Umboðsmaður alþingis hlutdrægur?

Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG fór fram á það við umboðsmann alþingis,að hann kannaði hvort fjármálaráðherra,fyrrverandi,Bjarni Benediktsson,hefði brotið siðareglur ráðherra með því að stinga undir stól tveimur skýrslum, sem áttu erindi við almenning og voru tibúnar fyrir síðustu alþingiskosningar en Bjarni birti skýrslurnar ekki fyrr en eftir kosningar.Umboðsmaður alþingis,Tryggvi Gunnarsson,vísaði málinu snarlega frá með þeim ummælum að Bjarni hefði sagt,að um mistök hefði verið að ræða.Þetta er furðuleg afgreiðsla og hlutdræg. 

Í siðareglum ráðherra segir:

Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.

Það er alveg ljóst,að Bjarni braut framangreint ákvæði.Og umboðsmaður aþingis mundi ekki taka það gilt frá hverjum sem væri,að hann segði,að sér hefðu orðið á mistök.Ekki dugði það hjá Hönnu Birnu fyrrverandi innanríkisráðherra.Umboðsmaður alþingis,Tryggvi Gunnarsson hundelti hana og þeir Bjarni Ben hættu ekki fyrr en þeir höfðu hrakið hana úr embætti.Þó hafði hún ekkert brotið af sér heldur undirmaður hennar.Það dugði ekki fyrir Hönnu Birnu að segja,að um mistök hefði verið að ræða.

Yfirleitt geriir umboðsmaður alþingis ekki neitt.Til dæmis hefur Landssamband eldri borgara snúið sér til umboðsmanns og kvartað yfirt lögbrotum við afgreiðslu alþingis og ráðherra á kjaramálum aldraðra og á mannréttundabrotum gagnvart eldri borgurum en umboðsmaður hefur ekkert gert í málum eldri borgara.Hins vegar fékk hann aukinn kraft og áhuga,þegar hann hundelti Hönnu Birnu og hætti ekki fyrr en hún sagði af sér.Það var líkast því að umboðsmaður væri að vinna fyrir Bjarna Ben að því að koma Hönnu Birnu frá,þar eð um tíma var hún vinsælli í flokknum en Bjarni og ógnaði veldi hans.

Í sambandi við skýrslurnar,sem Bjarni stakk undir stól er alveg ljóst,að umboðsmaður gætti hagsmuna Bjarna.Höfum við eitthvað við þetta embætti að gera?Umboðsmaður fékk strax sömu kauphækkun og  þingmenn og ráðherrar en umboðsmaður sá ekkert athugavert við það,að kjörum aldraðra og öryrkja væri haldið við hungurmörk,þ,e þeim sem eingöngu hafa lífeyri frá TR.

Leggjum þetta embætti niður og stofnum í staðinn embætti umboðsmanns aldraðra.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Viðreisn og Björt framtíð draga sig út úr þingstörfum! Fúsk?

 

 

 

Það vakti athygli við umræður um tvær skýrslur fjármálaráðherra á alþingi, að tveir stjórnmálaflokkar  tóku ekki þátt í  umræðunum, þ.e. Viðreisn og Björt framtíð en báðir flokkarnir eiga aðild að ríkisstjórninni.Hér var um að ræða skýrslu um skattaskjólin og skattaundanskot og skýrslu um svokallaða leiðréttingu,þ.e. niðurfærslu höfuðstóls veðskulda.Þetta eru þær skýrslur sem Bjarni Benedktsson stakk undir stól sem fjármálaráðherra fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust en báðar skýrslurnar voru tilbúnar vel fyrir kosningar og áttu að koma fyrir almenningssjónir þá strax.En Bjarni leyndi skýrslunm fram yfir kosningar og braut með því siðareglur ráðherra.

Þingmenn frá Bjartri framtíð áttu aðild að því að biðja um skýrsluna um skattaskjólin.Það er því undarlegt að þeir skyldu ekki taka þátt í umræðum um skýrslurnar á alþing.Þeir létu eins og þeim kæmi málið ekki við. Hvers vegna voru þeir þá að biðja um skýrsluna.Varðandi leiðréttinguna er það að segja,að Björt framtíð var á móti leiðréttingunni.Það hefði því verið eðlilegt,að flokkurinn hefði tekið þátt í umræðu um skýrslu um þá ráðstöfun.En svo var ekki.Furðulegt var einnig að fjármálaráðherra og flokkur hans skyldu ekki taka þátt i umræðu um skýrslurnar.Báðar varða þær fjármálaráðherra og ráðuneyti hans;þær fjalla um skattlagningu og skattsvik og um niðurfærslu veðskulda,sem fjámögnuð var með skattfé landsmanna. Helst er unnt að láta sér detta í hug,að það hafi verið af undirlægjuhætti við forsætisráðherra,að Viðreisn og Björt framtíð tóku ekki þátt i umræðum um skýrslurnar.Báðir þessir flokkar boðuðu aukið gegnsæi og bætt vinnubrögð fyrir kosningar.Björt framtíð boðaði lika,að hún vildi ekkert fúsk.Er þetta ekki einmitt fúsk?Mér sýnist það.

Björgvin Guðmundsson

 


Vill halda launum þingmanna háum en ekki leiðrétta lífeyri aldraðra!

 

Brynjar Nielsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir,að Piratar skuli leggja fram tillögu um að lækka laun þingmanna.Hann segir,að laun þingmanna hafi verið lækkuð í kreppunni og meiningin hafi verið sú að leiðrétta þau síðar,þegar betur áraði.Hann hefur ekki eins miklar áhyggjur af öllum,sem voru lækkaðir í kreppunni.Aldraðir og öryrkjar sættu einnig kjaraskerðingu í kreppunni,beinni og óbeinni.Meðal annars var lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur ´í kreppunni og þeir sættu kjaragliðnun 2009-2013  á sama tíma og verkafólk fékk launahækkanir.Þing flokks Brynjars,Sjálfstæðisflokksins, samþykkti 2013 fyrir kosningar að leiðrétta þetta.Flokksþingið samþykkti,að leiðrétti lífeyri aldraðra strax eftir kosningar 2013.Það var svikið. Brynjar hefur ekki lagt til,að staðið verði við þetta loforð og kjör aldraðra og öryrkja leiðrétt. Heldur Brynjar,að alþingi eigi aðeins að gæta launa þingmanna og halda þeim háum en ekki annarra þegna landsins og ekki þeirra sem verst hafa kjörin.Ég tel þetta gott framtak hjá Pirötum að leggja til,að laun þingmanna verði lækkuð,þar eð þau hækkuðu um 55% á sl ári en alþingi ákveð ,að  hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 7,5% frá síðustu áramótum!!.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 23. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband