Píratar fá umboð til stjórnarmyndunar

Forseti Íslands,Guðni Th.Jóhannesson,veitti Birgittu Jónsdóttur,formanni þingflokks Pirata,umboð til myndunar ríkisstjórnar i gær.Mér kom það ekki á óvart þó ég reikni með því,að margir flokkar,.t.d. Sjálfstæðisflokkurinn, hafi mælt gegn því,að Piratar fengju umboðið.Mikil tortryggni hefur ríkt hjá hinum flokkunum í garð Pirata.Sumir "gömlu" stjórnmálamannanna líta á Pirata eins og holdsveika,sem best sé að koma ekki nálægt.Þetta stafar sumpart af öfund en sumpart af því,að Piratar eru ekki hefðbundinn stjórnmálaflokkur.Þeir eru allt öðru visi flokkur en allir hinir og fara eigin leiðir,beita nýjum vinnubrögðum.

Það er mjög eðlilegt,að Piratar fengju umboðið nú,þar eð þeir eru 3.stærsti flokkurinn og  miðað við þingstyrk eru þeir næststærsti flokkurinn með 10 þingmenn eins og VG.Fólk gleymir því oft,að þeir eru með jafnmarga þingmenn og VG.Dregið hefur úr tortryggni í garð Pirata eftir því sem flokkar og fólk hefur kynnst þeim betur.Ég hef kynnt mér stefnu Pirata og mér líst vel á hana. Þeir eru t.d með bestu stefnuna í málefnum aldraðra og öryrkja;eru eini flokkurinn,sem vill afnema alveg skerðingar tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóðsgreiðslna eða annarra tekna.Piratar vilja setja aflaheimildir á uppboðsmarkað og fisk á markað eins og Samfylking og Viðreisn vilja og þeir vilja lögfesta nýju stjórnarskrána,sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012.Þetta eru allt róttæk og góð mál,sem hvaða félagshyggjuflokkur,sem er gæti verið fullsæmdur af. Samkomulag er komið hjá 5-flokknum um stjórnarskrána.Engin breyting verður á stjórnarskránni,ef Sjálfstæðisflokkurinn verður i stjórn.

Ég er bjartsýnn á að Piratar nái árangri í að koma á samkomulagi 5-flokksins  um ríkisstjórn.Það er besti kostur félagsghyggjumanna.Glutrum ekki því tækifæri niður.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 3. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband