Tímabært að bæta kjör aldraðra og öryrkja svo sómi sé að!

Meðallaun í landinu eru rúmar 600 þúsund kr á mánuði.Aldraðir og öryrkjar hafa aðeins þriðjung af þeirri upphæð í lífeyri. Þeir,sem sýsla mest um kjör aldraðra og öryrkja,alþingismenn og ráðherrar hafa talsvert meira í laun,þingmenn 1,1 milljón kr á mánuði fyrir utan aukasporslur og ráðherrar 1,8 milljón á mánuði,einnig fyrir utan aukagreiðslur og forsætisráðherra hefur rúmar 2 milljónir á mánuði,einnig fyrir utan allar aukagreiðslurnar. Þetta eru margföld laun aldraðra og öryrkja.En þrátt fyrir það virðast þingmenn og ráðherrar hafa minni skilning á kjaramálum aldraðra og öryrkja en nokkrir aðrir.Þeir loka augunum fyrir vandamáli þessara aðila og yppta öxlum.Vonandi koma sem  flestir nýir þingmenn inn í kosningunum og sýna vandamáli þessara aðila meiri skilning en þeir sem nú sitja á þingi.- Ég tel,að hækka þurfi lífeyrinn í 425 þúsund kr á mánuði fyrir skatt, í 320 þús á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að lifa af.Þessi upphæð er í samræmi við meðaltalsneyslu í landinu samkvæmt könnun Hagstofunnar.Það er komið nóg af smáskammtalækningum.Það þarf að lagfæra kjörin svo sómi sé að og unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 1. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband