Engar tekjutengingar í Noregi.Afnema á þær einnig hér!

 Í umsögn Félags eldri borgara í Reykjavik um frumvarp um almannatryggingar segir svo m.a.:

FEB telur að þetta megin markmið að afnema frítekjumörkin geti engan veginn staðist. Þannig virðist ljóst að hvorki LEB, Öryrkjabandalagið  né FEB geti fallist á að afnema frítekjumark af atvinnutekjum við endurskoðun almannatryggingalaganna. Benda má á, að skerðing vegna annarra tekna er engin í Noregi og 30% vegna atvinnutekna í Danmörku. Ef heimila á frítekjumark af atvinnutekjum þá telur FEB afar óraunhæft að hægt sé afnema með lagasetningu frítekjumark á lífeyri frá lífeyrissjóðum annars vegar og hins vegar af fjármagnstekjum. Eðlilegt er að gæta samræmis í meðhöndlun allra tegunda af tekjum, þó varla sé hægt láta jafnt ganga yfir þær allar.

Afstaða FEB til skerðinga vegna atvinnutekna er mjög skýr.Og eins og fram kemur í umsögn félagsins um frumvarpið telur það,að ekki sé unnt að afnema frítekjumörk vegna greiðslna úr lífeyrissjóði ef halda eigi frítekjumarki vegna atvinnutekna. Ég tel raunar enn meiri ástæðu til að halda frítekjumarki  vegna lífeyrissjóða, þar eð sjóðfélagar eiga lífeyrinn i lífeyrissjóðunum og  ríkið eða TR á engan rétt á því að skerða lífeyri vegna lífeyrissjóða. Það á að afnena þessar skerðingar strax.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 5. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband