Viðskiptavinir Tryggingastofnunar beittir blekkingum!

 

Eldri borgari nokkur fór á skrifstofur Tryggingastofnunar og leitaði skýringa eftir að hann hafði hlustað á umræður á alþingi um að gerð hefðu verið mistök á alþingi við afgreiðslu lagatexta um almannatryggingar.Fallið hefði út að gera ráð fyrr skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Eldri borgarinn hafði hug á að vita hvort ætlunin væri að láta hann borga til baka hluta af lífeyrinum sem hann hefði fengið vegna mistaka alþingis.Tryggingastofnun sagði við manninn: Nei,þú þarft ekkert að borga til baka. En stofnunin kom ekki hreint fram við eldri borgarann og sagði:Þú þarft ekki að borga til baka,þar eð við skertum lífeyri þinn strax frá áramótum þó ekki væri komin heimild frá alþingi til þess að skerða lífeyrinn.Eldri borgarinn var blekktur. Og mig grunar,að allir eldri borgarar hafi verið beittir blekkingum.Það er alltaf verið að segja við eldri borgara síðustu daga: Þið þurfið ekki að borga til baka.En það er aldrei sagður allur sannleikurinn.Það er beitt blekkingum.

Björgvin Guðmundsson

 


Tryggingastofnun tók 5 milljarða ófrjálsri hendi af öldruðum!

 

Ef Tryggingastofnun hefði greitt eldri borgurum lífeyri samkvæmt lagatextanum um almannatryggingar, sem samþykktur var á alþingi, hefði viðbótarkostnaður  TR verið 5 milljarðar á liðnum 2 mánuðum.Það vill segja,að viðbótarkostnaður á einu ári  væri 30 milljarðar.Við sjáum hér í sjónhendingu hvað ríkið og Tryggingastofnun er að hafa mikið  af eldri borgurum með því  að skerða lífeyri þeirra frá  TR vegna lífeyris,sem þeir fá úr lífeyrissjóði.Það er verið að hafa marga milljarða af eldri borgurum, 30 milljarða á ársgrundvelli.Það verður að stöðva þetta strax.Þetta er ígildi eignaupptöku.

 Staðan er þessi: Tryggingastofnun dró 5 milljarða af eldri borgurum í janúar og febrúar án þess að hafa lagaheimild til þess.Við setningu laga um almannatryggingar féll niður ákvæði sem heimilaði TR að skerða lífeyri eldri borgara vegna  greiðslna sem þeir fengju úr lífeyrissjóði..M.ö.o.: Tryggingastofnun tók ófrjálsri hendi 5 milljarða af eldri borgurum. Var þetta gert í samráði við   velferðarráðuneytið.Ef  svo er þá er málið ennþá alvarlegra.

Málið var rætt á alþing 27.febrúar.Þá var málflutningur stjórnarþingmanna á þá lund,að menn hefðu vitað hver ætlun löggjafans var í þessu efni.Frumvarp um almannatryggingar hefði verið það lengi í vinnslu og undirbúningi,Með öðrum orðum: Virðing stjórnarþingmanna fyrir lögunum,fyrir lagatextanum var enginn.Menn áttu að vita eða finna á sér hver ætlun löggjafans var í  þessu efni.Þetta var fráleitur máflutningur.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 2. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband