Nýju lögin: Aldraðir og öryrkjar fá engar kjarabætur á þessu ári! Mega bíða!

Alþingiskosningar eru á morgun.Hver er staðan í málefnum eldri borgara og öryrkja daginn fyrir kosningar? Hún er þessi: Aldraðir og öryrkjar fá engar kjarabætur samkvæmt nýju lögunum á þessu ári,ekki krónu hækkun næstu 2 mánuði.Þeir mega þreyja þorrann.Þrátt fyrir stanslausan áróður ráðherranna um gífurlegar kjarabætur lífeyrisþega,þær mestu um langt árabil gerist ekkert á þessu ári.Lífeyrir þeirra,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og eru í hjónabandi er enn 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt og verður óbreyttur út árið.Það verður fyrst 2017,sem þessir lífeyrisþegar fá þessa gífurlegu hækkun,sem ráðherrarnir boða,5% hækkun  eða 10 þúsund krónur svo lífeyrir þeirra fari í 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Við eigum að hrópa húrra fyrir þessu afreki ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu margir þingmenn og ráðherrar stjórnarinnar geta lifað á þessari hungurlús.Sama gildir um einhleypa lífeyrisþega.Þeir fá enga hækkun samkvæmt nýju lögunum á þessu ári.Hungurlúsin þeirra kemur líka 2017 en þá hækkar lífeyrir einhleypra,sem verða að reiða sig á TR,um 9% og hækkar í 227 þúsund eftir skatt.Hvers vegna tóku ekki þessar lítilræðis hækkanir gildi strax eins og gerðist hjá ráðherrum,þingmönnum og embættismönnum og raunar einnig hjá  mörgum launþegum.Það er vegna þess,að Bjarni Ben vildi ekki að lífeyrir færi upp fyrir lágmarkslaun en hann hefur predikað það,að lífeyrir megi aldrei vera hærri en lágmarkslaun.En þetta er villukennning.Í fyrsta lagi eru sem betur fer mjög fáir launþegar á lágmarkslaunum ( lægstu töxtum).Lægstu launin eru pappírslaun.Í öðru lagi er ekkert að því að lægsti lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun.Aldraðir eiga það skilið eftir langa starfsævi að fá góð kjör og mega gjarnan vera hærri en lægst launaða verkafólk.Og sama gildir um öryrkja. Þeir hafa misst heilsuna og búa við mjög erfiðar aðstæður og þjóðfélagið á að veita þeim virkilega góð kjör.

Kjararáð ákvað á fundum sínum í júní og júlí sl að hækka laun ýmissa embættismanna ríkisins um tugi prósenta,upp í  29%.Og laun flestra þessara embættismanna voru hækkuð 18 mánuði aftur í tímann.Þetta er ekki prentvilla.Laun þessara embættismanna eru eftir hækkun á bilinu 1,2 -1,6 milljón á mánuði.Áður hef ég skýrt frá því,sð laun ráðherra og þingmanna voru fyrir réttu ári hækkuð afturvirkt í 9 mánuði. En  þegar aldraðir og öryrkjar fá loks hungurlús í hækkun er ákveðið að þeir bíði eftir henni í meira en 2 mánuði.Ef einhver manndómur hefði verið í ríkisstjórninni hefði hún samþykkt að hækkunin hefði tekið gildi strax og ennþá eðlilegra hefði verið að hún hefði gilt afturvirkt frá 1.mai,eins og Samfylkingin leggur til en þá fengu launþegar hækkun. En aldraðir og öryrkjar mega bíða þó yfirstéttin þoli enga bið.-Þetta er því furðulegra,þegar haft er í huga,að samkvæmt kosningaloforði stjórnarflokkanna,sem þeir gáfu lífeyrisþegum 2013, átti lífeyrir að  hækka um rúmlega 56 000 á mánuði strax 2013.Það var svikið. En ríkisstjórnin ætlar ekki einu sinni að láta aldraða og öryrkja fá hluta af þessar hækkun strax heldur fyrst 2017 og síðan eiga lífeyrisþegar að bíða til 2018 til þess að fá afganginn af hækkuninni,sem þeir áttu að fá strax 2o13!!

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 28. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband