Fátækt fólk leitar til hjálparstofnana!

Mikael Torfason rithöfundur var með þátt sinn um fátækt á rás 1 í RUV í gær.Hann heimsótti hjálparstofnanir,Mæðrastyrksnefnd,Fjöldskylduhjálpina og Hjálparstofnun kirkjunnar.Hann hitti bæði fátækt fólk,sem var að leita aðstoðar og sjálfboðaliða ,sem komu til að aðstoða.

Þegar þessar hjálparstofnanir eru heimsóttar kristallast hvernig ástandið er hjá fátæku fólki,þar á meðal hjá öldruðum og öryrkjum sem einungis  hafa lífeyri frá almannatryggingum til framfærslu en sá lífeyrir dugar hvergi nærri.Lífeyrir sá,sem ríkið/TR skammtar öldruðum og öryrkjum,sem verða að treysta eingöngu á TR er 197 þúsund kr -227 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Þetta dugar tæplega fyrir brýnustu nauðsynjum,þannig að ef leita þarf læknis eða leysa út lyf vantar fyrir mat í lok mánaðar og þá verður að leita til hjálparstofnana.Það er ótrúlegt,að ástandið skuli vera þannig á Íslandi í dag,þar sem nógir peningar eru til eins og best sést á því hvernig ausið er háum launum til embættismanna,þingmanna og ráðherra og hvergi er sparað í ríkisrekstri.Meðaltekjur í landinu voru 620 þúsund krónur 2015 en það er verið að skammta öldruðum og öryrkjum,sem treysta á TR,  þriðjung af þessari upphæð.Þetta er íslenskum stjórnvöldum til skammar.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 26. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband