát er á því.Þetta er ofbeldi stjórnvalda (ríkisstjórnar) gagnvart öryrkjum.Það hófst nokkru fyrir áramótrin 2016/2017 þegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tilkynnti Öryrkjabandalaginu,að hætt væri við að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum þó haldið væri við að afnerma þessa skerðingyu gagnvart öldruðum (vegna þess að öryrkjar vildu ekki samþykkja starfsgetumat).Þessi vinnubrögð voru ekkert annað en ofbeldi og kúgun.En þau hafa haldist í 23 mánuði án tillits til hvaða ríkisstjórn hefur verið við völd.Og þetta ofbeldi helst enn enda þótt "róttæki sósialistaflokkur KJ" sé í stjórn og ef eitthver breyting er þá hafa skrúfurnar verið hertar. Þegar Þuríður Harpa Sigurðardóttir var kosin formaður Öbi kom hún í viðtal á Hringbraut sjónvarpsstöð.Þar upplýsti hún að stjórnvöld vildu láta öryrkja fá kjarabætur sem skiptimynt fyrir annað (starfsgetumat) Þar með upplýsti hún að stjórnvöld væru að beita Öbi ofbeldi! Og í ræðu sem Þuríður Harpa flutti á Austurvelli 1.desember á fullveldisafmælinu talaði hún tæpitungulaust um,að stjórnvöld væru að beita öryrkja ofbelfi og kúgun!! Þetta er stóralvarlegt mál og það þarf hugrekki til þess að upplýsa slíkt á opinberum vettvangi- Ekki er unnt að láta þessi vinnubrögð,þetta ofbeldi kyrrt liggja lengur. Það verður að taka á því.Þetta er mannréttindabrot og ef til vill líka hegningarlagabrot.Þetta eru eins konar viðskipti.Það er sagt við öryrkja: Ef þið samþykkið starfsgetumat fáið þið afnám krónu móti krónu skerðingar.Annars ekki. Þetta er kaupskapur.,Hrossakaup. Ég tel þetta kolólöglegt.- Mikið er talað um það núna að þingmennirnir á Klausturbar hafi beitt aðra þingmenn ofbeldi t.d. gagnvart Albertínu,þingmanni Samfylkingar og gagnvart Lilju Alfreðsdóttur ráðherra Framsóknar..Og ég er sammála því og það þarf að taka á því. En það þarf líka að taka á ofbeldi ríkisstjórnarinnar gagnvart öryrkjum.Það dugar ekki að loka augunum fyrir því lengur.

Björgvin Guðmundsson

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

  1.  

Aðild VG að stjórninni: DÝRKEYPTUR HÉGÓMI!

 

 

Hvers vegna er "róttæki sósialistaflokkurinn" í þessari ríkisstjórn með íhaldi og framsókn? Ekki er það til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa ekki verið bætt um eina krónu á fyrsta ári stjórnarinnar! Ekki er það til þess að bæta kjör láglaunafólks. Stefnan er sú að halda launum láglaunafólks niðri á þeim forsendum að ekki sé svigrúm til launahækkana. Og ekki hefur verið gert neitt til þess að útrýma fátækt barna. Það er sama hvar borið er niður.Ekkert er gert í málum þeirra,sem minnst mega sína.Það virðist vera að það eina sem skipti máli sé hégóminn,þ.e. eftirsókn í "gæði" sem fylgja ráðherrastólunum,þ.e. fallegir ráðherrabílar,mikil hlunnindi og ferðir til útlanda um loftin blá. Þetta er allt hégómi. En það er dýrkeyptur hégómi, þar eð á meðan hann er í fyrirrúmi þá er ekki unnt að vinna að hagmunum þeirra,sem, minna mega sín í þjóðfélaginu. Áður en núverandi stjórn var mynduð var möguleiki að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum, vegna aðildar flokksins að spillingarmálum.En þá kom formaður róttæka sósialistaflokksins eins og frelsandi engill og leiddi Sjálfstæðisflokkinn og formann hans áfram til valda.Þess vegna er staðan eins og hún er.Þetta er dýrkeyptur hégómi.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband