Rúm vika til kosninga .Stærstu kosningaloforðin óuppfyllt!

Nú er aðeins rúm vika til kosninga en stærstu kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum eru enn óuppfyllt.Eina leiðin til þess að standa við þessi loforð er að fá forseta Íslands til þess að gefa út bráðabirgðalög til lögfestingar á þeim.Forseti mundi örugglega gera það.Ef stjórnarflokkarnir hætta við að svíkja þessi stærstu kosningaloforð er þetta leiðin.

Það eina sem stjórnarflokkarnir gerðu á sumarþinginu 2013 í málefnum aldraðra og öryrkja var eftirfarandi:Frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt og útreikningur grunnlífeyris var leiðréttur.Hvort tveggja gagnaðist þeim öldruðum og öryrkjum sem betur voru settir.Þetta hvort tveggja  var síðan afturkallað á ný í nýjum lögum,sem samþykkt vor á síðasta degi þingsins!

En stærstu kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir báðir

gáfu öldruðum og öryrkjum hafa verið svikin.Þau eru þessi: 

1. Lífeyrir verði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans,2009-2013.Þetta þýddi að það átti að hækka

lífeyrinn sem svaraði hækkunum á lægstu launum á umræddu

tímabili.Þetta var útskýrt á þennan hátt á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins 2o13 og sagt að það ætti að leiðrétta þetta strax ( að loknum kosningum 2013).Á flokksþingi Framsóknarflokksins var loforðið orðað svo,að leiðrétta ætti lífeyrinn vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans. Það hefur verið reiknað út að til þess að ná þessu markmiði þurfi að hækka lífeyri um a.m.k. 23% eða um 56580 kr. á mánuði.Hækkun um þessa upphæð hækkar lífeyrinn í 302.500 kr á mánuði fyrir skatt eða í þá upphæð,sem alltaf er verið að tala um að nauðsynlegt sé að hækka lífeyrinn í en nú ætlar ríkisstjórnin ekki að hækka í þá upphæð fyrr en 2018 þó hún eða stjórnarflokkarnir hafi gefið kosningaloforð um að gera það strax eftir kosningar 2013.Með öðrum orðum: Lífeyrir átti að vera í 302.500 kr á mánuði fyrir skatt allan stjórnartíma ríkisstjórnarinmar. Raunar er það ekki nema 240 þúsund eftir skatt.Það eru öll ósköpin.Lífeyrisþegar hefðu átt að fá hvort tveggja,hækkun í 302 þúsund 2013 og aðra sambærilega hækkun 2017 og 2018.Það hefði verið sanngjarnt.

2.Hitt stóra kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum er loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og nú fjármálaráðherra um að afnema tekjutengingar,afnema skerðingar. Það hefur líka verið svikið.

 

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 20. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband