Frábær sópransöngkona

Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópransöngkona hélt tónleika í Hörpu í gær.Þetta voru frábærir tónleikar.Ingibjörg Aldís er afbragðs sópransöngkona enda á hún ekki langt að sækja sönghæfileikana:Hún er sonardóttir Sigurveigar Hjaltasted óperusöngkonu.Ingibjörg er dóttir Ólafs Beinteins Ólafssonar kennara og tónlistarmanns.

Ingibjörg Aldís söng aríur úr þekktum óperum,sem allar eiga það sameiginlegt að vera ævintýri eða sögur úr þekktum goðsögnum.

Þessi verk voru á efnisskránni:Ach,ich fühl´s .Aría Pamínu úr Töfraflautunni eftir Mozart.

Chi il bel sogno di Doretta.

Aria  Mögdu úr óperunni La Rondine eftir Puccini.

Ah!Je ris de me voir si belle.

Aria Margarítu úr óperunni Fást eftir Gounod.

Einsam in trüben Tagen.

Aria  Elsu úr óperunni Lohengrin eftir Wagner.

Mesícku na nebi hlubokém

Aria Rúsölku úr óperunni Rusalka eftir Dvorák.

Ingibjörg Aldís hefur mjög góða söngrödd,háa og fallega og skilaði hún öllum verkunum frábærlega vel.

Ég naut tónleikanna mjög vel.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


Ellert tapaði fyrsta leiknum!

Ellert Schram formaður FEB pantaði tíma hjá nýjum félagsmálaráðherra eftir gamla fyrirkomulaginu,sat á biðstofu ráðherra og var kallaður inn þegar röðin kom að honum.Hann ræddi mörg hagsmunamál eldri borgara við ráðherrann en aðalumræðuefnið var skerðing stjórnvalda um síðustu áramót á frítekjumarki vegna atvinnutekna  aldraðra en fyrrverandi ríkisstjórn sem Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra í skar frítekjumarkið niður með einu pennastriki  úr 109  þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund krónur á mánuði.Þetta gerðu þeir Bjarni og Sigurður Ingi eftir að þeir höfðu lýst því yfir, að þeir vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku aldraðra!Félagsmálaráðherrann sagði við Ellert,að hann hefði sagt,að þetta yrði leiðrétt en það yrði gert í áföngum á 4 árum.M.ö.o.: Það tekur 4 ár að leiðrétta niðurskurð á frítekjumarki vegna atvinnutekna,sem framkvæmdur var með einu pennastriki.Bjarni Ben réði þessum málum í fyrrverandi ríkisstjórn og hann ræður þeim áfram í nýju stjórninni.Félagsmálaráðherrann virðist engu ráða en þó er fjármálaráðherrann í sama flokki.Það er þvi ljóst,að Ellert hefur tapað fyrstu lotunni í glímunni við stjórnvöld.Hann tapaði fyrsta leiknum.

En m.a.o: Er það ekki úrelt fyrirkomulag,að talsmaður eldri borgara þurfi að panta tíma hjá þeim,sem eiga að þjóna almenningi og sitja á biðstofu hjá þeim. Er ekki nær að ráðherrann komi til samtaka eldri borgara og ræði við þau hvað hann geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu þeirra.Ég tel það.Það er tímabært að breyta fyrirkomulaginu.

Björgvin Guðmundsson

 


Nýir eigendur í Arion banka í skattaskjólum! Eðlileg krafa,að sölunni á 29% verði rift!

RUV upplýsti í gærkveldi,að eignarhald nýrra eigenda að Arion banka (vogunarsjóða,hrægamma)teygðu sig að hluta til alla leið til skattaskjóla á Cayman eyjum.Þar er greinilega komin að hluta til skýring á því hvers vegna ekki hefur verið upplýst hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna,sem eru að kaupa 29% í Arion banka.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra varð að segja af sér sem forsætisráðherra á síðasta ári,þar eð upplýst var að hann og kona hans ættu fjármuni í skattaskjóli á Tortola.Vitneskja um þetta fékkst í svokölluðum Panamaskjölum. Í ljós kom,að Bjarni Benediktsson þá fjármálaráðherra var einnig í Panamaskjölunum.Hann sagði ekki af sér líka.Þvert á móti er hann nú forsætisráðherra og sem slíkur leiðir hann nú ásamt fjármálaráðherranum  hrægamma/vogunarsjóði til eignarhalds á 29% í Arion banka enda þótt eignargald þessara sjóða teygi sig til skattaskjóls á Cayman eyjum.Það er fádæma ósvífni að leiða aðila úr skattaskjólum til þess að  eignast stóran hlut í Arion banka eftir það sem á undan er gengið í skattaskjólsmálum á Íslandi.Eftir að þetta hefur verið upplýst í ríkisfjölmiðlinum er það eðlileg krafa að þessari sölu á 29% í Arion banka verði rift.

 

Björgvin Guðmundsson

 

y  


Bloggfærslur 22. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband