Aldraðir: Lífeyrir verður að duga til framfærslu!

Enda þótt mikilvægt sé að afnema tekjutengingar lífeyris aldraðra og öryrkja hjá Tryggingastofnun ríkisins er þó ennþá mikilvægara að lífeyrir aldraðra og öryrkja sé það hár,að þeir,sem einungis hafa þann lífeyri til framfærslu geti lifað mannsæmandi lífi og af reisn af þeim lífeyri.Það er langur vegur frá því,að svo sé í dag.Lífeyrir aldraðra og öryrkja er skammarlega lágur í dag.Þegar tækifæri gafst til þess að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja rækilega  á síðasta ári,þegar lágmarkslaunum var lyft myndarlega upp létu stjórnvöld sér það tækifæri úr greipum ganga.Þá var einmitt tækifæri til þess að hækka lífeyrinn meira en lágmarkslaun hækkuðu en ríkisstjórnin féll á prófinu.Hún hækkaði lífeyrinn minna en lágmarkslaun hækkuðu. Og þetta gerði stjórnin með opnum huga. Þetta voru engin mistök. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir,að lífeyrir mætti ekki vera hærri en lágmarkslaun,þar eð þá væri enginn hvati til þess að fara út að vinna. Með öðrum orðum: Eldri borgarar,sem búnir eru að ljúka löngum vinnudegi eiga að fara út að vinna þó þeir séu orðnir ellilífeyrisþegar og jafnvel þó þeir séu lasburða.Þetta er rugl.Og það furðulega er að Framsókn hefur látið Sjálfstæðisflokkinn stjórna ferðinni í þessum málaflokki.

Það skiptir engu máli  þó fjármálaráðherra geti birt einhverja útreikninga um heildarútgjöld almannatrygginga og aukningu þeirra.Og það skiptir engu máli þó heildarupphæð "bóta" haf hækkað mikið. Það eru alls konar liðir inni í þeirri tölu,sem skipta engu máli varðandi lífeyri aldraðra og öryrkja,svo sem umönnunarbætur,sjúkrabætur,bílastyrkir,atvinnuleysisbæt

ur og fleira og fleira.Það eina sem skiptir máli er að lífeyrir aldraðra og öryrkja sé nógu hár. Hann er 207 þúsund krónur eftir skatt hjá einhleypingum í dag á mánuði og 186 þúsund krónur eftir skatt á mánuði hjá hjónum og sambúðarfólki. Það er engin leið að lifa af þessari hungurlús. Og ekkert nágrannalanda okkar býður sínum eldri borgurum og öryrkjum slík smánarkjör. ( Miðað er við þá,sem hafa einungis tekjur frá TR)

 

Björgvin Guðmundsson 

 


Afnám tekjutenginga er eitt stærsta málið!

 

 

 Eitt helsta baráttumál mitt í dag er að  afnema tekjutengingar lífeyris aldraðra og öryrkja í kerfi TR. Ég  hef rætt málið við marga um að koma því fram.Meðal annars  ræddi ég við  Helga Hrafn Gunnarsson kaptein Pirata um kjaramál  aldraðra. Fram kom í þeim viðræðum, að Helgi Hrafn væri hlynntur því, að tekjutengingar  yrðu afnumdar.Þetta er að mínu mati gífurlega mikilvægt mál.Það þýðir að hætta skerðingu lífeyris aldraðra og öryrkja hjá almannatryggingum vegna atvinnutekna,fjármagnstekna og greiðslna úr lífeyrissjóði.Nái það fram að ganga hætta aldraðir og öryrkjar að fá bréf frá Tryggingastofnun vegna  „ofgreiðslna“. Það myndast þá engar svokallaðar „ofgreiðslur“,þar eð þær stafa allar af tekjutengingum.

 Ég er bjartsýnn á að þetta stefnumál    varðandi afnám tekjutenginga nái fram að ganga eftir næstu kosningar i oktober.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband