Stjórnvöld erlendis eru jákvæð í garð eldri borgara!Hér eru þau neikvæð!

Fulltrúar samtaka eldri borgara á Íslandi,sem farið hafa í heimsókn til slíkra samtaka í Danmörku,hafa verið hissa á því hvað stjórnvöld þar í landi hafa verið jákvæð í garð eldri borgara.Þar leggja stjórnvöld sig fram um að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara.Hér eru stjórnvöld mjög neikvæð i garð eldri borgara og raunar í garð öryrkja líka.Hér kostar það langa og harða baráttu sð knýja fram einhverjar kjarabætur og loks þegar stjórnvöld  hér láta undan þurfa aldraðir og öryrkjar að bíða mánuðum saman eftir að kjarabæturnar taki gildi enda þótt á sama tíma sé verið að láta embættismenn hins opinbera,alþingismenn og ráðherra fá miklar kauphækkanir,sem ekki þarf að bíða eftir í einn dag.Þær taka gildi strax og gilda stundum marga mánuði til baka.Þetta er gróf mismunun.Eðlilegra væri að þetta væri öfugt: Aldraðir og öryrkjar ættu að fá hækkanir sínar strax og jafnvel til baka en hinir,sem eru hálaunaðir gætu fremur beðið í nokkra mánuði.

Þannig er þetta núna.Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi sínum áður en þvi var slitið  ný lög um almannatryggingar,sem gera ráð fyrir örlítilli hækkun á lífeyri,hungurlús,sem ég hef kallað svo.Eðlilegast hefði verið að þessi litla hækkun hefði tekið gildi strax en  því er nú öðru nær.Hækkunin tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót og raunar er hækkuninni skipt í tvennt,helmingur kemur til framkvæmda 2017 en helmingur 2018.

Upphaflega ætlaði félagsmálaráðherra að  vísu ekki að láta lífeyri aldraðra og öryrkja hækka neitt.Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir óbreyttum lífeyri hjá þeim,sem einungis hefðu lífeyri frá almannatryggingum.Þegar ráðherra var spurður um það atriði á alþingi sagði hún: Það eru svo fáir á "strípuðum" lífeyri.Þarna kom neikvæðnin fram.Ég skrifaði þá: Þó það væri ekki nema einn lífeyrisþegi,sem ekki hefði nóg fyrir mat væri það einum of mikið. En það voru 5000. Og það hefur margtoft komið fram,að lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki fyrir framfærslukostnaði.Þó er dregið að leiðrétta hann.Það var ekki fyrr en eftir hávær mótmæli eldri borgara ,að ríkisstjórnin lét undan i þessu efni.En ekki ein króna af hækkuninni hefur verið greidd út enn og verður ekki greidd fyrir jól!.Stjórnvöld telja ekkert liggja á enn.Ráðherrarnir hafa sjálfir fengið sínar miklu hækkanir.Það dugar þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 4. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband