Kjörseðillinn er beitt vopn!

Síðast liðið vor skrifaði ég pistil um það,að eldri borgarar og öryrkjar ættu að athuga hvaða stjórnmálamenn væru tilbúnir að hækka lífeyrinn í 300 þúsund á mánuði eins og verkafólk mun fá og hvaða flokkar og stjórnmálamenn hefðu efnt kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá 2013.Ég lagði til,að niðurstaðan af þessari athugun mundi ráða því hvernig menn ráðstöfuðu atkvæði sínu í væntanlegum þingkosningum.Kjörseðillinn væri beitt vopn.Einnig benti ég á,að þeir ráðherrar og stjórnmálamenn,sem hefðu svikið kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá 2013 gætu ekki sótt um vinnu á ný. Þeir ættu að hætta.

Nú er búið að ákveða kjördag 29.oktober n.k.Það er því stuttur tímu til þess að efna framangreind kosningaloforð,sem ekki hafa verið efnd.Og því miður virðist ekkert benda til þess,að til standi að efna þessi loforð.Ekkert er minnst á það, þegar ráðamenn tala til þjóðarinnar. Sennilega telja þessir stjórnmálanenn að aldraðir og öryrkjar hafi það ágætt  með 185 þúsund-207 þúsund á mánuði eftir skatt!Ég er að tala um þá sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 13. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband