VG vildi heldur semja við Sjálfstæðisflokkinn en félagshyggju-og umbótaflokka!

Vinstri grænir samþykktu á þingflokksfundi eftir hádegið að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar.Var það samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2 í þingflokknum.Áður lá það fyrir,að að Samfylkingin hafði fengið vilyrði frá bæði formanni Viðreisnar og formanni Flokks fólksins fyrir því að þessir aðilar vildu taka þátt í viðræðum þessara flokka við Samfylkingu,VG og Pirata um myndun ríkisstjórnar en þessir flokkar hafa 32 þingmenn á alþingi.Samkvæmt þessu virðist VG fremur hafa vilja mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn en framangreindum flokkum til vinstri og á miðju. Áður hafði VG sagt,að flokkurinn vildi fremur mynda félagshyggjustjórn.En VG fylgdi því ekki betur eftir en svo,að á meðan flokkurinn hafði stjórnarmyndunarumboð talaði hann ekkert við Flokk fólksins eða Viðreisn en þeir tveir flokkar hafa jafnmarga þingmenn og Framsókn og gerðu því mögulegt að mynda ríkisstjórn án Framsóknar.Svo virðist,sem VG hafi ekki haft raunhæfan áhuga á myndun stjórnar á miðju og til vinstri. 

Björgvin Guðmundsson


Viðræður VG við félagshyggjuflokkana málamyndaviðræður?

Margt bendir til þess að viðræður VG við hina félagshyggjuflokkana um ríkisstjórn þessara flokka hafi verið málamyndaviðræður.Engin meining hafi verið á bak við þessar viðræður.Það hafi þegar áður verið búið að ákveða að semja við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarsamvinnu.Þess varð vart þegar í kosningabaráttunni að VG andaði tæplega á Sjálfstæðisflokkinn.VG gagnrýnd Sjálfstæðisflokkinn ekkert en samt hafði Sjálfstæðisflokkurinn hrökklast frá völdum vegna spillingarmála og allir innviðir þjóðfélagsins í lamasessi vegna stjórnar Sjálfstæðisflokksins.Sjálfstæðisflokkurinn réðist hins vegar með hörku á VG og einkum á formann flokksins en afstaða VG breyttist ekkert við það. VG lýsti því alltaf yfir,að VG útilokaði ekki samstarf við neinn flokk. Kolbeinn Proppe sagði við RUV í morgun,að  eftir slíka yfirýsingu hafi VG ekki getað neitað að semja við Sjálfstæðisflokkinn. Það hefðu verið svik?Þá vaknar spurningin: Hvers vegna var VG að stofna til viðræðna með öðrum fyrrum stjórnarandstöðuflokkum úr því að stefnt var á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn allan tímann? Voru þessar viðræður þá aðeins til málamynda? Alla vega vakti það athygi,að VG boðaði ekki Viðreisn og Flokk fólksins til þessara viðræðna enda þótt Framsókn væri frá upphafi hikandi og vildi greinilega semja við íhaldið.Katrín Jakobsdóttir notaði þá afsökun að Framsókn hefði ekki viljað fá Viðreisn til viðræðna. En Katrín var með umboð fra forseta og þurfti ekki að fara eftir Framsókn. Hún gat boðað Viðreisn og Flokks fólksins og leyft Framsókn að róa. En það vantaði áhugann. Íhaldið beið handan við hornið.Það er athyglisvert,að það er svo komið í íslenskum stjórnmálum,að VG vill fremur vinna með íhaldi og framsókn,tveimur íhaldsflokkum en með félagshyggjuflokkum.Og gamlir forustumenn sósialista eins og Svavar Gestsson telja það skyldu Katrínar sð semja við íhaldið!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 13. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband