Ríkisstjórnin hefur svikið stærstu kosningaloforðin! Torveldaði afnám hafta!

Stærstu kosningaloforð stjórnarflokkanna í síðustu kosningum voru að afnema ætti verðtrygginguna og lækka skuldir heimilanna um 300 milljarða,sem teknir yrðu af slitabúum föllnu bankanna.Hvort tveggja hefur verið svikið.Afnám verðtryggingarinnar fór inn í stjórnarsáttmálann og þetta var stærsta kosningaloforð Framsóknar.En þetta loforð var svikið. Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því að efna þetta loforð. Eins var með hitt stóra loforðið: 300 milljarðarnir skruppu saman í 80 milljarða og komu ekki frá slitabúum föllnu bankanna heldur frá skattgreiðendum! Þetta loforð var því líka svikið.Auk þess hafa stjórnarflokkarnir svikið stóru kosningaloforðin sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum eins og ég hef bent á.

Framsóknarmenn hafa gripið til þess ráðs að reyna að dreifa athyglinni frá sviknum kosningaloforðum með því að hamra á því hve allir hagvísar séu hagstæðir. En það eru stolnar fjaðrir.Þannig tala þeir um mikinn hagvöxt og lága verðbólgu. En þeir sleppa því að minnast á það gífurlega erfiða starf sem ríkisstjórn Jóhönnu vann á því sviði að reisa við efnahagslífið eftir hrunið og afstýra þjóðargjaldþroti.Verðólgan var 20%,þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við. Hún var komin niður í 4,1% 2012.Hagvöxtur var það ár orðinn meiri en í grannlöndum okkar eða 2,6%.Atvinnuleysi hafði stórminnkað og ferðamannastraumur var byrjaður enda setti ríkisstjórn Jóhönnu í gang mikla auglýsingaherferð erlendis,sem skilaði árangri.Skuldir ríkisins voru 220 milljarðar,þegar Jóhanna tók við. Það tókst að greiða þær að mestu upp. Ríkisstjórn Jóhönnu tókst að snúa þróuninni við á skömmum tíma en núverandi ríkisstjórn,einkum Framsókn,eignar sér heiðurinn af því viðreisnarstarfi. Það eru stolnar fjaðrir. Það væri ekki einu sinni unnt að afnema fjármagnshöftin núna,ef sú ríkisstjórn hefði ekki sett lög um að fella  slitabúin undir fjármagnshöftin.Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn greiddu atkvæði með þeim lögum og reyndu þannig að koma í veg fyrir að unnt væri að afnema höftin.Ráðstafanir þær,sem ríkisstjórn Jóhönnu gerði til þess að lækka skuldir heimilanna voru meiri en framlag núverandi stjórnar í því efni.Þar vigtuðu vaxtabætur og sérstakir vaxtaafslættir þungt. Þetta finnur fólk vel nú þegar búið er að afnema vaxtabætur að mestu leyti.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 22. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband