Stjórnvöld hafa níðst á öldruðum og öryrkjum hvað eftir annað!

Er það ekki heimtufrekja af öldruðum og öryrkjum að vilja fá meiri hækkun lífeyris en þá hungurlús,sem ríkisstjórnin vill skammta þeim? Eru rúmlega 200 þúsund á mánuði ekki nóg fyrir lífeyrisþega.Ég segi nei.Sjálfir fengu ráðherrarnir 107 þúsund króna kaupuppbót  á mánuði í fyrra,afturvirka kaupuppbót í 9 mánuði.En um leið neituðu þeir öldruðum og öryrkjum um afturvirka kauphækkun.Þeir hafa yfir milljón á mánuði.

 Ef til vill hefðu aldraðir getað sætt sig við einhverja hungurlús núna ( 17000 kr rúmlega eftir skatt)ef þeir hefðu fengið hækkun samhliða launþegum 2015,þe, 14,5% hækkun,31 þús kr. En þeir voru látnir bíða í 8 mánuði og fengu fyrst 1.janúar 2016 9,7% hækkun eða 20 þúsund kr á móti 31 þús kr hækkun verkafólks,Aldraðir og öryrkjar fengu enga uopbót vegna þess að þeir þurftu að bíða í 8 mánuði.

1995 var skorið á tengsl milli lágmarkslauna ( vikukaups verkafólks) og lífeyris aldraðra og öryrkja.Þá lýstu stjórnvöld því yfir,að breytingin yrði hagstæðari öldruðum og öryrkjum.Árið 2006 var reiknað út hvað þessi breyting hefði skaðað aldraða og öryrkja mikið fjárhagslega.Í ljós kom,að það voru 40 milljarðar,hvorki meira né minna.Á þeim tíma,sem liðinn er síðan, má reikna með,að skaðinn sé álíka mikill eða aðrir 40 milljarðar.Þetta sýnir hvað stjórnvöld níðast mikið á öldruðum og 0ryrkjum.Þessir aðilar eru varnarlausir. Það er valtað yfir þá. Og síðan rétta stjórnvöld þeim einhverja mola,sem lífeyrisþegar eiga að vera ánægðir með. Það verður að setja  skýr ákvæði í lög um að lífeyrir hækki hverju sinni jafnmikið og lágmarkslaun og á sama tíma. Og verkalýðshreyfingin á að standa með kjarabaráttu eldri borgara. Það stendur verkalýðshreyfingunni næst  en hún hefur vanrækt það undanfarin ár.

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin mismunar öldruðum.Sennilega brot á stjórnarskránni

 

Meirihluti velferðarnefndar skilaði áliti og breytingatillögum vegna frumvarps um almannatryggingar í gær.Það er hið furðulegasta plagg.Það er enn verra en fregnir af tillögum ríkisstjórnarinnar gáfu til kynna.Ég sagði strax, þegar ég heyrði um tillögur ríkisstjórnarinnar, að það ætti að hækka lífeyri aldraðra um einhverja hungurlús. Svo lítið var þetta eftir skatt. En í gær kom í ljós, að þeir eldri borgarar, sem eru í hjónabandi eða i sambúð eiga ekki að fá sambærilega hækkun!. Ríkisstjórninni er greinilega mikið í mun að halda lífeyri sem flestra eldri borgara lágum enda þótt ekki sé unnt að lifa af þessum lífeyri. Ég minnist þess aldrei áður, að eldri borgurum hafi verið mismunað á þennan hátt við hækkun lífeyris. Að minu mati stenst slík minmunun ekki ; er sennilega  brot á stjórnarskránni,brot á jafnræðisreglunni. Stjórnarandstöðuflokkarnir brugðust illa við þessum furðulegu tillögum og kváðist ekki ætla að skilja þá aldraða eftir, sem væru í hjónabandi eða i  sambúð.

 Áður en þetta makalausa nefndarálit var lagt fram  gerði ríkisstjórnin sér vonir um, að  sæmileg sátt yrði á alþingi um  frumvarpið um almannatryggingar.Þær vonir hafa nú orðið að engu. Ríkisstjórnin hefur kastað stríðshanskanum með því að mismuna eldri borgurum eftir því hvort þeir eru giftir eða ógiftir. í sambúð eða einhleypir.- Þá eru málefni öryrkja einnig i uppnámi. Það á að meðhöndla þá eins en þó öllu verr.Það á einnig að mismuna öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða búa með öðrum en auk  er það svo eins og áður er getið, að hækkun sú, sem einhleypir öryrkjar eiga að fá verður tekin af framfærsluuppbót og rýrð fyrir hverja krónu, sem  þeir afla sér Krónu móti kronu skerðingin verður látin gilda gagnvart þeim á ný.Öryrkjum verður því mismunað á tvennan þátt.

Því verður tæplega trúað,  að þau vinnubrögð, sem fram koma i  nefndarálitinu og tillögunum,  séu runnin undan rifjum félagsmálaráðherra. Það eru greinileg embættismannamerki  á álitinu og tilllögunum  og öll  áherslu  lögð á tæknileg atirði  þar fremur en efnisleg.En ráðherra ber ábyrgð á framlagningu þessara plagga á alþingi ei að síður.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 12. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband