Óstjórn á fjármálum ríkisins!

 

 

 

Stjórnarherrarnir tala mikið um það, að fjármál ríkisins séu í góðu lagi og afgangur á fjárlögum. En hver er staðreynd málsins.Hún er þessi:  Allir innviðir samfélagsins eru vanfjármagnaðir.Það vantar fjármagn í heilbhrigðiskerfið,sérstaklega í Landspítalann en þar liggur við neyðarastandi og í hjúkrunarheimilin; það vantar fjármagn í velferðarkerfið,menntakerfið og samgöngukerfið en miklar deilur eru nú  í þjóðfélaginu um samgöngukerfið vegna niðurskurðar á samgönguáætlun.En nýr samgönguráðherra lét það verða sitt fyrsta verk að skera niður samgönguáætlun,sem samþykkt var á alþingi í góðri sáttt í oktober 2016.Það eru skornar niður nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Vestifjörðum,Austfjörðum og á Suðurlandi en þó eru innheimtir  af bíleigendum 70 milljarðar á ári í bensíngjöldum og bílagjöldum,sem eiga að fara í vegina en fara að mestu leyti í eyðsluhít ríkissjóðs.Það er auðvelt að sýna afgang á fjárlögum með því að borga ekki nauðsynleg og tilskilin framlög til innviða þjóðfélagsins.Þetta er ekki góð stjórn á fjármálum ríkisins.Þetta er óstjórn.Annað hvort verður að afgreiða fjárlög með halla og láta nauðsynleg framlög í innviðina eða að afla nægilegra viðbótartekna.

Björgvin Guðmundsson

 

www.gudmundsson.net


Mosfellsbær segir upp samningi við ríkið um rekstur hjúkrunarheimilis

Mosfellsbær hefur sagt upp samningi sínum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra,með 12 mánaða fyrirvara. Ástæðan er sú,að daggjöldin,sem ákveðin eru fyrir heimilið eru svo lág,að þau duga hvergi nærri fyrir rekstrarútgjöldum.Þetta er sama sagan og hjá flestum öðrum hjúkrunarheimilum í landinu.Hjúkrunarheimilin hafa verið fjársvelt og eru flest að stöðvast.Fyrrverandi heilbrigðisráðherra,Kristján Þór Júlíusson ansaði lítt stanslausum kröfum um aukið fjármagn.Það eina sem fyrrverandi ríkisstjórn hugsaði um og sú nýja ætlar líka að gera er að sýna afgang á pappírnum,á fjárlögum, en allir innviðir samfélagsins hafa verið vanræktir.Þetta er líkast því og að það sé verið að falsa bókhaldið.Og það virðist engu skipta þó hagvöxtur sé sá mesti á Vesturlöndum.Samt eru allir innviðir sveltir.- Varðandi Hjúkrunarheimilið Hamra segir Haraldur Sverrissoin bæjarstjóri,að það séu 3 leiðir í stöðunni: Að fá aukið fjármagn og reka Hamra á sama hátt og áður,að ríkið taki við rekstrinum en nokkur sveitarfélög hafa gert kröfu um það og í þriðja lagi að bjóða reksturinn út  en það mundi þýða það ,að einhverjir einkaaðilar tækju reksturinn að sér og reyndu að græða á honum með því að hækka öll gjöld. Það er vesta leiðin en ef til vill er það leiðin,sem Sjálfstæðisflokkurinn vill helst fara.

Hamrar er nýtt og gott hjúkrunarheimili, Öll herbergi  einbýlisstofur.Það má ekki gerast,að rekstur þess stöðvist.Það vantar ný hjúkrunarheimili.En vegna vanrækslu stjórnvalda miðar þessum málum frekar aftur á bak en áfram.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 10. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband