Þurfum verkamannabústaði á ný og leiguíbúðir!

 

 

Það var mikið óheillaspor,þegar Páll Pétursson,ráðherra Framsóknarflokksins,lagði niður Verkamannabústaðakerfið.Hann gaf sölu á verkamannabústöðum frjálsar og hætti að byggja nýja verkamannabústaði.Það var Alþýðuflokkurinn, undir forustu Héðins Valdimarssonar, sem kom verkamannabústaðakerfinu á. Það voru reistar hentugar,ódýrar íbúðir fyrir láglaunafólk.Þetta framtak hafði gífurlega mikla þýðingu fyrr verkamannafjölskyldur og annað láglaunafólk.Byggingum verkamannabústaða,eða félagslegra íbúða, var haldið áfram allt þar til Páll Pétursson stöðvaði byggingarnar.

 Nú er komið í ljós, að það sárvantar slíkar íbúðir.Það  vantar á markaðinn ódýrar,tiltölulega litlar íbúðir fyrir lálaunafólk og þar á meðal fyrir ungt fólk, sem er að byrja búskap.Unga fólkið ræður ekki við að kaupa íbúðir á frjálsum markaði í dag.Það getur ekki greitt þá útborgun sem tilskilin er. Kröfur um eigið fé við íbúðakaup voru hertar eftir hrunið og svo virðist sem kröfur í því efni séu of miklar.Ef til vill tengist það einnig því, að íbúðir á markaðnum eru of stórar og of dýrar. Það vantar minni,ódýrari íbúðir, sem ungt fólk réði fremur við að kaupa.

 Ljóst er,að eins og staðan er í dag í húsnæðismálunum, verður húsnæðisvandinn ekki leystur  nema með afskiptum hins opinbera,m.a. miklu framboði á leiguíbúðum.Reykjavíkurborg hefur áttað sig á þessu.Borgin hefur lagt áherslu á að úhluta nægilega mörgum lóðum undir leiguíbúir og hefur greitt fyrir því En einnig hefur borgin stuðlað að byggingu eignaríbúða.Borgin leggur mikla áherslu á þéttingu byggðar, þar eð það er miklu ódýrara fyrir íbúana að búa á eldri  svæðum, þar sem öll þjónusta er fyrir hendi og samgöngukostnaður minni, jafnvel ekki þörf á bíl.En einnig hefur borgin úthlutað lóðum á nýjum svæðum í útjaðr borgarinnari og í úthverfum.Það þarf verkamannabústaði á ný,félagslegar íbúðr.

Það vakti athugli,þegar stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar sá dagsins ljós,að ekki var orð um húsnæðismál í sáttmálanum.Það bendir til þess,að ríkisstjórnin hafi ekki skilning á því hve vandinn í húsnæðismálunum er mikill. Ríkisstjórnin verður að láta málið til sín taka.Helst þyrfti að hefja byggingu margra félagslegra íbúða á ný( verkamannabústaða) en það eru litlar vonir til þess, að sú hægri stjórn,sem nú situr geri það.Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarr og verkalýðshreyfingar í síðustu kjarasamningum lofaði ríkið að byggðar yrðu 600 íbúðir á ári.Ríkisstjórnir hafa dregið  lappirnar i málinu. Óvissa ríkir um það hvort staðið verður við þetta loforð.Ríkisstjórnin gæti byrjað á því að  standa við samkomulagið við verkalýðshreyfinguna.Nýi félagsmálaráðherrann talar mikið.En það er ekki nóg. Það þarf athafnir.

Björgvin Guðmundsson

 


Kjörum verst stöddu launamanna og aldraðra haldið niðri.Óásættanlegt launamisrétti

 

 

Ástandið á Íslandi í dag er á margan hátt orðið svipað og það var árið 2007 skömmi fyrir bankahrunið. Eyðsla landsmanna er orðin gegndarlaus í dag eins og hún var 2007; utanlandsferðir landsmanna eru  í hámarki, bílasala meiri en áður og verslun öll í hæstu hæðum.. Þá eru bónusar i bönkum byrjaðir aftur og laun toppanna í þjóðfélaginu hafa verið hækkuð upp úr öllu valdi.Sagt var frá því nú um helgina, að laun forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur hefðu verið hækkuð í 2,8 milljónir á mánuði.Hafa laun hans hækkað um 108% frá 2011.Ráðherrar fengu á síðasta ári 35% hækkun og laun þeirra hækkuðu í rúmar 2 milljónir á mánuði, þingmenn fengu 55% hækkun á árinu og hækkuðu í 1,1 milljón á mánuði en við bætast alls konar aukasporslur. Bankastjórar eru með himinhá laun og verkalýðsforingjar eru með margfallt hærri laun en launafólkið,sem þeir eru að berjast fyrir og það sama er að segja um laun forstöðumanna atvinnurekenda. Forseti ASÍ  var með  1127 þús kr á mánuði í laun  2011 en telja má,að launin séu í dag um 1,5 millj á mánuði. Á sama tíma eru lágmarkslaun verkafólks 257 þús kr á mánuði.Lífeyrir aldraðra er aðeins 197 þúsnd kr á mánuði hjá þeim,sem eru í hjónabandi eða í sambúð og einungis hafa tekjur frá TR.Þeir eldri borgarar sem eru einhleypir hafa 227 þús kr á mánuði, í báðum tilvikum eftir skatt.

Misræmið í launamálum í þjóðfélaginu er óásættanlegt.Launum láglaunafólks  og lífeyri aldraðra og öryrkja  er haldið niðri en topparnir i þjóðfélaginu raka til sín háum launum.Þeir taka til sín miklu hærri laun en þeir þurfa á að halda.Eyðslustefna og græðgisvæðing er  í algleymingi á ný.Ef gegndarlaus eyðslustefna heldur áfram er hætta á nýju hruni.Þróunin í dag er mjög varasöm.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 25. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband