Framlög til lífeyristrygginga TR þau sömu 2015 og á kreppuárunum miðað við þjóðarframleiðslu!

 

Stjórnarherrarnir eru að guma af því að þeir hafi aukið framlög mikið til almannatrygginga.En staðreyndir leiða annað í ljós,Framlög til lífeyristrygginga TR sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru nokkurn veginn þau sömu árið 2015 og þau voru á kreppuárunum í tíð fyrri ríkisstjórnar.Framlög til lífeyristrygginga voru 3,3% af þjóðarframleiðslu árin 2011,2012 og 2013,á kreppuárunum en voru 3,4% árið 2015 eða nokkurn vegin þau sömu.Það fer því lítið fyrir aukningunni sem forsætisráðherra talaði um í upphafi sumarþings.Enda finna aldraðir og öryrkjar það best á eigin skinni hvernig staðan er. Þeir finna enga aukningu.Það er jafnerfitt að komast af á lífeyri almannatrygginga í dag eins og var á kreppuárunum."Góðærið" hefur enn ekki komið til aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


Framlög til lífeyristrygginga TR þau sömu í hlutfalli af þjóðarframleiðslu og á kreppuárunum!

Stjórnarherrarnir eru að guma af því að þeir hafi aukið framlög mikið til almannatrygginga.En staðreyndir leiða annað í ljós,Framlög til lífeyristrygginga TR sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru nokkurn veginn þau sömu árið 2015 og þau voru á kreppuárunum í tíð fyrri ríkisstjórnar.Framlög til lífeyristrygginga voru 3,3% af þjóðarframleiðslu árin 2011,2012 og 2013,á kreppuárunum en voru 3,4% árið 2015 eða nokkurn vegin þau sömu.Það fer því lítið fyrir aukningunni sem forsætisráðherra talaði um í upphafi sumarþings.Enda finna aldraðir og öryrkjar það best á eigin skinni hvernig staðan er. Þeir finna enga aukningu.Það er jafnerfitt að komast af á lífeyri almannatrygginga í dag eins og var á kreppuárunum."Góðærið" hefur enn ekki komið til aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

 


Sigurður Ingi hefur fallið á prófinu!

Laun forsætisráðherra: 1490.813 kr á mánuði

Sigurður Ingi forsætisráðherra lýsti því yfir í ræðu 17.júní,að enginn ætti að líða skort á Íslandi.Þetta reyndust innan tóm orð hjá honum.Hann hefur ekkert gert til þess að bæta úr þessu.Sigurður Ingi er varaformaður Framsóknarflokksins.Flokkurnn lofaði kjósendum því fyrir kosningar 2013 að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hann hefur ekkert gert í þvi heldur.Loforðið hefur verð svikið. Sigurður Ingi hefur því fallið á prófinu.

Sigurður Ingi neitaði öldruðum og öryrkjum um afturvirkar kjarabætur frá 1.mai 2015 við afgreiðslu fjárlaga það ár.Lífeyrir þeirra var og er í kringum 200 þúsund kr á mánuði.Á sama tíma og ríkisstjórn og meirihluta alþingis þótti þetta nóg fyrir aldraða og öryrkja í jólamánuðinum fengu ráðherrar og alþingismenn mikar afturvirkar kauphækkanir,ekki frá 1.mai,nei frá 1.mars!Laun forsætisráðherra hækkuðu þá um rúmar 200 þúsund á mánuði og hann fékk tæpar 2 milljónir í vasann í kaupuppbót rétt fyrir jólin.Ráðherrar,þar á meðal Sigurður Ingi, fengu rúmlega eitt hundrað þúsund króna hækkun á mánuði og tæpa milljón í vasann fyrir jólin.Með alla þessa peninga var ekki von að Sigurður Ingi eða aðrir ráðherrar hefðu skilnng á því fyrir jólin í fyrra,að 200 þúsund á mánuði væri ekki nóg fyrir aldraðra og öryrkja! Enda sagði Sigurður Ingi á alþingi:Það er vont(erfitt) að eiga peninga á Íslandi!Það sagði hann, þegar upp komst um aðild Sigmundar Davíðs að Panamaskjölunum og ljóst var að hann og kona hans áttu mikla peninga í skattaskjólum.

Tveir dagar eru liðnir af sumarþingi. Stjórnarflokkarnir ætla greinilega ekki að efna stóra kosningaloforðið við aldraða og öryrkja ( vegna kjaragliðnunar). Og Sigurður Ingi meinti ekkert með ræðu sinni 17.júni um að enginn ætti að líða skort á Íslandi.Hann gerir ekkert í því máli.Hann féll á prófinu.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 17. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband