Hvað skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum mikið?

Það er tímabært að gera upp reikningana milli annars vegar aldraðra og öryrkja og hins vegar ríkisstjórnarinnar.Hvernig standa reikningarnir? Hvað skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum mikið? Lítum fyrst á  yfirstandandi ár og síðasta ár:

Lífeyrir hækkaði árið 2015 um 3%.

Lágmarkslaun hækkuðu  2015  um    14,5%  . Þar munar 11,5 pródentustigum. 

Lágmarkslaun hækkuðu um 6,2 % 2016. En lífeyrir hefur  hækkað um 9,7% á þessu ári.Þar munar 3,5 prósentutigum,sem lífeyrir hefur hækkað meira en laun.

Ef árin eru tekin saman kemur í ljós ,að lágmarkslaun hafa hækkað um 20,7 % en lífeyrir um  12,7%.Munurinn er 8 prósentutig,sem hallar á aldraða og öryrkja. En ekki nóg með það: Laun hækkuðu frá 1.mai 2015 en lífeyrir hækkaði ekkert eftir þá hækkun fyrr en 1.janúar 2016.Það á því einnig eftir að bæta öldruðum og öryrkjum upp tímabilið frá 1.mai 2015 til 1.janúar 2016.

Síðan skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum 23 % hækkun lífeyris til þess að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013.En báðir stjórnarflokkarnir lofuðu þeirri leiðréttingu fyrir kosningar 2013.

Alls nemur framangreind skuld ríkisins við aldraðra og öryrkja rúmlega 30% hækkun lífeyris eða 76.800 kr.  á mánuði.Slík hækkun mundi skipta sköpum fyrir aldraða og öryrkja. Aldraðir og öryrkjar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þetta lengur. Þeir þurfa að fá þetta greitt strax.

 

Björgvin Guðmundsson


Gífurleg misskipting í þjóðfélaginu

Í dag á innsetningardegi nýs forseta Íslands er hollt fyrir okkur að staldra við og athuga hvernig staða þjóðfélagsins er. Hvernig er efnahagsástandið? Hvernig skiptum við gæðum landsins milli þegnanna? Er skiptingin eðlileg? Búa allir við viðunandi lífskjör?Þetta eru spurningar,sem við þurfum að svara á hátíðisdegi,þegar nýr forseti Íslands tekur við embætti og Ólafur Ragnar hefur látið af störfum.

Árið 2009 hafði bankahrun og efnahagskreppa riðið yfir landið og það lá við þjóðargjaldþroti. Við áttum erfitt með að flytja vörur til landsins. Engin vildi lána okkur.Við leituðum til Norðurlandanna. Þau sögðu nei nema Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn(IMF) legði blessun sína yfir málið.IMF setti það að skilyrði,að við semdum við Breta og Hollendinga um Icesave! 

Hallinn á ríkinu var 220 milljarðar í ársbyrjun 2009. Verðbólgan var 20%.Ástandið var ekki gæfulegt. Ríkisstjórn Jóhönnu tókst að snúa taflinu við. En það kostaði miklar fórnir fyrir þegnana.Það tókst að eyða ríkishallanum að mestu og það tókst að koma verðbólgunni niður. Auglýsingaátak var gert fyrir ferðaiðnaðinn,sem skilaði fljótt árangri.Ferðaiðnaðurinn á einna stærsta þáttinn í batanum. Þegar árin 2011 og 2012 var kominn góður hagvöxtur. Ný ríkisstjórn frá 2013 fékk að njóta ávaxtanna af þeirri miklu vinnu, sem fyrri ríkisstjórn hafði unnið og af þeim fórnum,sem þegnarnir höfðu fært. Og það er auðvitað barnalegt að núverandi rikisstjórn reyni að eigna sér allan heiðurinn af þeim viðsnúningi,sem orðinn er.Efnahagsástandið hefur lagast og er orðið gott.Þar eiga tvær til þrjár ríkisstjórnir þakkir skildar. En núverandi ríkisstjórn hefur brugðist hrapalega að einu leyti:Hún hefur "gleymt" að bæta hag þeirra sem lögðu mest á sig í kreppunni. Í stað þess að jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu hefur hún stóraukið hana þannig, að nú er komin upp ný auðstétt,sem veit ekki aura sinna tal en á sama tíma eru stórir hópar í miklum vandræðum með að láta enda ná saman og þar á meðal eru aldraðir og öryrkjar,sem verða að reiða sig á lífeyri TR; þeir geta ekki lifað af lífeyrinum  án aðstoðar.Í góðærinu er lífeyrinum haldið niðri. Það þarf að jafna misskiptinguna og það þarf strax að bæta stórlega kjör aldraðra og öryrkja.Það þolir enga bið.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 1. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband