Ríkisstjórnin skilaði auðu í húsnæðismálum!

 

 

Það vakti athygli,þegar stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar  var birtur,að þar var ekki eitt orð að finna um húsnæðismálin.Stjórnin skilaði auðu í þeim málaflokki.Nýr félagsmálaráðherra  er mikill áróðursmaður  og greinilega ekki ánægður með ,að  ríkisstjórnin skuli ekki hafa neina stefnu í húsnæðismálum. Hann hefur reynt að bæta úr þessi með því að gera harða hríð að Degi B.Eggertssyni,borgarstjóra í Reykjavík.Hann hefur sakað Dag um að vilja aðeins byggja íbúðir í miðborginni í stað þess að byggja í úthverfunum og jaðarbyggðum,eins og Úlfarsárdal, þar sem  ódýrara sé að byggja.RUV hefur tekið undir þessa gagnrýni félagsmálaráðherrans á borgarstjóra.Rás 2 hjá RUV fékk þá tvímenninga til þess að ræða þetta mál í morgun.Dagur B.Eggertsson vísaði þessari gagnrýni félagsmálaráðherra algerlega á bug. Hann sagði,að borgin hefði verið að byggja og úthluta lóðum undir allar gerðir af íbúðum,leiguíbúðir,eignaríbúðir,búsetaíbúðir,stúdentaíbúðir og íbúðir  fyrir aldraða.Það væri rétt,að borgin vildi þétta byggðina og þess vegna hefði lóðum verið úthlutað á ýmsum auðum svæðum í borginni, í Holtunum, í Elliðaárdal, við höfnina en einnig í  Úlfarsárdal. En unga fólkið vildi fremur búa miðsvæðis.Það væri ódýrara,sparaði samgöngukostnað og gæti jafnvel sparað bíl. Vandamál unga fólksins væri það, að það ætti ekki fyrir útborgun á íbúð; kröfur um eigið fé væru meiri en áður. Þess vegna kvaðst borgarstjóri sakna þess, að  eitthvað væri um húsnæðismál í stjórnarsáttmálanum. Það leysi ekki vanda unga fólksins ,að segja því að spara næstu 10 árin fyrir útborgun! Dagur sagði,  að borgin hefði m.a. lagt óherslu á byggingu leiguíbúða til þess að auðvelda ungu fólki að komast í húsnæði. – Þorsteinn Víglundsson,félagsmálaráðherra,dró í land. Og sagði,að borgin hefði gert margt gott í húsnæðismálunum.

Björgvin Guðmundsson

 


Lífeyrir,sem eldri borgarar fá eftir fráfall maka,veldur skerðingu hjá TR!

 

Eldri borgarar,sem misst hafa maka sína,hafa haft samband við mig og tjáð mér,að lífeyrir,sem þeir fá eftir fráfall maka valdi skerðingu tryggingalífeyris almannatrygginga.Þeim finnst skerðing hafa aukist.Ég spurði   Tryggingastofnun hvort það væri rétt,að lífeyrir,sem ekkjur eða ekklar ættu að fá hjá TR  sætti skerðingu vegna lífeyris,sem þessir aðilar fengju eftir fráfall maka.Svarið fer hér á eftir:

Já allar tekjur hafa jöfn áhrif á greiðslur ellilífeyrisþega frá TR.25 þús.kr. frítekjumark er á mánuði á heildartekjur hvort heldur um ræðir atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur ( lífeyri) og fjármagnstekjur; þær hafa sömu áhrif á upphæð lífeyris..

  • Áður gildandi ellilífeyrir (grunnlífeyrir), tekjutrygging og lágmarksframfærslutrygging voru sameinuð í einn flokk, sem heitir núna ellilífeyri
  • Ellilífeyrir getur að hámarki verið 228.734 kr./mán.(fyrir skatt)
  • 45% tekjutenging eftir frítekjumark.

Mér finnst það furðulegt,að lífeyrir,sem ekkjur og ekklar fá eftir maka sinn skuli valda skerðingu hjá TR eins og um atvinnutekjur væri að ræða.Ég tel,að slíkur lífeyrir ætti ekki að valda neinni skerðingu.Raunar tel ég,að greiðslur úr lífeyrissjóði eigi heldur ekki að valda neinni skerðingu.

Eins og margoft hefur verið tekið fram lækkaði frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þús. um  síðustu áramót og það sama gildir um lífeyri eftir maka. samkvæmt svari Tryggingastofnunar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

  • .

 


Bloggfærslur 21. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband