Gylfi Þ.Gíslason

Gylfi Þ.Gíslason hefði orðið 100 ára í dag.Hann var formaður Alþýðuflokksins og einn af merkustu stjórnmálamönnm landsins.Ég kynntist Gylfa mjög vel.

Þegar ég byrjaði að starfa í Alþýðuflokknum 1949 voru þeir Gylfi Þ.Gíslason og Hannibal Valdimarsson merkustu þingmenn Alþýðuflokksins.Þeir börðust gegn aðild Íslands að NATO og voru róttækir í flestum málum.Gylfi var hugmyndafræðingur og skrifaði bók um jafnaðarstefnuna,þar sem lögð var áhersla á þjóðnýtingu og áætlunarbúskap.Hannibal var róttækur verkalýðsleiðtogi,mikill ræðumaður,sem átti auðvelt með að hrífa áheyrendur með sér.Ég leit mjög upp til þessara tveggja manna þegar ég hóf störf í Alþýðuflokknum.Gylfi leiðbeindi okkur ungu mönnunum á stjórnmálanámskeiðum og kenndi okkur allt um jafnaðarstefnuna og helstu hugtök í hagfræði.Ég varð strax mjög hrifinn af Gylfa og með okkur tókst góður vinskapur.Samband  mitt við Hannibal var á annan hátt.Ég starfaði með honum á Alþýðublaðinu og náðum við vel saman þar.( Byggt á Efst á baugi)

Stjórnmálaferill Gylfa var glæsilegur.Hann varð kornungur þingmaður Alþýðufokksins eða 29 ára og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn 39 ára.Hann varð menntamála-og iðnaðarráðherra 1956-1958,iðnaðar-og  viðskiptaráðherrs 1958-1959 og menntamnála-og viðskiptaráðherra 1959-1971.Einnig var hann formaður þingflokks Alþýðuflokksins auk þess sem hann var formaður flokksins.

Gylfi átti stærsta þáttinn í þvi að Ísland gekk i EFTA,Fríverslunarsamtök Evrópu en það ruddi brautina fyrir því að Ísland gæti gengið í EES.Sem menntamálaráðherra beitti Gylfi sér fyrir því að Danir afhentu Íslendingum handritin og það kom i hlut hans að veita þeim viðtöku.Gýlfi átti stóran þátt i því að komið var á viðskiptafrelsi 1960,þegar innflutningsverslunin var gefin frjáls.Gylfi kom   mörgum umbótamálum á sviði mennnngarmála fram.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband