Ef Eygló flytur ekki tillögu um hækkun lífeyris!

Útspil Helga Hjörvar,formanns þingflokks Samfylkingarinnar, í gær í málefnum aldraðra og öryrkja var mjög gott. Hann skoraði á Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra að flytja tillögu eða frumvarp um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja með tilvísun til ummmæla hennar um að hún vildi  bæta hag þeirra. Helgi sagði,að minnihlutinn allur á alþingi mundi styðja slíka tilllögu.

Ég veit ekki hve mikill kjarkur Eyglóar er en ef hún flytur ekki slíka tillögu strax tel ég, að Helgi Hjörvar eigi sjálfur að flytja frumvarp um málið og væri þá æskilegt að hann fengi formenn þingflokka annarra minnihlutaflokka á alþingi með sér sem meðflutnngsmenn.Frumvarpið á að gera ráð fyrir 30% hækkun lífeyris þeirra aldraðra og öryrkja sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og hlutfallslega hækkun hjá öðrum lífeyrisþegum.30% hækkun er lágmarkshækkun og hún rétt tæplega jafnar kjaragliðnun alls tímabilsins 2009-2016.Með þeirri hækkun færi lífeyrir í 319 þúsund á mánuði eða nokkurn veginn sömu upphæð og er niðustaða  neyslukönnunar Hagstofunnar.

 

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 20. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband