Þingmenn gagnrýna sölu Arion til vogunarsjóða.Ísland á betra skilið!

 

Theodóra S.Þorsteinsdóttir formaður þingflokks Bjartrar framtíðar  gagnrýndi það harðlega á alþingi, að það væri verið að selja vogunarsjóðum 29% hlut í Arion banka.Hún undraðist það, að ráðamenn væru að fagna því að vogunarsjóðir væru að kaupa í bankanum. Hún kvaðst ekki geta tekið undir fögnuð þeirra.Fjölskylda hennar varð fyrir barðinu á vogunarsjóðunum í kreppunni og gerði Theodóra kvikmynd um málið,sem vakti mikla athygli.Thodóra sagði,að íslenska þjóðin ætti betra skilið en að selja vogunarsjóðum bankann.Þórunn Egilsdóttir formaður þingflokks Framsóknarflokksins tók undir orð Theodóru.Hún gagnrýndi einnig söluna til vogunarsjóða og sagði,að íslenska þjóðin ætti betra skilið.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Ríkisstjórnin er fallin.Viðreisn og Björt framtíð þurrkast út! Viðreisn á að slíta stjórninni strax!

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri skoðunarkönnun,sem Fréttablaðið birti í morgun.Samkvæmt könnuninni fengju Viðreisn og Björt framtíð enga þingmenn.Sjálfstæðisflokkurinn héldi velli en það dugar ekki til.Þessi úrslit koma ekki á óvart. Viðreisn og Björt framtíð hafa ekki komið neinum stefnumálum sínum fram.Til dæmis lofuðu báðir þessir flokkar að efla heibrigðskerfið og að bæta stöðu og kjör aldraðra en hvort tveggja hefur verið svikið.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið öllu í ríkisstjórninni og samstarfsflokkarnir engu komið fram.Það eina,sem má nefna er það,að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist koma fram örlítilli samkeppni í landbúnaðinum en ekki er vitað enn hvernig því reiðir af; bændur hafa snúist gegn tillögunum.

Hvers vegna sögðu Viðreisnarmenn sig úr Sjálfstæðisflokknum? Það var aðallega vegna óánægju með stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum en sú óánægja náði hámarki,þegar  Sjálfstæðisflokkurinn sveik kosningaloforð sitt um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna að ESB. Þetta var var eitt aðalstefnumál Viðreisnar í þingkosningunum.Það vakti því mikla undrun þegar Viðreisn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að ná þessu máli fram.En ekki nóg með það: Flokkurinn fórnaði einnig stefnumáli sínu um  myntráð ( fastgengi)fyrir ráðherrastóla.Sama var að segja um það stefnumál flokksins að bjóða upp aflaheimildir og markaðsvæða verð aflaheimilda.Viðreisn fórnaði því máli einnig en bæði Samfylkingin og VG vildu samþykkja þessi mál.Eftir að Viðreisn hafði fórnað öllum helstu stefnumálum sínum var ekki von til þess að flokkurinn heldi fylgi sínu enda hefur það hrunið af honum.Flokkurinn á aðeins tveggja kosta völ: Að slíta stjórninni strax, ef flokkurinn vill ekki þurrkast út eða að setja Sjálfstæðisflokknum afarkosti: Að samþykkja þjóðaratkvæði um ESB,myntráð og uppboð aflaheimilda.Ef flokkurinn gerir hvorugt mun hann deyja drottni sínum.

Svipað ástand er hjá Bjartri framtíð.Sá flokkur átti aldrei erindi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Þetta er miðjuflokkur með mikinn áhuga á félagshyggju sem á ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum.Flokkurinn fær 3,8% í könnun Fréttablaðsins og engan þingmann.Flokkurinn hefur ekki fengið nein mál fram.Lína Bjarna er þessi: Ekkert nýtt fjármagn í neina málaflokka .Það er sjálfsmorð fyrir flokkinn að vera áfram í stjórn með  Sjálfstæðisflokknum.

Björgvin Guðmundsson

 

 


5 milljarðar sóttir til ríkisins fyrir aldraða með málsókn!

 

 

 

Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólögmætrar skerðingar Tryggingastofnunar ( ríkisins)  á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóðði í janúar og febrúar á þessu ári.Þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á alþingi haustið 2016 féll niður heimild til skerðiingar á lífeyri þeirra aldraðra, sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóði. Í stað þess að láta alþingi setja inn nýja heimild í lögin fyrir áramótin síðustu var farin sú leið að skerða lífeyri aldraðra án lagaheimildar. Það gerðist í tæpa tvo mánuði.

Í lok febrúar var heimild til skerðingar sett inn í lög um almannatryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna.Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á alþingi, að menn hefðu vitað,að umrædd skerðing ætti að vera í gildi.Þetta eru furðuleg ummæli.Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirðingu við lagasetningu alþingis; nánast er sagt,að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þingmaður ( þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild alþingis til slíkrar skerðingar falli niður.Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrr ára.

Skorað á LEB að fara í mál við ríkið

Flokkur fólksins sendi Landssambandi eldri borgara bréf,áskorun um , að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna í janúar og febrúar á þessi ári.Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna.Málið stendur þá þannig, að annað hvort fer Landssamband eldri borgara  í mál við ríkið eða Flokkur fólksins  gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni.

Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólkisns. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi ríkinu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári.En ekki á að láta þar við sitja.Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra  fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða.  En það var  lagt til í stjórn Félags eldrri borgara í Reykjavík. Safna þarf gögnum til staðfestingar því, að það hafi verið skilningur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyrissjóðanna og þeirra sem  fylgdust með því, að lífeyrissjóðirnirr hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar.Lítið er til af skriflegum staðfestingum á því,að svo hafi átt að vera og því  þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra.Stjórnvöld hver, sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar.Það er mitt mat.

 

Björgvin Guðmundsson

Fréttablapið 23.mars 2917

www.gudmundsson.net

 


Bloggfærslur 23. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband