Græt ekki örlög SALEK

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir í viðtali við Fréttatímann,að SALEK sé úr sögunni a.m.k. um skeið.Úrskurður kjararáðs um gífurlegar launahækkanir,einkum þingmanna,hafi gert út af við það.Verkalýðshreyfingin ætli ekki að láta láta láglaunafólk bera ábyrgð á stöðugleikanum.Gylfi segir ennfremur í þessu viðtali, að það hafi orðið forsendubrestur vegna úrskurðar kjararáðs.Mikil er ábyrgð alþingis og ríkisstjórnar.Eru Piratar þeir einu sem átta sig á þessu?

 ASÍ,SA og fyrrverandi ríkisstjórn  töldu,að þau hefðu höndlað  stóra sannleik með því að taka upp eftir hinum Norðurlöndunm eitthvað módel í kjaramálum sem nefnt hefur verð SALEK.En það var stór galli á gjöf Njarðar.Á hinum Norðurlöndunum eru lægstu laun viðunandi en svo er ekki hér.Áður en tekið er upp svonefnt SALEK módel hér þarf að leiðrétta lægstu laun.Þau þurfa að vera þannig,að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af þeim en svo er ekki í dag.Það er ekki unnt að komast af á lægstu launum nema með mikilli yfirvinnu.SALEK gengur út á það,að laun hækki aldrei meiri en nemur aukinni þjóðarframleiðslu.En þá er gengið út frá því,að tekjuskiptingin í þjóðfélaginu sé í lagi. En svo er ekki á Íslandi.Áður en SALEK er tekið upp hér þarf að leiðrétta lægstu laun.Fyrr er ekki unnt að taka upp slikt model. Í rauninni þýðir SALEK það,að samningsrétturinn er í raun tekinn af verkalýðsfélögunum.ASÍ stökk of fljótt á þetta fyrirkomulag.Fyrst verður ASÍ að leiðrétta lægstu laun í þjóðfélaginu.Síðan er spurning hvort SALEK hentar á Íslandi.Alla vega á eftir að laga mikið í kjaramálum og tekjuskiptingu hér áður en það kemur til greina. Þetta ætti ASÍ að vita. Ég grætt ekki SALEK.Það má fara mín vegna.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Enn engir nýir peningar í heilbrigðiskerfið!

 

 

 

RUV, Rás 2, átti viðtal við Óttar Proppe,heilbrigðisráðherra í gær.Lagt var út af því, að heilbrigðiskerfið hafi átt að vera í fongangi hjá nýrri ríkisstjórn.Dagskrármenn spurðu hvað liði framkvæmd á þessu stefnumáli.Óttar Proppe svaraði með því að skreyta sig með gömlum málum eins og því, að 1.mai kæmi nýtt greiðsluþáttökukerfi, sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili og hann sagði, að bygging nýs Landspítala væri hafin, m.a. sjúkrahótel.Varðandi nýtt og aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins sagði Óttar Proppe, að það yrði unnið í fjármálaáaætlun fram til 1.apríl og síðan yrði unnið í fjárlögum fyrir hvert ár. Með öðrum orðum: Þegar rætt er um ný fjárframlög til heilbrigðismála svarar ráðherra með því að tala um fjármálaáætlun til 5 ára.Heilbirgðisráðherra getur ef til vill drepið málinu á dreif um skeið með því að tala um gamlar samþykktir og 5 ára áætlun fram í tímann. En fyrr eða síðar verður hann að svara því hvort ríkisstjórnin ætli að láta eitthvað nýtt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Bjarni Benediktsson sagði ,þegar stjórnin var mynduð, að svo yrði ekki. Það yrði ekki látið neitt nýtt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Undir það tók nýr fjármálaráðherra og sagði,að það yrði að duga að treysta á hagvöxtinn.

Óttar Proppe var spurður að því hver afstaða hans væri til aukins einkareksturs í heilbrigðiskerfinu og hver afstaða hans væri til nýs frumvarps um áfengismál.Óttar svaraði því til, að hann væri ekki hlynntur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.Varðandi áfengismálin sagði Óttar, að  hann vildi ekki bæta aðgengi að áfengi.Hins vegar væri hann ekki enn búinn að taka afstöðu til frumvarpsins um áfengismálin,sem  lægi fyrir alþingi.Gott væri að heyra afstöðu ráðherra.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson,net

 


Húsnæðisbætur aldraðra og öryrkja skertar!

 

 

 

Útreikningi húsnæðisbóta hefur verið breytt á þann veg,að nú eru allar lífeyrisgreiðslur  aldraðra og öryrkja frá Tryggingastofnun taldar með tekjum við útreikning bótanna en áður voru greiðslur frá Tryggingastofnun ekki taldar með tekjum við könnun á því hvort aldraðir og öryrkjar ættu rétt á húsnæðisbótum. Hafa margir aldraðir og öryrkjar orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu af þessum sökum.Húsaleiga hefur hækkað mikið og þess vegna er þessi breyting á útreikningi mjög tilfinnanleg.

 Margir aldraðir og öryrkjar hafa haft samband við samtök sín út af þessu; aldraðir hafa m.a. rætt við Félag eldri borgara í Reykjavík og öryrkjar við Öryrkjabandalag Íslands.Þeir hafa kvartað yfir því,að þeir standi verr að vígi núna en áður. Lífeyrir (bætur) frá almannatryggingum var ekkki talinn með tekjum áður við útreikning á  húsnæðisbótum.Breytingin er rökstudd með því, að atvinnuleysisbætur og  fleiri bætur séu taldar með tekjum í þessu sambandi.Það er með ólíkindum hvað stjórnvöld eru fundvís á leiðir til þess að skerða kjör aldraðra og öryrkja.Þeim dugði ekki að skerða kjör þeirra,sem voru á vinnumarkaði heldur þurftu þau einnig að skerða húsnæðisbætur aldraðra og öryrkja!

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Bloggfærslur 24. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband