Heilsugæsluþjónusta verði gjaldfrjáls

 

Heilsugæslujónusta á að vera gjaldfrjáls.Það er tillaga Samfylkingarinnar á alþingi.Einnig leggur Samfylkingin til, að hámarksgreiðsla sjúkratryggðra fyrir læknisþjónustu utan heilsugæslu skuli vera 35000 kr á ári.Mér líst vel á þessa tillögu.Enginn á að þurfa að neita sér um læknishjálp af efnahagástæðum.Þá leggur Samfylkingin einnig til, að dregið  verði  úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar.

Ef þessar tillögur ná fram að ganga verður gjald fyrir læknisþjónustu miklu lægra en það gjald sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra lagði til og  verður nær því gjaldi sem gildir  fyrir læknishjálp á hinum Norðurlöndunum.Samfylkingin leggur einnig til á alþingi,að dregið verði verulega úr greiðslum aldraðra fyrir tannlækningar en sá taxti hefurá verið óbreyttur frá árinu 2004.-Það er mjög mikikvægt ap hafa taxta fyrir læknisþjónustu það lága,að allir geti notfært sér þá þjónustu.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 20. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband