Gott skref útgerðar- ríkið brást!

Útgerðin steig gott skref með því að ákveða að veita sjómnnum frítt fæði.Það skref leysti deiluna.Landsmenn varpa öndinni léttar,þar eð 9 vikna verkfall sjómanna var farið að valda ómældu tjóni,einkum á mörkuðum erlendis en einnig hér innan lands,þar sem láglauna fiskvinnslufólk varð fyrir þungu höggi og sveitarfélögin og allt samfélagið varð fyrir miklu fjárhagstjóni.Verkfallið veldur  minni fiskvinnslufyrirtækjum miklu fjárhagsáfalli.Ríkið brást alveg í deilunni; sjávarútvegsráðherra gaf til kynna,að hann gæti auðveldað samkomulag með lausn á fæðis-eða dagpeningamáli sjómanna en svo reyndist ekki vera.Ekkert bitastætt kom frá ríkinu.Sagt var,að  dagpeningar eða fæðispeningar sjómanna væru ekki hliðstæðir dagpeningum fluganna eða ríkisstarfsmanna,þar eð sjóferðir sjómanna væru ekki tilfallandi eins og ferðir flugmanna og ríkisstarfsmanna. En sú röksemd stenst ekki. Ferðir flugmanna í áætlunarflugi eru ekki fremur tilfallandi en sjóferðir sjómanna.Hér vantaði vilja stjórnvalda.Þetta var smámál,sem ríkið gat leyst með einni reglugerð en ríkið brást og fyrir bragðið stóð verkfallið miklu lengur en ella hefði orðið.- Ég hrósa útgerðinni fyrir að stíga gott skref.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 19. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband