Ráðherra fellur frá starfsgetumati!

Öryrkjabandalagið skýrir frá því, að félagsmálaráðherra hafi fallið frá því að hafa starfsgetumat í frumvarpinu um almannatryggingar en nú er miðað við læknisfræðilegt örorkumat.Öbi lagðist gegn starfsgetumatinu.Taldi það ekki nægilega vel  undirbúið.En ekki hefur neitt enn verið lagt fyrir alþingi um kjör öryrkja.Í frv. um almannatryggingar er aðeins fjallað um kjör aldraðra.Öbi vill að frítekjumörk haldi sér og skerðing verði rúm 38% eins og nú er en ekki 45% eins og lagt er til í frumvarpinu.

Ef allar skerðingar verða ekki felldar niður eins og ég hef barist fyrir er betra að hafa skerðingar óbreyttar og halda frítekjumörkum en að stórauka skerðingar eins og lagt er til í frumvarpinu.En krafan er: Afnám tekjutenginga.

Forstjóri TR segir að það verði dýrt að afnema allar skerðingar.Það er rétt en ríkið hefur sjálft komið sér í þessa stöðu. Það sá ofsjónum yfir því, að eldri borgarar fengju óskertan lífeyri,sem þeir höfðu lagt til hliðar alla sína starfsævi.Og fór að seilast í hann.Ég vorkenni rikinu ekki að greiða til baka. Því ber skylda til þess.Best er að það gerist strax.Nú eru nógir peningar til.

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur


Engar efndir á kosningaloforðum enn!

Nú er kominn oktober og nákvæmlega 4 vikur til þingkosninga.En samt bólar ekkert á því enn að stjórnarflokkarnir ætli að efna kosningaloforðin frá 2013 fyrir kosningar nú.Leiðtogar stjórnarflokkanna virðast vera að leika sama leikinn nú og í kosningunum 2013.Þeir lofa öllu fögru.Það má ekki á milli sjá hvor lofar meira,Bjarni Ben eða  Kristján Þór.Báðir lofa 300 þúsund króna lágmarkslífeyri,sem er 50 þúsund kr hækkun frá því sem nú er. en nú verður ekki tekið mark á neinum loforðum.Þingið er enn að störfum,þannig að unnt er að samþykkja hækkun strax á mánudag.Nú eru þessir menn við völd,þannig að þeir geta samþykkt strax á alþingi það,sem þeir lofa!

En athuga verður að ríkið tekur 60 þúsund krónur í skatt af 300 þúsund brútto,þannig að þetta er of lítið.240 þúsund nettó er of lítið miðað við hússaleigu og húsnæðiskostnað eins og hann er í dag.Eldri borgarar og öryrkjar vilja einnig að staðið verði við loforðið um að afnema tekjutengingar eins og Bjarni Ben lofaði 2013.Það á ekki að skerða lífeyrinn hjá TR neitt. Lífeyrissjóðir eiga að vera hrein viðbót við almannatryggingar.Það er mín krafa.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 1. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband