Deilan stendur um ráðherrastóla en ekki um málefni!

 

 

Vinstri grænir,Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sitja nú á erfiðum samningafundum.Og um hvað er deilt? Ekki um málefni fyrst og fremst. Nei,það er deilt um ráðherrastóla.Það er deilt um það hvort VG láti Sjálfstæðisflokkinn fá 5 eða 6 ráðherraembætti og það er deit um það hvort VG eða Sjálfstæðisflokkurinn fái forsætisráðuneytið.Deilan um forsætisráðherrann er nokkurn veginn leyst.VG fer ekki í stjórnina nema að fá forsætisráðherrann.Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir .það,ef þeir fá fleiri ráðherrastóla í staðinn.Og nú er deilt um .það hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að fá 5 eða 6 ráðherrastóla.VG fær að hámarki 2 stóla fyrir utan forsætisráðuneytið.Minna máli skiptir með Framsókn.- Einhver hefði haldið að byrjað væri á því að fjalla um það hvort unnt væri að ná samkomulagi um málefni en svo er ekki.Það eru stólarnir,sem skipta mestu máli!.
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við RÚV ,að það væri lítill sem enginn málefnaágreiningur milli VG og Sjálfstæðisflokksins. Það er athyglisvert. En hvers vegna má VG ekki semja við íhaldið,ef hugur flokksins stendur til þess.Hafa ekki jafnaðarmenn hér og erlendis samið við íhaldsflokka? Jú,þeir hafa gert það. En ekki í kjölfar spillingarmála eins og komu upp hér nú og í fyrra.Það er fáheyrt,að eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hrökklast frá völdum hér nú vegna spillingarmála skuli Vinstri grænir leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný og ekki bara þann flokk,heldur annan íhaldsflokk með, Framsókn og það eftir að Framsókn "sveik" VG og aðra félagshyggjuflokka í viðræðum um ríkisstjórn.Alþýðuflokkurinn gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1959 en hann hefði aldrei gert það,ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið að koma út úr spillingarmálum eins og hér átti sér stað
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar varð að segja af sér vegna trúnaðarbrests og spillingarmála; þess vegna var kosið.Sjálfstæðisflokkrinn var sakaður um trúnaðarbrest,um leyndarhyggju;flokkurinn leyndi upplýsingum fyrir samstarfsflokkum sínum um kynferðisafbrot og uppreist æru til brotamanns.Þess vegns slitnaði stjórnarsamstarfið.Það var verið að hylma yfir mjög alvarleg kynferðisafbrot.Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafð flækst í þessi spillingarmál hefði verið lágmark,að flokkurinn hefði verið settur til hliðar um sinn.Það hefði verið hæfileg refsing fyrir flokkinn enda tapaði flokkurinn 5 þingsætum í kosningunum.Nei þá kemur VG til skjalanna og leiðir Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný. Að hugsa sér.

 
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
 
 
 

 


Bloggfærslur 11. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband