Framlög til lífeyristrygginga jukust meira í tíð stjórmar Jóhönnu en í tíð núverandi stjórnar!

Bjarni Benediktsson hefur nú tekið upp sömu áróðurstækni og Sigmundur Davíð í umræðu um velferðarmál; setur fram miklar fullyrðingar og stórar tölur án þess að rökstyðja þær.Þannig reynir hann að sannfæra alþingi um,að  185-207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt sé nóg fyrir aldraða og öryrkja á sama tíma og ráðherrarnir eru með  1 1/2 milljón á mánuði.Athugun á staðtölum Tryggingastofnunar leiðir í ljós,að þrátt fyrir fullyrðingar Bjarna um mikil afrek núverandi stjórnar í velferðarmálum  nær núverandi stjórn ekki einu sinni sama árangri og kreppustjórnin. Framlög til lífeyristrygginga TR jukust á kreppuárunum 2009-2013 um 17 milljarða en í tíð núverandi stjórnar jukust þau um 11,7 milljarða.Í þessu sambandi skiptir engu máli hvað framlög almannatrygginga til ýmissa annarra þátta trygginganna hafa aukist .Aldraðir og öryrkjar hafa áhuga á að vita um þróun elli-og örorkulifeyris en ekki hvað miklu hefur verið ráðstafað i dánarbætur,

sjúkrabætur,endurhæfingarlífeyri,atvinnuleysisbætur,barnalífeyri,mæðralaun,feðralaun,makabætur o.s frv.Bjarni getur lagt saman framlög til allra þessara bóta en það breytir engu í sambandi við afkomu aldraðra og öryrkja.Eftir sem áður hafa þeir aðeins 200 þúsund á mánuði eftir skatt sem dugar ekki til framfærslu.Mikil afrek Bjarna og Sigmundar Davíðs á þessum vettvangi gagnast ekki öldruðum og öryrkjum.Þetta eru reikningskunstir sem hjálpa lífeyrisþegum ekki. Sigmundur Davíð má eiga það,að hann sagði í viðtali við INN að bæta þyrfti kjör aldraðra og 0ryrkja strax.

Fyrir skömmu birti ég tölur sem sýndu að lífeyrir sem hlutfall af lágmarkslaunum eru lægri í tíð núverandi stjórnar en í tíð kreppustjórnarinnar. Það segir mikið.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 23. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband