Tugir milljarða hafðir af lífeyrisþegum við svik á kosningaloforði!

Sjálfstæðisflokkurinn,flokkur fjármálaráðherra,tók það skýrt fram 2013 ,þegar hann gaf öldruðum og öryrkjum kosningaloforðið um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans,að það ætti að gera þetta STRAX.Það þýddu strax eftir kosningar.Loforð Framsóknarflokksins um sama efni mátti einnig skilja þannig,að þetta ætti að gerast strax.Það eru liðin 3 ár og 5 mánuðir síðan.

Með öðrum orðum: Aldraðir og öryrkjar áttu að fá 23% hækkun lífeyris,56580 kr á mánuði,strax eftir kosningar 2013.Það var svikið. Og þessi svik allan tímann síðan hafa kostað aldraðra og öryrkja tugi milljarða. Aldraðir og öryrkjar eru  41 þúsund talsins.Lauslegur útreikningur leiðir í ljós,að aldraðir og öryrkjar hafa  verið hlunnfarnir um 50 milljarða á þessu tímabili.Tekið hefur verið tillit til þess,að lífeyrir var lægri fyrri hluta tímabilsins.Síðan er ríkisstjórnin að guma af því stöðugt að hún sé að gera einhver ósköp fyrir lífeyrisþega í dag og talar um 5 -10 milljarðar.Það er aðeins lítið brot af því sem ríkisstjórnin skuldar lífeyrisþegum vegna svika á stærsta kosningaloforðinu,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum 2013.

Á tímabilinu 2013-2016 hefur síðan komið til sögunnar ný kjaragliðnun.Aðeins á árinu 2015 voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir um stórar upphæðir.Verkafólk samdi um 14,5% hækkun lágmarkslauna 1.mai. Ríkisstjórnin neitaði lífeyrisþegum um hliðstæða hækkun,sem þeir áttu rétt á.Eina hækkunin,sem lífeyrisþegar fengu á árin voru 3% 1.janúar 2015.Ef bæði árin,2015 og 2016 eru tekin saman er útkoman þessi: Lífeyrir hækkaði um 12,7% bæði árin en lágmarkslaun hækkuðu um 20,7%. bæði árin.Kjaragliðnun er 8% prósentustig eða 19.680 kr. Aðeins þetta,sem ríkisstjórnin hafði af lífeyrisþegum þessi tvö ár er svipað og hún segist ætla að láta lífeyrsþega fá um næstu áramót!

Fyrst hefur ríkisstjórnin af öldruðum og öryrkjum stórar upphæðir en kemur svo síðan til baka og segist af góðmennsku ætla að bæta kjör lífeyrisþega!Ég veit ekki hvað á að kalla þessi vinnubrögð.Ríkisstjórnin beitir blekkingum og svikum. Það er hið rétta.

 

Björgvin Guðmundsson


Tengsl lífeyris og lágmarkslauna voru slitin 1995.Hefur skaðað aldraða og öryrkja um 80 milljarða!

Í viðtali við Björgvin Guðmundsson í LIFDUNÚNA segir svo:

 

Björgvin segir að gera þurfi nýtt átak í því að virkja verkalýðshreyfinguna fyrir aldraða. „Ef stuðnings hennar nýtur ekki við, eiga eldri borgarar allt undir því hvernig liggur á stjórnvöldum hverju sinni. Hann segir að ákveðnar lagabreytingar sem gerðar voru í tíð Davíðs Oddssonar árið 1995 hafi stórskaðað kjör eldri borgara, en þá hafi verið skorið á það, að þau fylgdu beint þeim kjörum sem um samdist á vinnumarkaði hverju sinni. „Það hefur verið reiknað út hversu mikið þetta hefur skert kjör eldri borgara og það eru 80 milljarðar fram til dagsins í dag“, segir hann. „Verkalýðshreyfingin samdi í maí í fyrra, en hækkun til eldri borgara kom ekki fyrr en um áramót. Þetta hefur gerst trekk í trekk“. Það á ekki að halda eldri borgurum við fátækramörk

„Það á ekki að vera þannig með kjör aldraðra að þeim sé haldið við fátækramörk og að þeir rétt skrimti“ segir Björgvin. „Fólk á að fá að lifa með reisn, það á ekki að vera afgangsstærð þannig að menn sjái til í lokin, hvort þeir eigi eitthvað að fá. Af hverju eru aldraðir einhver afgangsstærð? Ég vil breyta þessu“. Hann segir að vissulega sé staðan misjöfn hjá eldra fólki. „Eins og ég hef alltaf sagt. Við erum að berjast fyrir þá sem búa við slæm kjör. Við erum ekki að berjast fyrir þá sem hafa það ágætt, sem er útbreiddur misskilningur hjá ýmsum. Það er stundum að heyra eins og eldra fólk borgi ekki skatta og sé byrði á þjóðfélaginu. En eldri borgarar hafa borgað skatta alla sína starfsævi og svo borga þeir skatt af öllu sem þeir fá. Það er ekki eins og þeir fái allt í vasann sem tekin er ákvörðun um að greiða þeim“.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 15. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband