Aldraðir og öryrkjar þurfa 300 þúsund strax. Það er of seint 2018

Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um almannatryggingar með engri hækkun á lægsta lífeyri.Þeir aldraðir og öryrkjar,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum áttu ekki að fá eina krónu í hækkun samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra.Þegar gerð var athugasemd við þetta á alþingi sagði ráðherrann: Það eru ekki nema 23 lífeyrisþegar sem ekki hafa neinar aðrar tekjur en lífeyri almannatrygginga.Hún gerði lítið úr vandamálinu og sagði um fáa að ræða.Ég sagði af þessu tilefni ,að það væri nóg að einn eldri borgari eða öryrki hefði ekki ofan í sig að borða. Það væri einum of mikið.En samkvæmt mínum tölum voru það mun fleiri sem höfðu ekkert nema lífeyri almannatrygginga.Ég taldi 9000 vera í sárri neyð.

Hugsunarháttur félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra í þessum málaflokki er furðulegur. Félagsmálaráðherra taldi vandamálið svo lítið,að ekki þyrfti að leysa það. Og fjármálaráðherra hamraði á því,að lífeyrir þeirra verst stöddu mætti ekki vera hærri en lágmarkslaun.Hann hafði sitt fram,að fresta hækkun lífeyrisþega í 300 þúsund á mánuði til 2018,þar eð þá fái launþegar hækkun lágmarkslauna i 300 þúsund á mánuði.En ég segi.Aldraðir, öryrkjar eiga að fá 300 þúsund strax um áramót.Þeir hafa beðið það lengi,að þeir eiga þetta inni og meira til.Það fara 60 þúsund af þessari upphæð í skatt,þannig að ekki verða nema 240 þúsund eftir.Það er ekki há upphæð til þess að lifa af. Þingmenn mundu ekki lifa að þeirri upphæð.Og ráðherrar mundu ekki lifa af henni en þeir fengu 107 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum í fyrra og 9 mánuði til baka  eða 963 þús krónur í vasann fyrir jólin!Félagsmálaráðherra fékk þá upphæð og hefði ef til vill átt að skilja það,að ekki var unnt að hafa lífeyri aldraðra og öryrkja óbreyttan eins og hún lagði til og hún ætti að skilja,að aldraðirog öryrkjar þurfa að fá 300 þúsund strax en ekki 2018.Það er of seint.17 þúsund króna hækkun eftir skatt nú dugar skammt.Það er hungurlús,sem lítið gagn er í.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 9. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband