Mikil vonbrigði, að vextir skyldu ekki lækka

Mikil vonbrigði hafa orðið í íslensku þjóðfélagi með það,að vextir skyldu  ekki lækka eins og fjármálaráðherrann hafði spáð.Peningastefnunefnd  ákvað, að stýrivextir Seðlabankans skyldu áfram vera 5%. Þetta eru miklu hærri vextir en í grannlöndum okkar en víða þar eru vextir undir 1%.Kostnaður við að taka húsnæðislán í grannlöndum okkar er miklu lægri en hér.Samtök atvinnulífsins hér og einkum útflytjendur gerðu sér miklar vonir um,að vextir mundu lækka vegna afnáms haftanna.Útflytjendur urðu fyrir miklu fjárhagsáfalli í verkfalli sjómanna og stöðug styrking krónunnar hefur skaðað þá mikið einnig.Þeir gerðu sér vonir um,að afnám haftanna mundi gera kleift að lækka vexti.En svo varð ekki. Seðlabankinn bendir á,að þjóðarframleiðsla sé í hámarki og þenslumerki.Bankinn virðist óttast,að vaxtalækkun muni örva framleiðslu enn meira.En mörg dæmi eru einnig um það hér á landi,að atvinnulífið hafi velt háum vöxtum út í verðlagið og þannig hafa háir vextir einnig geta stuðlað að aukinni verðbólgu.

Gengsstyrkingin er orðin svo mikil,að útflutningurinn og atvinnulífið kalla á aðgerðir.Það yrði verra fyrir almenning,ef gengið yrði lækkað af þeim sökum. Betra hefði verið að lækka vextina enda er það líka til hagsbóta fyrir húsbyggjendur.Sterk rök mæla með vaxtalækkun.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 16. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband