ÖLL HÆKKUN ELDRI BORGARA FARIN!

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavik var í viðtali á Bylgjunni i gærmorgun.Hún ræddi hagsmunamál aldraðra vítt og breytt en hún lætur af formennsku í félaginu á aðalfundi 16.þ.m. eftir 4 ra ára starf.Hún sagði,að hækkun sú,er eldri borgarar fengu á lífeyri sínum um síðustu áramót hefði verið mjög lítil og misjöfn eftir því hvort um einhleypa eða gifta hefði verið að ræða.Hækkunin hjá þeim,sem væru í hjónabandi eða sambúð væri sáralítil. Verst væri þó þegar  til félagsins kæmu eldri borgarar sem segðu,að vegna hækkunar á húsaleigu eða öðrum kostnaðarliðum væri þessi litla hækkun öll farin!Þórunn sagði,að í mörgum tilvikum jaðraði við mannréttindabrot gagnvart eldri borgurum: 3000 eldri borgarar hefðu ekki efni á að kaupa sér heyrnartæki; niðurgreiðslan væri svo lítil, aðeins 50 þúsund krónur á eyra. Þeir verst stæðu meðal eldri borgara væru svo illa staddr að þeir væru eins og útigangar.Þar væri um 200 manns að ræða. ( Þetta er ljótur blettur á velferðarlandinu Íslandi).Þórunn gagnrýndi niðurgreiðsluna á tannlækningum eldri borgara,sem hún sagði,að hefði ekki aukist síðan 2004.Hún gagnrýndi einnig harðlega   skerðingu tryggingalífeyrs vegna fjármagsntekna og vegna fjármagnstekjuskatts en hún sagði,að ekki væri aðeins verið að reikna vexti sem fjármagnstekjur heldur einnig verðbætur.Þórunn sagði,að kannanir hefði leitt í ljós,að eldri borgarar legðu gifurlega mikið til samfélagsins í óbeinum vinnuframlögum,með barnapössun,með því að keyra barnabörnin,með því að sinna veikum börnum,með ýmis konar sjálfboðaliðastarfi og fleira og fleira.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 14. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband