Á að skylda lífeyrissjóðina til þess að fjárfesta erlendis?

Háværar raddir eru nú uppi um það í herbúðum ríkisstjórnarinnar að setja eigi gólf á fjárfestingu lífeyrissjóðanna erlendis. Hvað þýðir það? Það þýðir að skylda lífeyrissjóðina til þess að fjárfesta erlendis.Síðast þegar lífeyrissjóðirnir fjárfestu í stórum stíl erlendis töpuðu þeir 500 milljörðum erlendis! Því tapi var velt beint yfir á sjóðfélaga og réttindi þeirra í lífeyrissjóðunum skert.Viljum við það? Ætlar ríkisstjórnin að skylda okkur til þess að fara með lífeyrinn okkar í brask erlendis? Er ekki rétt að leyfa lífeyrissjóðunum sjálfum að ákveða hvar þeir ávaxta sitt fé? Lífeyrissjóðirnir eru ekki neitt sveiflujöfnunartæki fyrir ríkisvaldið vegna þess,að íslenska krónin er ónýt.Vextir erlendis eru nú í lágmarki,niður við 0 % og jafnvel lægri,neikvæðir.Vextir hér eru hins vegar háir. Það er þess vegna rétt fyrir lífeyrissjóðina að flýta sér hægt.Ef til vill eiga þeir fyrst og fremst að ávaxta fjármuni sína innan lands og fara mjög varlega í fjárfestingu erlendis.Það kemur ekki til greina að skylda lífeyrissjóðina til þess að fjárfesta að ákveðnu marki erlendis.Ríkið verður að fara að átta sig á því,að það á ekki lífeyrissjóðina,það hefur látið greipar sópa um sjóðina og skert tryggingalífeyri þeirra,sem fá lífeyri úr sjóðunum og nú vill ríkið ráða því hvar lífeyrissjóðirnir fjárfesta!

 

Björgvin Guðmundsson 

 


Mál gegn ríkinu undirbúið!

Í undirbúningi er nú málsókn gegn ríkinu vegna þess,að eldri borgarar voru skertir um 5 milljarða króna fyrstu 2 mánuði ársins án lagaheimldar. Það er Flokkur fólksins,sem ætlar í mál.Leitar flokkurinn nú að eldri borgara,sem er tilbúinn að vera aðili að málinu.Málið

varðar meint brot TR/ríkisins á lögum nr 100/2007 með síðari breytingum.Viðkomandi eldri borgari þarf ekki að greiða málskostnað en vera í hópi þeirra eldri borgara,sem sæta mikilli skerðingu tryggingalífeyris hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.

Það er mjög gott framtak hjá Flokki fólksins að fara í þetta mál. Það er stöðugt verið að greina frá grófum skerðingum ríkisins/TR á tryggingalífeyri eldri borgara,ef þeir hafa sparað til elliáranna með því að greiða í lífeyrissjóð alla sína starfsævi.Skerðingin fyrstu 2 mánuði ársins er sérmál.

Nú síðast sagði Wilhelm Wessman frá því í viðtali á INN hvernig hann er skertur hjá almannatryggingum.Hann var mjög harðorður um þær skerðingar.

Björgvin Guðmundsson

 

 
 

Eldri borgarar þurfa nýjar baráttuaðferðir!

 

Aldraðir hafa sent stjórnvöldum ályktanir um baráttumál sín gegnum árin. En það hefur lítinn árangur borið. Oftast hafa þessar ályktanir lent í ruslakörfunni.Fulltrúar aldraðra hafa einnig heimsótt ráðamenn og rætt við þá.Kjaranefnd eldri borgara í Reykjavík gerði út sendinefnd í alþingishúsið á fund allra þingflokka sem þar sátu.Það bar nokkurn árangur.Eldri borgarar hafa einnig skrifað baráttugreinar í blöð og tekið þátt í baráttufundum og sjónvarpsdagskrám. En eldri borgurum finnst baráttan ganga hægt.

 

Ég hafði mikla trú á viðræðum við alla þingflokkana og alla stjórnmálaflokka,sem buðu fram fyrir kosningarnr 2013.Flokkarnir tóku kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk vel.Þáverandi stjórnarandstöðuflokkar tóku meira að segja upp i kosningastefnuskrár sínar mörg baráttumál eldri borgara. En allt kom fyrir ekki. Flokkarnir,sem komust í stjórn, sviku öll kosningaloforðin,sem þeir gáfu eldri borgurum fyrir alþingisksningarnar 2013. 

Eftir langa reynslu af því að vinna að kjaramálum eldri borgara er ég kominn á þá skoðun,að valdhafarnir skilji ekkert nema hörku og  harða baráttu.Stjórnvöld skildu 1000 manna baráttufundinn í Háskólabíói og þau létu undan síga vegna hans.Það verður að halda áfram á sömu braut.Og það þarf að fá verkalýðshreyfinguna í lið með eldri borgurum. Og það er komið að málaferlum.Það duga engin vettlingatök lengur.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 19. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband