Allar stéttir aðrar en aldraðir og öryrkjar hafa fengið miklar afturvirkar kjarabætur og uppbætur!

Það er fróðlegt að líta á hvernig stjórnvöld hafa meðhöndlað aldraða og öryrkja í kjaramálum í samanburði við ýmsar aðrar stéttir.Á árinu 2015 hlutu flestar stéttir afturvirkar kauphækkanir.Ráðherrar,alþingismenn,dómarar og umboðsmaður alþingis fengu allir miklar kauphækkanir fyrir jólin í fyrra og afturvirkar frá 1.mars 2015.Um leið og þessar stéttir fengu miklar fúlgur í vasann,upp í eina milljón,var fellt á alþingi að láta aldraða og öryrkja fá hógværar kjarabætur til baka,ekki frá 1.mars eins og framangreinda aðila,nei frá 1.mai.Þó hafði allt verkafólk samið um 14,5% kauphækkun frá 1.mai.En við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól  2015 gátu allir stjórnarþingmenn fengið sig til þess að fella afturvirka hækkun til aldraðra og öryrkja frá 1.mai eins og launafólk hafði fengið.Skyldi þeim ekki hafa liðið illa einhverjum að láta handjárna sig og hafa  sig í að neita öldruðum og öryrkjum um  hliðstæða hækkun og allir aðrir voru að fá. Löngu seinna voru 1 eða 2 stjórnarþingmenn að harma þetta.Og það voru engin rök færð fyrir nauðsyn þess að halda kjörum aldrðra og öryrkja niðri. Sennilega eru rökin þau sem Brynjar Nielsson notaði við afgreiðslu almannatrygginga á dögunum: Þetta á bara að  vera rétt fyrir framfærslu,sagði hann ( fátækraframfærsla)Og hann virðist telja og flestir þingmenn stjórnarflokkanna,að hungrlúsin sem stjórnin hefur skammtað öldruðum og öryrkjum dugi þó margoft hafi komið fram,að hún dugar ekki Og  sumir eiga ekki fyrir mat.Á þessu ári hefur það haldið áfram,að ýmsir embættismenn og stjórnarformenn hafa fengið háar afturvirkar kauphækkanir en á sama tíma var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri. Svo loks þegar stjórnarflokkunum þóknaðist að láta af hendi nokkra brauðmola til aldraðra og öryrkja létu þeir eins og þeir væru að stórhækka lífeyrinn ( það mesta í marga áratugi !!). Hjá öldruðum í sambýli og hjónabandi hækkar lífeyrir eftir skatt um 10 þúsund krónur.Og hjá einhleypum öldruðum hækkar hanm um 20 þúsund. En engin hækkun verður fyrr en um áramót.Hvar er uppbótin fyrir allan dráttinn á afgreiðslu málsins. Það dróst í 8 mánuði 2015 að lífeyrisþegar fengju kjarabætur og þeir hafa engar kjarabætur fengið á þessu ári síðan 1.janúar.Það verða komnir 11 mánuðir 1.janúar n.k. frá hækkun um síðustu áramót. Hvar er uppbót fyrir þann drátt. Hækkunin,sem ríkisstjórnin lofar lífeyrisþegum 2017 og 2018 nær ekki einu sinni þeirra hækkun,sem lífeyrisþegar eiga að fá samkvæmt stærsta kosningaloforðinu sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar 2013.Sannleikurinn er þessi: Þegar ríkisstjórnin segist vera að gera einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja er hún að níðast á þeim.Það er ekki unnt að kalla það annað, þegar aldraðir og öryrkjar sitja ekki við sama borð og aðrir í þjóðfélaginu.Þeir eru látnir sitja á hakanum og eru afgangsstærð. Þeir fá engar uppbætur eins og aðrir.

 

Björgvin Guðmundsson 


Öryrkjar gagnrýna ríkisstjórnina harðlega!

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands var haldinn á föstudag og laugardag. Þar kom fram mikil óánægja með ríkisstjórnina og afgreiðslu hennar á nýjum lögum um almannatryggingar.En heita má,að öryrkjar hafi að mestu verið sniðgengnir í þessum lögum,þar eð félagsmálaráðherra þótti þeir ekki nógu þægir.Einkum var ráðherra óánægður með, að öryrkjar skyldu ekki fallast á starfsgetumat.Í hefndarskyni var skellt á öryrkja aftur krónu á móti krónu skerðingu,sem hafði verið eitt aðal baráttumálið að útrýma.Eftirfarandi ályktun var gerð á aðalfundinum:

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, sem haldinn var föstudaginn 14. október og laugardaginn 15. október, skorar á nýja ríkisstjórn sem tekur til starfa eftir kosningar nú í október að draga úr tekjuskerðingum örorkulífeyrisþega, með því að fella sérstöku framfærsluuppbótina inn í tekjutryggingu frá og með 1. janúar 2017. Með lagabreytingu frá því fyrir helgi hafi verið valin sú leið að auka krónu á móti krónu skerðingar og auka muninn á milli þeirra sem fá greidda heimilisuppbót og hinna sem fá hana ekki. Þá var skorað á stjórnvöld að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að réttur fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) verði lögfestur strax á haustþingi 2016.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 16. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband