Hækka á lífeyri og afnema tekjutengingar strax!

Hvað er brýnast að gera í kjaramálum aldraðra og öryrkja? Það sem er áríðandi að gera strax er eftirfarandi:

Hækka þarf lífeyri um 30% á mánuði strax.Það er lágmark svo unnt sé að lifa af honum.Afnema þarf tekjutengingar eins og lofað var að gert yrði fyrir kosningarnar 2013.Það á að standa við það.

Lífeyrir einhleypinga er í dag 207 þúsund á mánuði eftir skatt og 246 þúsund fyrir skatt.Hækkun um 30% þýðir 320 þúsund á mánuði fyrir skatt eða nokkurn veginn samhljóða neyslukönnun Hagstofunnar,sem segir,að einhleypingar noti til jafnaðar 321 þúsund á mánuði. Þetta er algert lágmark miðað við það,að greiða þarf skatt af þessari upphæð.Það fara 20% af þessu í skatt.

Afnám tekjutenginga er einnig mikið hagsmunamál aldraðra og öryrkja. Það mundi þýða það,að Tryggngastofnun hætti að skerða lífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóði en það á ekki að eiga sér stað þar eða eldri borgarar og öryrkjar sem greitt hafa í lífeyrissjóð eiga lífeyrinn,sem þar er.Skerðing af þessum ástæðum er eins og eignaupptaka.Ef stjórnvöld meina eitthvað með því að greiða fyrir því að eldri borgarar geti unnið eftir að þeir komast á eftirlaun á einnig að hætta skerðingum vegna atvinnutekna. Það kostar ríkið ekki neitt þar eð það fær skatta af atvinnutekjunum.

Fjármálaráðherra lofaði því í bréfi til eldri borgara fyrir síðustu kosningar að afnema tekjutengingar.Hann á að standa við það.Hann hefur fengið einhver atkvæði út á þetta loforð.Kannski hefur það komið honum til valda. Ef hann getur ekki staðið við það á hann að segja af sér þó seint sé.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 30. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband