Ríkið/TR hirðir drjúgan hluta lífeyrissjóðsins líka við vistun á dvalarheimili/hjúkrunarheimili!

Það liggur fyrir að ríkið eða Tryggingastofnun hrifsar óbeint drjúgan hluta af lífeyrissjóði eldri borgara með því að skerða lífeyri almannatrygginga mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Það hefur einnig legið fyrir,að TR tekur ófrjálsri hendi lífeyri almannatrygginga  af eldri borgurum án leyfis,við vistun á hjúkrunarheimili.Ekki er farið að breyta því enn þrátt fyrir falleg orð um það.En auk þess er það svo,að ef viðkomandi eldri borgari hefur verið duglegur að borga í lífeyrissjóð alla sína starfsævi þá hrifsar Tryggingastofnun drjúgan hluta hans líka við vistun á hjúkrunarheimili eða dvalarheimili. Þannig er eldri borgurum mismunað,þar eð sá ,sem ekki hefur greitt í lífeyrissjóð lendir að sjálfsögðu ekki í þessu líka.Almannatryggingar greiða alfarið fyrir hann.En til þess að kóróna málið má síðan nefna,að vasapeningar,smáupphæð,sem mikið er talað að eldri borgarar fái þegar þeir fara á hjúkrunarheimili (40-50 þúsund kr á mánuði) lenda ekki alltaf í höndum sjúklinganna,þar eð þeir eru tekjutengdir.Ef um einhverjar örlitlar tekjur  er að ræða hirðir Tryggingastofnun vasapeningana að mestu leyti líka án þess að láta eldri borgara vita!. Þannig er allt á sömu bókina lært í þessu efni.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 15. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband