Fylgi VG hrapar úr 16,9% í 13% samkvæmt skoðanakönnun.Eykst jafnmikið hjá Samfylkingu

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur dalað frá kosningum, úr 16,9% í 13%, samkvæmt nýrri könnun MMR. Einungis 60% þeirra sem sögðust hafa kosið flokkinn fyrir þremur vikum segjast mundu kjósa hann aftur nú. Í könnuninni var spurt hvaða flokk fólk vildi síst sjá í ríkisstjórn og nefndu 58% stuðningsmanna Vinstri grænna Sjálfstæðisflokkinn sem versta kostinn.
. Samfylkingin mælist nú næststærsti flokkur landsins með 16%. Flokkurinn fékk 12,1% í kosningunum fyrir þremur vikum.

Fólk var einnig spurt hversu líklegt það væri til að kjósa aftur sama flokk og í nýasfstöðnum kosningum. Vinstri græn koma þar verst út – 60% segjast mundu kjósa þau aftur, en 15% segjast mundu kjósa Samfylkinguna og 6% Pírata. 
Þessi könnun MMR kemur ekki á óvart.Þetta er aðeins byrjunin.Fylgið á eftir að hrynja af VG,ef flokkurinn hættir ekki við að fara í samstarf við íhaldið og hjálpa því að halda völdum.Enn er tækifæri fyrir VG að hætta við.VG ber engin skylda til þess að halda íhaldinu við völd. VG ber skylda til þess að koma íhaldinu frá völdum.


Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Stjórnmálaskýrendur á RUV í morgun: Stjórnarsamvinna VG og Sjálfstæðisflokks löngu ákveðin!

Rætt var um stjórnarmyndunina á Rás 2 á RUV í morgun.Tveir stjórnmálaskýrendur voru mættir þar: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,fyrrverandi borgarfulltrúi og Felix Bergsson fjölmiðlamaður.Þeim kom saman um,að stjórn VG með Sjálfstæðisflokknum væri löngu ákveðin og þess  vegna gengi þetta tiltölulega vel nú.Felix Bergsson sagði,að viðræður VG við Samfylkingu,Pirata og Framsókn hefðu verið til málamynda,ætlaðar til þess að friða  óánægða flokksmenn VG,svo unnt væri að segja við  þá: Það er búið að reyna til vinstri.Það gekk ekki.

Þetta er stóralvarlegt mál. Það er stöðugt talað um að bæta þurfi stjórnmálamenninguna,taka upp ný vinnubrögð.Undir það fellur að hafa heiðarleika í vinnubrögðum. Það er ekki heiðarlegt að setja á svið málamyndaviðræður.Það er ekki verið að bæta stjórnmálamenninguna; það er verið að draga hana niður á lægsta plan.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 17. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband