Strikaður út úr almannatryggingum eftir greiðslur til þeirra í 70 ár!

 

 

 

Eldri borgari,sem er að verða níræður, hringdi til mín og sagði, að hann hefði byrjað að greiða iðgjald,tryggingagjald, til almannatrygginga 1946.Hamm greiddi  til almannatrygginga í 70 ár,fyrst í formi tryggingagjalds en síðan í formi skatta.Hann sagði,  að nú væri búið að fella niður allar greiðslur til hans frá almannatryggingum. Mér finnst það ansi hart sagði eldri borgarinn, að eftir að hafa greitt í 70 ár til almannatrygginga skuli ellilífeyrir,grunnlífeyrir, til mín strikaður út.

En margir hafa sögu sögu að segja í dag.Það er búið að fella niður grunnlífeyrinn,sem lengi var heilagur og ekki mátti  hreyfa við. Nú er grunnlífeyrir ekki til lengur.

Þer sem greitt hafa til almannatrygginga alla sína starfsævi eiga rétt á lífeyri,eftirlaunum,frá almannatryggingum,þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur.Það er verið að brjóta á þessum eldri borgurum. Það skiptir engu máli þó þeir haf góðan lífeyrissjóð.Ríkinu kemur það ekkert við þó launþegar greiði í lífeyrissjóð.Lífeyrir úr lífeyrissjóði á ekki að hafa áhrif á greiðslur frá almannatryggingum.Lífeyrissjóðirnir eiga að vera til viðbotar almannatryggingum.Það var hugmyndin,þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir.Við það á að standa.

Björgvin Guðmundsson

www.guðmundsson.net


Bloggfærslur 2. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband