Hélt tveimur skýrslum leyndum fyrir þingi og þjóð! Stjórnarskrárbrot

Forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráherra,Bjarni Benediktsson, sætti harðri gagnrýni á alþingi í gær  fyrir að halda tveimur mjög mikilvægum skýrslum leyndum fyrir alþingi og þjóðinni fyrir alþingiskosningarnar sl ár.Fyrir liggur,að báðar skýrslurnar voru tilbúnar það fljótt,að það var unnt að birta þær fyrir kosningar.Allir  þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ráðherrann harðlega fyrir að hafa haldið skýrslunum leyndum.

Um  er að ræða skýrslu um skattakjól og aflandsfélög og hvað miklu er talið að Íslendingar hafi skotið undan skatti frá 1990 vegna vistunar fjármagns í skattaskjólum.Og síðan er skýrsla um leiðréttinguna,þ.e. niðurfærslu höfuðstóls lána en skýrslan fjallar fyrst og fremst um það hvernig  leiðréttingin hefur gagnast landsmönnum en niðurstaðan er sú ,að hún hefur komið þeim efnameiri best en lítið gagnast þeim,sem mest þurfti á henni að halda.Þetta voru tvö stærstu málin í stjórnmálunum á síðasta kjörtímabili og í síðustu kosningum.Það er engin tilviljun að þeim var báðum stungið undir stól fyrir síðustu alþingiskosningar.

Steingrímur J. Sigfússon benti á það í umræðunum um málið,að það væri bundið  í stjórnarskrá,að  þingmenn gætu krafið ráðherra um skýrslur og svör um ákveðin mál.Samkvæmt þvi má segja,að það sé brot á stjórnarskránni að halda slíkum skýrslum leyndum.

 Þingmenn voru mjög harðorðir í umræðum um málið. Þeir töldu það athæfi Bjarna Benediktssonar vítavert að stinga tveimur mjög mikilvægum opinberum skýrslum undir stól.Vel er hugsanlegt,að skýrslur þessar hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna ef þær hefðu legið fyrir í kosningabaráttunni.Oddný Harðardóttir þingmaður orðaði málið svo,að fyrrverandi fjármálaráðherra hefði snúið á þingið með því að stinga skýrslunum undir stól!

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 1. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband