Ríkisstjórnin færir vogunarsjóðunum 45 milljarða á silfurfati!

 

Rikisstjórnin færir vogunarsjóðum,aflandsþrónueigendum, 45 milljarða,með samkomulagi við þá,sem kynnt var í gær.Fyrir 9 mánuðum afþökkuðu vogunarsjóðirnir tilboð upp á 190 krónur á evru ; í samningunum í gær þá greiddu þeir hins vegar fyrir evruna á 137,5 krónur sem þýðir að vogunarsjóðirnir fá 45 milljarða á silfurfati vegna hagstæðara gengis.

Kjarninn segir,að aflandskrónueigendur hafi  kengbeygt Seðlabanka Íslands:Seðlabankinn er búinn vera nokkuð belgingslegur í yfirlýsingum sínum undanfarin ár og nú þarf hann að éta öll þau orð ofan í sig. Hann lætur samt líta út sem þetta hafi allt verið skipulagt, en þeir sem fylgst hafa með orðum hans sérstaklega vita að hann hefur verið kengbeygður.Fulltrúar fjármálaráðuneytisins settust að samningum við vogunarsjóðina ( hrægammana) í New York og þetta kom út úr þeim samningum,45 milljarða gjöf til vogunarsjóðanna.Það má þvi segja,að fjármálaráðherra eða rikisstjórnin hafi látið kengbeygja sig.

 Þegar byrjað var að afnema höftin sagði ríkisstjórnin og  seðlabankinn að vogunarsjóðirnr fengju ekki betra gengi fyrir krónurnar sínar en 190 kr á evru.Afgangurinn af krónunum yrði læstur inni á vaxtalausum reikningum. En nú fengu vogunarsjóðirnir  gengið 137,5 krónur á evru og græddu 45 milljarða.Það var eftir samninga  fjármálaráðherra og ríkisstjórnar við vogunarsjóðina( hrægammana). Þetta hefði ekki þótt gott hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætsráðherra gagnrýnir þetta samkomulag við vogunarsjóðinsa harðlega.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 13. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband