Lífeyrir almannatrygginga miðist við neyslukönnun Hagstofunnar

Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands nota einhleypingar til jafnaðar 321 þúsund krónur á mánuði í útgjöld (meðaltalútgjöld)Það er án skatta. Það jafngildir 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatta.Það er sambærileg tala og 246 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt,sem Tryggingastofnun greiðir einhleypum eldri borgurum og öryrkjum.Með öðrum orðum: Tryggingastofnun greiðir einhleypum eldri borgurum og öryrkjum 154 þúsund  krónur minna fyrir skatt á mánuði en nemur neyslukönnun Hagstofunnar.Eftir skatt er greiðslan til einhleypra lífeyrisþega 207 þúsund kr á mánuði eða 114 þúsund krónum minna á mánuði en nemur neyslukönnun Hagstofunnar.

Er til of mikils mælst,að lífeyrir til einhleypra aldraðra og öryrkja sé í samræmi við neyslu í landinu,í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Er tel ekki.Þjóðfélagið á að búa öldruðum og öryrkjum sómasamleg kjör. Eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta lifað með reisn.Lífeyrisþegar eiga að geta rekið tölvu og bíl.Það eru sjálfsögð mannréttindi. Það er ekki unnt af þeim lága lífeyri,sem ríkið skammtar lífeyrisþegum i dag. Og það verður ekki mögulegt þó lífeyrir hækki um 17 þúsund á mánuði.Það er hungurlús,sem breytir litlu.Þessi hungurlús dugar ekki.

Þegar þessar tölur eru skoðaðar sést, að það er hvergi nærri nóg fyrir aldraða og öryrkja að fá 280 þúsund á mánuði fyrir skatt um næstu áramót,224 þúsund eftir skatt eins og ríkisstjórnn leggur til.Þetta er 17 þúsund króna hækkun.

Félag eldri borgara í Reykjavik hefur margsinnis samþykkt,að lífeyrir aldraðra eigi að miðast við neyslukönnun Hagstofunnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 11. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband