Hrægammar( vogunarsjóðir) kaupa 29% í Arion banka!

 Vogunarsjóðir,sem Sigmundur Davíð kallaði hrægamma hafa keypt 29% í Arion banka.Íslensku lífeyrissjóðirnir höfðu verið í viðræðum um kaup á bankanum en þeir eru ekki inni í myndinni i þeim viðskiptum,sem nú hafa verið tilkynnt.Stjórnvöld hafa greinilega frekar viljað eiga viðskipti við hrægammana en lífeyrissjóðina.Þessir hrægammar,vogunarsjóðir,   eignuðust hluti í þrotabúi Kaupþings á hrakvirði og fyrrverandi ríkisstjórn átti ekki nógu sterk orð til þess að gagnrýna atferli þessara aðila. En nú eru hrægammarnir komnir í náðina hjá íslenskum stjórnvöldum.Fram til þessa hefur verið talið slæmt að selja vogunarsjóðum hluti í bönkum,þar eð vogunarsjóðir kaupa ætíð til skamms tíma; kaupa á lágu verði og selja fljótt aftur á miklu hærra verði. Við höfum ekkert að gera við slíka aðila. Það er ekkert að marka það þó einhver talsmaður vogunarsjóðs segi,að þeir ætli að eiga bankann í meðallangan tíma.Sagan segir annað.

Sigmundur Davíð gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa enga stefnu varðandi fjármálakerfið.Enginn hefur gagnrýnt hrægammana meira en hann.Hrægammarnir,vogunarsjóðirnir, eru nú leiddir til áhrifa í íslensku þjóðfélagi.Og Engeyjarfrændur eru ánægðir.

Björgvin Guðmundsson


Örorkulífeyrir er skammarlegur segir Mikael

 

Örorkubætur og lágmarkslaun hér á landi eru skammarleg, sagði Mikael Torfason í Silfrinu í gær en hann hefur undanfarna mánuði kynnt sér líf fátæks fólks á Íslandi. „Þetta er bara fólk sem við höfum skilið eftir á bótum sem eru skammarlegar. Og við viljum að þær séu skammarlegar, að þær séu lágar, því við viljum ná að kúga þetta fólk til að hætta þessu,“sagði Mikael.

Talsverð umræða hefur skapast um útvarpsþætti Mikaels, Fátækt fólk, sem eru á dagskrá Rásar 1 á laugardagsmorgnum.

Mikael var mjög harðorður í garð ríkisstjórnarinnar, sem hann kallaði „ríkisstjórn atvinnulífsins“, og þá sérstaklega Þorsteins Víglundssonar, félagsmála- og jafnréttisráðherra. „Hann vill engin lög á leigufélög. Vegna þess að rétturinn til að græða á fátæku fólki er svo ríkur. Það er eignarréttur kvótakóngsins, sem græddi tvö þúsund milljónir í fyrra á því að leigja fátæku fólki sem hefur ekki efni á að kaupa sér íbúð,“ sagði Mikael. „Íslenskir kjósendur eiga líka bara að skammast sín, fyrir að kjósa verstu ríkisstjórn sem við höfum kosið.“

Í þáttunum fjallar Mikael ekki aðeins um fólk á lífeyri ( bótum) sem lifir við örbirgð, heldur einnig menntað fólk, eins og hjúkrunarfræðinga og kennara, sem fá laun sem, samkvæmt viðmiðum Velferðarráðuneytisins, duga alls ekki til að ná endum saman. „Við búum bara ekki í sanngjörnu samfélagi þegar 370 þúsund krónur eru byrjunarlaun hjúkrunarfræðings. Þegar fólk á að lifa á örorku, sem er  180 þúsund á mánuð. Þegar við leggjumst á koddann í kvöld, þá eigum við að skammast okkar,“ segir Mikael.

Ummæli Mikaels eru hörð en stundum þarf hörð orð til þess að vekja menn.vissulega er lífeyrir öryrkja skammarlega lágur og það sama gildir um lífeyri aldraðra,þeirra,sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga.Mikael heldur því fram,að fólk vilji halda öryrkjum niðri.Það er alvarleg fullyrðing.

.

Björgvin Guðmundsson

 

.

 


Bloggfærslur 20. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband