Verðum að íta ríkinu út úr lífeyrissjóðunum.Við eigum lífeyrinn þar!

 

 

 

Rætt er, að  það geti orðið nokkuð dýrt fyrir ríkið að afnema allar tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra hjá Tryggingastofnun.Forstjóri TR birti tölur þar um fyrir skömmu og víst voru þær í hærri kantinum. Finnur Birgisson birti einnig tölur um sama efni  á Facebook í gær Hann segir,að útgjöldin gætu hækkað um 45,5 milljarða við breytinguna..Það eru líka stórar upphæðir,sem ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum vegna  Þess, að ekki hefur verið staðið við lög og fyrirheit gagnvart lífeyrisþegum.Þegar sjálfvirk tengsl lífeyris og vikukaups verkafólks voru slitin 1995, lýsti forsætisráðherra landsins,Davíð Oddsson, því yfir, að nýja fyrirkomulagið, sem átti að gilda fyrir lífeyrisþega, yrði þeim hagstæðara en það gamla en samkvæmt því skyldi lífeyrir hækka með viðmiði við launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en laun eða verðlag.11 árum síðar var reiknað út hvernig lífeyrisþegar  hefðu komið út úr breytingunni.Þeir höfðu skaðast um 40 milljarða vegna hennar! Skaðinn fyrir lífeyrsþega frá 2006 er annar eins eða aðrir 40 milljarðar eða alls er skaðinn 80 milljarðar.Fleiri dæmi má nefna um tjón,sem ríkið hefur valdið lífeyrisþegum.Til dæmis svik  á stórum kosningaloforðum,sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum fyrir síðustu þingkosninga.Þau svik hafa skaðað  aldraða og öryrkja mikið fjárhagslega.

 Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir  var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar.Það var aldrei reiknað með því,að lífeyrir  hjá TR yrði skertur vegna lífeyrissjóðanna. Ef það hefði legið fyrir hefðu launþegar neitað að greiða í þá. Þetta geta margir fyrrverandi verkalýðsleiðtogar staðfest.Það á ekki að koma niður á eldri borgurum, sjóðfélögum lífeyrissjóðanna, að ríkið hafi freistast til þess að seilast æ lengra inn í lífeyri eldri borgara í lífeyrissjóðunum. Ég vorkenni  ríkinu ekkert að greiða lífeyrisþegum það, sem það skuldar þeim.Og ég vorkenni rikinu heldur ekkert að hætta að reiða sig á  lífeyri eldri borgara í lífeyrissjóðunum. Það er orðið tímabært að ríkið hætti að ganga í lífeyrissjóði eldri borgara eins það  eigi þá.

Ef til vill væri sanngjarnt að þessi breyting verði gerð í 2 áföngum; þ.e. að skerðingin vegna lífeyrissjóða verð afnumin i tvennu lagi.Ég er þó ekki sannfærður um, að  það eigi að gera breytinguna á þann hátt. Einnig mætti gera hana í einu lagi og nota til þess fjármuni úr stöðugleikaframlaginu, ef ríkið ræður ekki við málið á annan hátt.Þetta er ekki eina vandamál ríkisins í sambandi við lífeyrissjóðina. Ríkið skuldar B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna 500 milljarða.Það er stærri biti en við erum hér að fjalla um.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 19. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband