Svavar segir Katrínu skylt að semja við íhaldið!

Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, lýsir þeirri skoðun á Facebook síðu sinni að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, sé beinlínis skylt að láta reyna á stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann segir að Katrín sýni kjark með því að halda viðræðunum til streytu þrátt fyrir gagnrýni úr ýmsum áttum.

Þetta er furðulegt innlegg frá fyrrverandi formanni Alþýðubandalagsins og ráðherra.Hann er á algerum villigötum þegar hann þrýstir á Katrínu Jakobsdóttur að  semja við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarsamstarf enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að hrökklast frá völdum vegna spillingarmála.Katrínu er ekki skylt að semja við íhaldið; þvert á móti er henni nú skylt að reyna á ný að mynda félagshyggjustjórn,þar eð Flokkur fólksins og Viðreisn hafa nú báðir ljáð máls á því að taka þátt í slíkri stjórn.Fyrsta skylda Katrínar og VG er að mynda félagshyggjustjórn og það er ekki fullreynt.Framsókn hefur að vísu tafið það mál.-Það er athygisvert,að Svavar skuli telja eðlilegt að hundsa athugasemdir innan VG við ráðagerðir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.En varaformaður Vinstri grænna hefur gagnrýnt þessar ráðagerðir harðlega og telur hann helming flokks VG andvígar samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsókn.Það eru aðrir tímar núna en þegar Svavar var flokksformaður.Í dag getur flokksformaður ekki hundsað álit flokksmanna og síst álit háttsettra trúnaðarmanna

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 12. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband