Mikil er trú þín kona!

 

 

 

Mikið hefur verið rætt undanfari um kaup vogunarsjóða á Arion banka.Það þótti strax fortryggilegt, að enginn sjóður ætlaði að kaupa meira en 9,99% í bankanum, þar eð þeir sem eiga miinna en 10% í bankanum þurfa ekki að gera grein fyrir sér eða fara í athugun  hjá Fjármálaeftirlitinu .Það jók einnig tortryggnina, þegar í ljós kom,að einn vogunarsjóðurinn  var skráður á Cayman eyjum en það er skattaskjól eins og Tortola.

Nú hafa nokkrir þingmenn gert mikið  úr þvi, að einhverjir vogunarsjóðir, sem eru að kaupa hlut í Arion banka ætli að kaupa stærri hlut í bankanum svo þeim verði skylt að fara í eftirlit hjá Fjármálaeftiritinu.Það getur verið gott,ef um einhverja alvöru athugun verður að ræða.Þegar hrunið varð 2008-2009 svaf Fjármálaeftirlitið og gerði ekkert.Það gerði engar athugasemdir við gegndarlausar lántökur bankanna erlendis og  Seðlabankinn gerði það ekki heldur.Hvort Fjármálaeftirlitið verður meira vakandi nú skal ósagt látið.En ekki mundi ég treysta á það.Og ekki treysti ég einu orði af því sem skattaskjólsvogunarsjóður segir við Fjármálaeftirlitið.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Á leiguíbúðir fyrir 8 milljarða.Leigan spennt upp!

Mikið er rætt um húsnæðismál um þessar mundir.Menn eru ekki á eitt sáttir um það hvers vegna ástandið er svo slæmt í húsnæðismálunum sem raun ber vitni. Ég tel,að fjárfestingarfélög,sem keypt hafa mikið af íbúðum, eigi stóran þátt í hækkun íbúðaverðsins.Þetta eru gróðafélög,sem hafa gróðann í fyrirrúmi.Eitt þessara félaga er Gamma.Það hefur safnað að sér íbúðum,í þvi skyni að hækka verð á þeim,einkum leigu en einnig s0luverð.Félagið á nú orðið 1100 íbúðir.Eignir félagsins nema 8 milljörðum.Það er nauðsynlegt að reisa einhverjar skorður við því,að  fjárfestingarfélög geti spennt upp verð á leigu og söluverði íbúða.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband